Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 25.04.2008, Qupperneq 62
30 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Sýning Gunnar Kr. Jónasson myndlistar- maður stendur fyrir sýningunni Blýsólir í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5, en þar sýnir hann blýteikningar á pappír. Sýningin stendur til mánaða- mótanna næstu og því fer hver að verða síðastur að berja hana augum. Listhús Ófeigs er opið alla daga vikunnar nema sunnudaga. Tríóið Prisma heldur áhugaverða tónleika í Hvera- gerðiskirkju næstkomandi sunnudag kl. 15. Tríóið skipa þau Herdís Anna Jónsdóttir sem leikur á víólu, Steef van Oosterhout sem leikur á slagverk og Sólveig Anna Jónsdóttir sem leikur á píanó. Herdís og Steef eru tónlistarunnendum væntanlega að góðu kunn þar sem þau leika jafnframt með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og koma einnig fram undir nafninu Dúó Stemma. Sólveig er píanókennari og meðleikari að aðalstarfi. Öll hafa þau leikið með ýmsum kammerhópum. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk og erlend verk, sem öll eru ágætlega þekkt. Flutt verða þjóð- lög úr bók Bjarna Þorsteinssonar og leikin á óvenju- leg slagverkshljóðfæri, meðal annars á steinaspil frá Páli Guðmundssyni frá Húsafelli. Íslensk tónskáld eru einnig fyrirferðamikil á efnisskránni; þar koma við sögu þeir Snorri Sigfús Birgisson, Hallgrímur Helgason og Atli Heimir Sveinsson. Verkin sem flutt verða eru sannkallaðar litlar perlur úr listasmiðju þeirra. Hlé skiptir tónleikunum í tvennt, en á seinni hluta þeirra verður meðal annars leikinn Sverð- dansinn eftir Katsjaturian og Tríóþættir Schostakov- itch, sem hljóma einsktaklega vel fyrir hljóðfæra- skipanina víólu, marimbu og píanó. Tónleikarnir eru haldnir af Tónlistarfélagi Hvera- gerðis og Ölfuss í samstarfi við FÍT og FÍH með styrk úr Tónlistarsjóði. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir félagsmenn í tónlistarfélaginu, börn og eldri borgara, en 1.500 kr. fyrir aðra. - vþ Slagverk, píanó og víóla TRÍÓ PRISMA Koma fram í Hveragerðiskirkju á sunnudag. Ljósmyndasýningin Litli verður opnuð í aðalúti- búi Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15, í dag kl. 17. Á sýningunni, sem Borgarbókasafnið stendur að ásamt Sendiráði Frakk- lands, má sjá ljósmyndir eftir frönsku listakonuna Séverine Thévenet af brúð- unni Litla, en þau ferðuðust saman um íslenska náttúru sumarið 2003. Út frá ljósmyndunum varð til barnabókin Litli Soliquiétude, sem á íslensku myndi útleggjast sem Einfriðsemd Litla. Séverine á heiðurinn af myndunum í bókinni, en textann samdi Catherine Leblanc. „Þetta verkefni hófst í raun með því að ég kom til Íslands árið 2001 til að taka myndir tengd- ar norrænni goðafræði, sem ég hef mikinn áhuga á. Ég var hér í mánuð og heillaðist algerlega af náttúrunni. Ferðalagið var mikil upplifun fyrir mig, hálfgerð end- urfæðing og þegar ég sneri aftur til Frakklands fann ég að ég varð að komast aftur til Íslands; nátt- úran hér á Íslandi er alveg einstök og mér fannst ég tengjast henni sterkum böndum. Mig langaði að auki mikið til að segja frá upplif- un minni með ljósmyndum. Árið 2003 fékk ég svo tækifæri til þess þar sem ég fékk vinnu sem kokk- ur fyrir ferðahópa á hálendi Íslands. Rétt áður en ég kom til Íslands fann ég brúðuna Litla og hafði hann með mér í ferðalagið. Svo myndaði ég hann í náttúrunni hvenær sem tækifæri gafst, og má því segja að hann sé hálfgerð- ur staðgengill minn á myndun- um,“ útskýrir Séverine. Bókin