Fréttablaðið - 25.04.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 25.04.2008, Síða 36
E llý Ármanns og maður henn- ar, Freyr Einarsson, festu kaup á húsinu að Hörgshlíð 10 fyrir tveimur árum. Í upp- hafi var húsið reyndar tvær íbúðir en þau sameinuðu þær með því að brjóta á milli hæða og setja stiga. Þótt það hljómi frekar einfalt þá var allt annað en auðvelt að fram- kvæma breytingarnar en þau segja að húsið hafi lifnað við í kjölfarið. Húsið er rúmlega 250 fermetrar og teiknað af Guðmundi Kr. Kristins- syni arkitekt og þykir húsið vera eitt af betri húsum þess tíma. Húsið var byggt árið 1961 fyrir Árna Björnsson tónskáld sem bjó þar lengst af ásamt fjölskyldu sinni. Í kringum húsið er risastór garður með 40 fermetra verönd og heitum potti og segir hún að fjölskyldan búi í pottinum. „Við erum alltaf í pottin- um,“ segir hún og hlær. Áður en þau fluttu inn breyttu þau heil miklu, brutu niður veggi, færðu eldhús, skiptu um gólfefni og settu hita í gólfið, stækkuðu glugga svo eitt- hvað sé nefnt. Húsið er hrátt og nú- tímalegt en hugsað hefur verið um hvert smáatriði. Það er kannski ekk- ert skrýtið því Freyr er með mennt- un í arkitektúr en starfar við fjöl- miðla auk þess að vera í MBA-námi. Þau segjast hafa fallið fyrir hús- inu vegna staðsetningarinnar enda séu fá einbýlishús á þessum fal- lega stað í jaðri Öskjuhlíðar. „Þetta voru heilmiklar framkvæmdir en í okkar huga var þetta bara gaman. Vinkonur mínar spurðu mig stund- um á meðan á þessu stóð hvort ég væri ekki að verða vitlaus á öllu rykinu en ég tók þessu með jafnað- argeði,“ segir Ellý. Nú hafa þau sett húsið á sölu og vilja fá 120 milljón- ir fyrir það. „Ég sel húsið ekki fyrir minna,“ segir hún og hlær enda ekki amalegt að búa í námunda við Björn Bjarnason og Lárus Welding. Spurð að því af hverju hún vilji selja eftir alla vinnuna sem þau hafa lagt í húsið segir hún að þau þurfi alltaf að vera með einhver verkefni í gangi. „Það er svo gaman að vera í framkvæmdum. Ætli okkur vanti ekki bara ný verkefni,“ segir hún og hlær. martamaria@365.is Ellý Ármanns býr í rúmlega 250 fermetra húsi í Hörgshlíð. Síðustu tvö árin hefur hún eytt öllum sínum frítíma í að gera það upp. Útkoman er fersk og skemmtileg þar sem hrái stíllinn fær að njóta sín. Marta María Jónasdóttir heimsótti Ellý á fallegum degi og fékk að kíkja í hvert skúmaskot áður en húsið verður selt en Ellý vill fá 120 milljónir fyrir það. Paradís í hjarta borgarinnar Ellý Ármannsdóttir segist alls ekki selja húsið nema fá uppsett verð sem er 120 milljónir. MYNDIR/VALLI Eldhúsið var flutt úr næsta herbergi og komið fyrir inni í borðstofunni. Hérna á fjölskyldan sínar bestu stundir. Áhugasamir geta haft samband við Hannes Stein- dórsson stjörnu-fasteignasala en hann er með húsið á sölu hjá Remax. Hurðin í ganginum er upprunaleg en þau gættu þess vel að halda í það gamla á móti nýtískuhönnuninni. Takið eftir speglinum á ganginum, hann er hringlaga og kemur sérstaklega vel út. Gluggarnir eru stórir sem gerir húsið sérlega bjart. Ljósin í loftinu eru frá Prodomo en Freyr féll alveg fyrir þeim því honum fannst þau vera svo mikið í stíl við húsið. Hér opnuðu þau á milli hæða. Fyrir voru tveir gl aði stigann upp en ljósin frá Tom Dixon setja sv Horft úr stofunni upp á efri hæðina. MÁL OG MENNING 8 • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.