Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2008, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 25.04.2008, Qupperneq 68
36 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR > MEÐ NÝJA DÖMU Ástarævintýri Gerards Butler og Cameron Diaz virðist þegar vera lokið, en til Butlers hefur upp á síð- kastið sést með dömu að nafni Cheryl Burke upp á arminn, en hún gerði garðinn síðast frægan í þáttunum Danc- ing with the Stars. „Rokkið er ekki dautt þótt X-ið mælist lítið í könnunum,“ segir Franz Gunnarsson gítarleikari. Því til sönnunar bendir hann á að uppselt hafi verið á heiðurstón- leika fyrir hljómsveitina Alice in Chains á Organ 15. apríl. Það var troðfullt og 150 manns urðu frá að hverfa. Leikurinn verður því endurtekinn á sama stað í kvöld á slaginu kl. 23. Eins og áður munu tónleikarnir skiptast í tvo hluta. Í fyrri hlutanum verða lög Alice in Chains spiluð órafmögnuð en í þeim síðari verður allt keyrt í botn. Söngvarar á tónleikunum verða Jenni úr Brain Police og Kristófer Jensson úr Lights on the Highway. „Ég hef stofnað fyrirtækið IMF og stefnan er sett á að halda fleiri svona heiðurstónleika í sumar,“ segir Franz. „Fleiri sveitir frá gruggtímabilinu verða hylltar en svo er stefnan að færa sig aftur í tímann. Það er klárlega markaður fyrir svona, því eins og ég segi þá er rokkið síður en svo dautt!“ Rokkið er ekkert dautt SYNGJA ALICE IN CHAINS LÖG Í KVÖLD Aukatónleikar til heiðurs Alice in Chains verða haldnir á Organ. Skoski leikarinn Ewan McGregor lét nýlega fjarlægja fæðingar- blett undan hægra auga sínu eftir að sérfræðingur greindi vöxt krabbameinsfrumna í honum. „Ég fór til sérfræðings sem sagði að það væri betra að fjarlægja hann, og hann hafði greinilega rétt fyrir sér,“ segir Star Wars-stjarnan. McGregor sagði aðgerðina hafa verið lítið vandamál en spurður hvort hann hafi óttast hana svaraði leikarinn: „Það var stórskemmtilegt að vera með húðkrabba, það var frábært, ég naut þess mjög.“ Það má reikna með því að þar hafi kaldhæðni leikarans fengið að njóta sín. Ewan með húðkrabba LÍTIÐ MÁL McGregor segir það hafa verið lítið mál að láta fjarlægja fæðingarblett- inn, sem var undir hægra auga hans. Grínarinn Sveppi undirbýr nú hlutverk sitt í nýjum söngleik. Hann sýnir á sér nýja hlið sem diskóbolti. „Ástin er diskó, lífið er pönk“, söngleikur Hallgríms Helgason- ar og Þorvaldar Bjarna Þorvalds- sonar, verður frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu 1. maí. Í söngleiknum takast á pönkarar og diskófrík, en í kringum 1980 voru þessir hópar allsráðandi í menningarlífi ungs fólks. Meðal fjölmargra leikara eru Sveppi og Sigurður Hrannar Hjaltason, sem leika hvor sinn fulltrúa hópsins. „Jú, ég get ekki sagt að ég sé karlmannlegur í þessu hlutverki. Ég lít dálítið út eins og Jónas R.,“ segir Sveppi. Hann leikur Danna diskó, sem er mikið í Hollywood og kennir diskó- dans. Sveppi þykir sýna gríðar lega danshæfi- leika í sýn- ingunni, „Ég veit nú eigin- lega ekki af hverju þau vildu fá mig í þetta hlut- verk. Ég hef lítið dansað, eiginlega bara í Fame sem ég vona að sem flestir séu búnir að gleyma. Ég er lítill, feit- ur og með krullur og með netta minnimáttarkennd út af dansin- um. En ég er hægt og bítandi að vinna mig út úr þessu. Þetta snýst bara um að brosa og vera hress. Þá er hálfur sigurinn unninn.