um ferðalag Litla sam- tvinnar megináhugasvið Séverine þar sem hún hefur mikið unnið við ljósmyndun og með brúður í gegn- um tíðina. „Ég vann í mörg ár í brúðuleikhúsi í Frakklandi. Ég er heilluð af barnæskunni og mætti segja að heimur listsköpunar minnar vegi salt á milli þess barns- lega og þess ævintýralega. Það var því hálfpartinn rökrétt framvinda að ég skapaði myndefni í barna- bók,“ segir Séverine. „Í fyrstu ætl- aði ég að hafa bókina með miklum texta og markvissum söguþræði. Mér þótti það þó ekki eiga við myndirnar og prófaði því líka að setja bókina upp sem myndabók með engum texta. Það fór þó svo að útgefandinn minn lagði til að Catherine semdi textann og mér fannst orð hennar ganga vel upp með myndunum. Saman skapa myndirnar og textinn ramma sem leyfir lesendum bókarinnar að nota ímyndunaraflið og skapa sína eigin sögu um Litla.“ Séverine verður með dagskrá fyrir börn í Borgarbókasafninu á sunnudaginn kl. 15 þar sem þau fá tækifæri til að tjá sögu Litla í orðum út frá ljósmyndunum. Hún mun einnig heimsækja nokkra skóla sem og Alliance française. Hún segist spennt fyrir því að upplifa viðbrögð íslenskra barna við ævintýrum Litla. „Við höfum fengið viðbrögð út á bókina frá frönskum börnum og það verður áhugavert að sjá hvernig íslensk börn taka myndunum. Það er mér afar dýrmætt að heyra að börn kunni að meta bókina; til að mynda frétti ég af litlum dreng sem sefur með hana undir koddanum sínum og er því ekki lengur myrkfælinn. En sérlega gaman er að heyra að bókin leyfir hverju barni að gefa sköpunargáfunni lausan tauminn og að túlka ævintýri Litla á sinn hátt.“ vigdis@frettabladid.is Ferðalag brúðunnar Litla um íslenska náttúru LITLI Á ÍSLANDI Ein af ljósmyndum Séverine af Litla á ferðalagi sínu. SÉVERINE THÉVENET OG YUMI DÓTTIR HENNAR Í bakgrunni má sjá glitta í ljósmynda- sýninguna Litli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Rithöfundurinn Einar Már Guð- mundsson flytur erindi sem hann kallar „Sumarhúsasyndrómið: Bjartur í Sumarhúsum og gremj- an í samfélaginu“ á Gljúfrasteini á sunnudag kl. 16. Eins og titill erindisins ber með sér er það bókin Sjálfstætt fólk sem er verk mánaðarins á Gljúfra- steini að þessu sinni. Uppákoman verður ekki í fyrsta skipti sem Einar Már fjallar um bókina opin- berlega þar sem Bjartur í Sumar- húsum kemur mikið við sögu í grein hans sem nefnist „Hin frjálsa frásögn“ og birtist í Skírni vorið 2007. Það verður því fróð- legt að heyra hvað Einar Már hefur að segja um bókina sem kom út á árunum 1934-35 og er líklega sú bók Halldórs Laxness sem borið hefur hróður hans víð- ast. Sagan gerist í upphafi 20. aldar og segir frá einyrkjanum Guð- bjarti Jónssyni sem lætur gamlan draum rætast með því að kaupa lítið kot sem hann nefnir Sumar- hús. Bjartur er loksins orðinn sjálfstæður maður eftir sautján ára vinnumennsku, sjálfs sín herra sem þarf ekki að sækja neitt til ókunnugra. Hann berst við að halda svokölluðu sjálfstæði sínu allt til enda en færir fyrir sjálf- stæðið óbætanlegar fórnir. Segja má að söguþráður bókarinnar kristallist í eftirfarandi tilvitnun: „Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu.“ Aðgangur að spjallinu á Gljúfra- steini er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. - vþ Einar Már um Sum- arhúsasyndrómið EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Fjallar um Guðbjart Jónsson og lundarfar hans á Gljúfrasteini á sunnudag. Alþjóðleg ráðstefna sem ber yfir- skriftina „Hafnarborgir: Endur- bygging hafnarsvæða og mið- borga“ hefst í Norræna húsinu í kvöld kl. 18. Ráðstefnan hefur það markmið að opna umræður og beina sjónum viðstaddra að borgarhönnun og hlutverki lista í opinberu rými hafnarborga. Frummælendur í kvöld eru þeir Christopher Marcinkoski, arki- tekt frá New York, og myndlistar- maðurinn Ólafur Elíasson. Hafnarborgir hafa í gegnum tíðina mótast af iðnvæðingu og alþjóðaviðskiptum. Síðustu ár hafa hafnir og starfsemi í kring- um þær flust í auknum mæli í úthverfi, en um leið hafa eldri hafnarsvæði fengið nýtt hlut- verk. Við þessar breytingar opn- ast fyrsta flokks svæði við sjó- inn, sem yfirleitt eru tengd miðborgum og nýtast vel fyrir viðskipti, íbúðir eða afþreyingu. Þannig eru stór hverfi endurlífg- uð og um leið eru samskipti ein- staklinga og samfélags við og innan borgarumhverfisins í stöðugri endurskoðun. Reykjavík er aðeins ein fjölmargra borga um heim allan sem er stöðugum breytingum háð þar sem alþjóða- viðskipti, ferðaþjónusta og sam- tímamenning hafa mótandi áhrif á þróun borga. Ráðstefnunni í Norræna húsinu er ætlað að auka framlag Íslands til alþjóðlegrar umræðu um framtíð hafnar- borga. Með því að leiða saman fagað- ila, listamenn, almenning og fjöl- miðla er velt upp ólíkum sjónar- hornum á hlutverk lista, listamanna og hönnuða í alþjóð- legu borgarumhverfi. Ráðstefnan fer fram á ensku og er síðari hluti hennar laugar- daginn 10. maí næstkomandi. Ráðstefnan er haldin á vegum Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar í samvinnu við mynd- listardeild og hönnunar- og arki- tektúrdeild Listaháskóla Íslands og Norræna húsið. - vþ Eftirsóknarverð borgarsvæði ÓLAFUR ELÍASSON Tekur þátt í ráðstefnu um hafnarsvæði í Norræna húsinu í kvöld. Þeir Guido Bäumer saxófónleikari og Aladár Rácz píanóleikari koma fram á tónleikum í 15.15 tónleika- syrpunni í Norræna húsinu á sunnudag kl. 15.15. Á efnisskrá er mið-evrópsk saxófóntónlist sem endurspeglar vel tíðarandann í Evrópu um miðja síðustu öld. Tónleikarnir hefjast á Suite op. 102 eftir ungverska tón- skáldið Hans Gal. Verkið er sér- stök blanda af elegans og hress- leika, oft dálítið viðkvæmnislegt og með þokkafullri fortíðarþrá þar sem mjúkur saxófóntónninn fær að njóta sín. Þá verður leikin Hot-Sonate frá 1930 eftir tékkneska tónskáldið og djasspíanistann Erwin Schulhoff. Hot-Sonate er samin undir áhrifum af djassi og er með skemmtilegum og óvanalegum hryn og miklum og þykkum hljóm- um í píanóröddinni. Guido og Ala- dár flytja einnig sónötu eftir Paul Hindemith frá árinu 1943. Sónatan er í fjórum þáttum sem eru eins og litlar stemningsmyndir. Tónleikun- um lýkur svo á hröðu og frísklegu verki; Sonata in Jazz frá 1959 eftir þýska tónskáldið, píanóleikarann og hljómsveitarstjórann Werner Heider. Sónatan er eins og verk Schuloffs skrifuð undir áhrifum af djassi og er tæknilega krefjandi fyrir báða hljóðfæraleikarana. Flytjendur eru báðir sannir Mið- Evrópumenn þótt þeir hafi búið og starfað undanfarin ár á Íslandi, Guido Bäumer er frá Norður-Þýska- landi og Aladár Rácz frá Rúmeníu. - vþ Mið-evrópsk tónlist á 15.15 ALADÁR RÁCZ OG GUIDO BÄUMER Leika í Norræna húsinu á sunnudag. > Ekki missa af... Sérstakri aukasýningu á leikritinu 39½ vika eftir Hrefnu Friðriksdóttur í flutningi áhuga- mannaleikhópsins Hugleiks. Leikritið er farsakenndur gamanleikur sem snýst að miklu leyti um barneignir og sauðfjárrækt. Sýningin fer fram í kvöld í Möguleikhúsinu við Hlemm og hefst kl. 20.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.