Fréttablaðið - 25.04.2008, Page 32

Fréttablaðið - 25.04.2008, Page 32
V ið komum heim með töskurnar fullar af verð- launagripum eftir þátttöku í einu virtara húðflúrmóti Norðurlanda,“ segir húðflúrar- inn Jón Páll Halldórsson, annar eiganda Íslensku húðflúrstofunn- ar, en hann rekur stofuna ásamt Fjölni tattú og Búra. Þeir félag- arnir gerðu sér lítið fyrir og skutu kollegum sínum ref fyrir rass og unnu til flestra verðlauna á hátíð- inni. „Þarna voru fulltrúar frá 45 húðflúrstofum. Hver og ein stofa var með bás á sýningunni auk þess sem húðflúrarar gátu sent inn til- lögu í keppnina án þess að vera með bás,“ segir Jón Páll en mótið er haldið árlega í Gautaborg og var vel sótt. Bás Íslensku húðflúr- stofunnar vakti mikla athygli og var valinn best hannaði bás sýn- ingarinnar en þeir hönnuðu sjálf- ir básinn. „Keppt var í níu flokk- um á sýningunni en við lentum í fyrsta sæti í þremur og höfnuð- um í öðru sæti í tveimur þeirra,“ segir Jón Páll alsæll með árang- urinn sem kom þeim félögunum á óvart. „Norðurlöndin eiga frábært fagfólk sem stendur mjög fram- arlega í húðflúrlistinni og því er þetta mikil viðurkenning og hvatn- ing fyrir okkur að hljóta þessa við- urkenningu á móti sem þessu,“ bætir Jón Páll við að lokum. bergthora@365.is Íslenska húðflúrstofan slær í gegn Fremstir á Norðurlöndunum Bás Íslensku húðflúrstofunnar var valinn besti hannaði bás- inn á sýningunni. Þetta ævintýralega húðflúr eftir Búra vann í flokknum besti nýi stílinn. Starfsmenn Íslensku húðflúrstofunnar: Jón Páll, Búri og Fjöln- ir tattú. Nú fer að renna upp tími sumarfría og þá er ekkert betra en að lesa skemmti- legar bækur. Bjöguð enska Lúdmílu eftir DBC Pierre er ansi skemmtileg af- lestrar. Hún fjallar um Blair og Bunny sem eru fyrstu síamstvíburar heims- ins sem tekist hefur að aðskilja á full- orðinsárum, 33 ára að aldri. Á sama degi í hinu stríðshrjáða Kákasus verð- ur hin fagra og kjaftfora Lúdmíla Derev fyrir því óláni að drepa afa sinn. Þegar desmbermánuður rennur upp eiga þau öll þrjú ýmislegt merkilegt sameigin- legt. Þú mátt ekki missa af þessari! Bjöguð enska Lúdmílu 4 • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.