“ „Ég dansa ekkert, hristist bara svona spastískt. Við lærðum hreyfingarnar af tólf pönkurum sem hristust fyrir framan sviðið hjá Fræbbblunum,“ segir Sigurð- ur Hrannar Hjaltason, sem leikur pönkarann Ragga Rúnk. Raggi er gítarleikari í pönkhljómsveitinni Neyslu- boltarnir. Sigurður er fæddur árið 1982 og þurfti því að horfa á heimildarmyndirnar Rokk í Reykjavík og Pönkið og Fræbbblarnir til að ná stemning- unni. „Pönkararnir voru klárlega mun karlmannlegri en diskóliðið og ég held að enginn yrði til dæmis hræddur við að hitta Sveppa úti á götu. Hann er eigin- lega sjálflýsandi. Ef fólk hitti mig hins vegar í dimmu húsa- sundi í leðurjakkanum og með hanakambinn held ég að margir myndu hrökkva í kút,“ segir Sig- urður. Sveppi, sem er fæddur árið 1977, er viss um að hann hefði verið diskómegin í lífinu hefði hann upplif- að tímabilið. „Ég er allt of hress til að hafa getað orðið pönkari. Ég meina, ekki var Hemmi Gunn pönkari. Ég náði þessu tímabili aðeins í gegnum eldri bróður minn sem átti leður- jakka með barm- merkjum. Hana- kamburinn á honum var samt alltaf svakalega hallærislegur. Hann var bara með of miklar krullur.“ „Það er rosa stuð í þessari sýningu,“ segir Sigurður. „Þótt það verði allt vitlaust á sviðinu þegar þess- um hópum lýstur saman þá eru allir vinir baksviðs.“ „Það er líka allt opn- ara núna,“ bætir Sveppi við. „Í dag kippti maður sér ekkert upp við það þótt maður sæi arg- asta pönkara leiða diskófrík niður Laugaveginn. Það er allt leyfilegt í dag en ekki svart/hvítt eins og það var.“ gunnarh@frettabladid.is Sveppi glæsilegur í diskógalla Jessica Alba hyggst taka sér frí frá störfum eftir að barn hennar og Cash Warren kemur í heiminn í júní. „Ég ætla bara að slaka á og komast að því hvað þessi upplifun að vera móðir snýst öll um, og njóta þess,“ segir Jessica, sem á von á fyrsta barni sínu. Þegar að því kemur að hún snúi aftur til starfa kveðst leikkonan hins vegar hafa áhuga á að vinna með kærastanum, sem framleiðir kvikmyndir. „Ég hefði ekkert á móti því að gera eitthvað með Cash. Hann er ótrúlega gáfaður og mjög snjall. Ég held að það að hann sé hluti af einhverju verkefni þýði að það verði framsækið og vel heppnað,“ segir hún. Tekur sér frí frá störfum JESSICA ALBA Connor Cruise, þrettán ára ættleiddur sonur Tom Cruise og Nicole Kidman, kemur fram í litlu hlutverki í nýjustu kvikmynd Will Smith, Seven Pounds. Fjallar hún um mann sem hefur mikil áhrif á líf sjö ókunnugra manna. Þetta er í fyrsta sinn sem Connor kemur fram á hvíta tjaldinu. Leikur hann Smith sem ungan mann og talar hann ekkert í myndinni. Leikstjóri Seven Pounds er Gabriele Muccino sem gerði einnig The Pursuit of Happyness með Smith í aðalhlutverki. Sonur Cruise í nýrri mynd NÝR CRUISE Connor Cruise, ættleiddur sonur Tom Cruise og Nicole Kidman, hefur leikið í sinni fyrstu