Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sara Karlsdóttir, markaðsfulltrúi hjá Margt smátt, er sögð mikill matreiðslumeistari af vinum og vandamönnum. Uppáhaldsréttur Söru er humarpasta sem hún notar til hátíðarbrigða enda humarinn guðdómlegur á bragðið. „Ég er mjög mikið fyrir eldamennsku og held matarboð heima reglulega. Yfirleitt reyni ég að búa til mína eigin rétti eftir mínu höfði en ég fæ líka oft hugmyndir úr uppskriftabókum,“ segir Sara. Í humarpastaréttinn notar Sara fjögur hundruð grömm af humarhölum, pakka af tagliatelle-pasta, lítinn rjómaost, hálfan piparost, þrjú hvítlauksrif, einn pela af rjóma, einn lauk, sveppi eftir smekk og einn desilítra af hvítvíni. Aðferðin er þannig að humarinn er þrifinn og skelin og garnirnar teknar úr. Laukurinn er skorinn í litla bita og sveppirnir í þunnar sneiðar. Síðan er smjörlíkisklípa brædd á pönnu með tveimur hvítlauksrifjum og humarinn snöggsteiktur. Þegar humarinn er tilbúinn er hann settur í skál og svo laukurinn og sveppirnir og auka- rifið snöggsteikt á pönnunni. Þegar það er orðið mjúkt er rjómanum skellt á pönnuna, ásamt rjóma- ostinum og piparostinum í bitum. Öllu er hrært saman og látið bráðna og síðan má skella humarnum í sósuna. Ef sósan er þunn er fínt að setja smá maizena-mjöl í hana og hræra vel. Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum og þetta svo allt borið fram með hvítlauksbrauði og hvítvíni. mikael@frettabladid.is Tilvalið til hátíðarbrigða Sara hefur gaman af því að elda og heldur oft matarboð. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA MYNDIR Í MIÐBÆNUM Samtökin Ný-ung og Ung- blind vekja athygli á málstað sínum á morgun, meðal annars með ljósmynda- sýningu í Hinu húsinu. HELGIN 3 LAMBALÆRIÐ BEZT Stefán Halldórsson, sem á heiðurinn að kryddinu Bezt á lambið, veit upp á hár hvernig á að matreiða ekta íslenskt lambalæri. MATUR 2 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 6.290 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Tom Yum súpa með grilluðum tígrisrækjum · · Kryddlegin dádýralund með seljurótarsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.680 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.