mynd. Vinátta Katie Holmes og Victoriu Beckham ku fara kólnandi, vegna nýrra vina kryddpíunnar. Katie og Victoria voru nánast óaðskilj- anlegar eftir flutninga Beckham- hjónanna til Los Angeles í fyrra, en eiginmenn þeirra, David Beckham og Tom Cruise voru álíka góðir vinir. Katie ku hins vegar vera pirruð yfir því að Victoria kjósi nú að verja mestum tíma sínum með nýjum vinkonum, þeim Evu Long- oria og Kate Beckinsale. „Þangað til fyrir skömmu voru Beckham-hjónin bestu vinir Katie og eiginmanns hennar, Toms Cruise. En nú er greinilegt missætti þeirra á milli, og Victoria hefur gert það ljóst að Eva og Kate eru nýjir bandamenn hennar í Los Angeles,“ segir heim- ildarmaður breska blaðsins The Star. „Spennan hefur farið vaxandi síðan að það fór að fara í taugarnar á Katie að allir segðu að vegna þess að hún skipti um hárgreiðslu, léttist og fór að klæða sig betur væri hún að breytast í Posh. Svo hún dró sig aðeins í hlé, og vinátta stelpnanna er nú mun minni,“ segir hann. Talsmaður Victoriu Beckham þvertekur fyrir að slík vandamál séu til staðar, og bendir á að Tom, Katie, David og Victoria hafi öll farið saman út að borða í síðustu viku til að fagna afmæli Victoriu. Með í för voru einnig Eva Long- oria, Kate Beckinsale, Gwen Stefani og Gavin Rossdale, og Will Smith og Jada Pinkett- Smith. Slettist upp á vinskapinn folk@frettabladid.is OF HRESS TIL AÐ VERA PÖNKARI Sveppi leikur diskó- fríkið Danna. FÁIR VILDU HITTA MIG Í DIMMU HÚSASUNDI Sigurður Hrannar leikur pönkarann Ragga Rúnk. NÝJAR VINKONUR Victoria Beckham hefur fundið sér nýjar vinkonur í þeim Evu Longoria og Kate Beckinsale. PIRRUÐ ÚT Í POSH Katie Holmes ku vera ósátt við að vera líkt við Vict- oriu Beckham. Eurobandið stígur á svið í London í kvöld, þar sem blásið verður til upphit- unarpartís fyrir Eurovision. Með í för verður Páll Óskar, sem ætlar einnig að skemmta gestum Scala-klúbbsins. Eurobandið mun að sjálfsögðu flytja Eurovision-lag ársins, This Is My Life, en stefnir einnig á að koma gestum á óvart með vel völdum Eurovision- slögurum, enda þaulæfð í þeim eftir spilamennsku síðustu ára. Páll Óskar hyggst hins vegar bæði bjóða upp á Allt fyrir ástina á ensku, en þar að auki dusta rykið af laginu Minn hinsti dans, sem hann flutti í keppninni árið 1997. Auk Páls Óskars hafa tvær Eurovision- kempur til viðbótar staðfest komu sína. Það er annars vegar hópurinn Bucks Fizz, sem vann Eurovision fyrir Bretland árið 1981, og hins vegar Nanne Grönvall, fulltrúi Svíþjóðar árið 1996. Eurobandið mun hins vegar fá tækifæri til að kynnast nokkrum keppinautum sínum í ár, því fulltrúar Úkraínu, Póllands, Möltu, Rúmeníu, Bosníu og Hersegóvínu, Noregs, Armeníu og Hvíta-Rússlands verða allir á svæðinu. Gestir eru hvattir til að mæta upp- dressaðir með flögg því stefnt er á að halda besta Eurovision-partí fyrr og síðar í Englandi. Eurobandið syngur í London í kvöld KYNNAST KEPPINAUTUM Þeim Regínu Ósk og Friðriki Ómari gefst kostur á að kynnast nokkr- um af keppinautum sínum í London í kvöld. 28 DAGAR TIL STEFNU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.