Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 1

Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 40,09% 33,18% 63,07% Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið Við stöndum upp úr Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 57,32% meiri lestur en 24 stundir og 90,08% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. allt landið 18–49 ára. skv. könnun Capacent 1. nóv. 2007–31.jan. 2008 Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 29. apríl 2008 — 116. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Í annasömum hversdeginum situr heilsan oft á hakanum. Sif Sigfúsdóttir ki f Ræktin skráð í dagbókina Sif er markaðsstjóri viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og stundakennari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slitsterk og endingargóð gúmmíbelti undirflestar gerðir mini og midi beltavélar Á súperverði! STÆRÐIN MIKILVÆGBrjóstahaldari af réttri stærð sem veitir nægileg-an stuðning getur komið í veg fyrir bakverki hjá konum með stór brjóst. HEILSA 3 SJÁANLEGUR ÁRANGURCombat Conditioning er líkamsræktarnámskeið sem er kennt hjá Mjölni og er hugsað fyrir þá sem vilja ná hámarksárangri í líkamsþjálfun. HEILSA 2 UMM er glænýr heilsubiti úr spennandi hráefni LANDSPÍTALI „Eftir að búið var að fara vel í gegnum málið var ákveðið að ávíta þá, sem vitað var að höfðu farið inn í sjúkraskrána, harðlega í bréfi,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, um málalyktir innanhúsrannsóknar sem gerð var á spítalanum. Rann- sóknin var gerð eftir eftir að upp- víst varð að tugur starfsmanna hafði skoðað sjúkraskrá þekkts manns sem þar hafði leitað lækn- inga. Björn segir tvo starfsmannanna hafa getað sýnt fram á að þeir hafi haft gildar ástæður fyrir að skoða gögn um manninn. Ljóst sé að átta starfsmenn hafi þó gert þetta af hnýsni einni saman. Þær aðgerðir sem komi til greina af hendi for- svarsmanna spítalans í málum sem þessum séu ávítur, áminning, brott- rekstur og kæra til lögreglunnar. Eftir gaumgæfilega athugun hafi þó verið ákveðið að grípa til ávíta. „Það er mjög flókið lagalega að áminna starfsfólk og hefur til- hneiging dómstóla verið sú að minnstu vafaatriði eru túlkuð starfs mönnum í vil,“ segir Björn en hann segir að eftir þetta ferli sé spítalinn mun betur í stakk búinn að grípa til frekari aðgerða en ávíta enda mál sem þessi mjög alvarleg. „Það sem við lærum af þessu er að eftirlitskerfi okkar virkar, auk þess sem nú höfum við betri grunn til að byggja mál á ef svona mál kemur upp aftur,“ segir Björn. - kdk Rannsókn á máli starfsmanna sem stálust í sjúkraskrá þekkts manns lokið: Átta starfsmenn Landspítala ávítaðir SIF SIGFÚSDÓTTIR Öll fjölskyldan tekur þátt í átakinu heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS KÓPAVOGSDAGAR Lifandi og framsækin menningarveisla Sérblað um Kópavogsdaga FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON Leitaði á náðir vörubílstjóra Fékk liðsstyrk við tökur á Brimi FÓLK 30 Mál að linni „ Það er engum greiði gerður með áframhaldandi óstjórn áttmenninganna í borgarstjórn,“ skrifa fulltrúar í mannréttindaráði Reykjavíkur. UMRÆÐAN 16 Frekar skemmtikraftar en listamenn Bloggárásir á sumarsmellinn Bahama særa Ingó og Veðurguðina ekki neitt. FÓLK 30 Farsæll í hálfa öld Geirmundur Valtýsson hefur mundað nikkuna frá fjórtán ára aldri. TÍMAMÓT 18 6 1 3 3 10 STÍF NORÐAN ÁTT Í dag verður allhvöss norðanátt allra austast, annars strekkingur. Rigning eða slydda norðan og austan til en bjart með köflum syðra. Hiti 1-12 stig, mildast sunnan til að deginum. VEÐUR 4 Hættulegri en Henry Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið marksæk- inn á Old Trafford í gegnum tíðina. Bar- celona heimsækir Man. Utd í Meistara- deildinni í kvöld. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG FÓTBOLTI Fréttablaðið byrjar í dag að telja niður þar til Landsbanka- deild karla í fótbolta hefst að nýju 10. maí næstkomandi. Úrvals- deildin er nú í fyrsta sinn skipuð tólf liðum. Fréttablaðið hefur sett saman spá sína fyrir mótið og mun fjalla um eitt lið á hverjum degi fram að mótinu. Fyrsta liðið og það lið sem íþróttablaðamenn Fréttablaðsins spá 12. og síðasta sætinu í sumar er lið Grindavíkur sem vann 1. deildina í fyrra. - óój / sjá síðu 26 Landsbankadeild karla 2008: Grindavík spáð neðsta sætinu ERFITT SUMAR Fréttablaðið spáir því að Grindvíkingar verði í vandræðum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GUANTANAMO, AP Fyrrverandi bílstjóri Osama bin Laden ætlar að sniðganga stríðsglæparéttar- höld á hendur sér. Hann lýsti því yfir í gær að hann bæri enga von í brjósti um að réttlætið næði fram að ganga eftir rúmlega sex ár í einangrun. Salim Ahmed Hamdan frá Jemen er ákærður fyrir að hafa dreift vopnum til al-Kaída samtakanna og hlotið þjálfun í búðum hryðjuverkamanna. Rétta á yfir honum í fyrstu stríðsglæpa- réttarhöldum Bandaríkjanna síðan í seinni heimsstyrjöld. Hamdan á von á lífstíðarvist í fangelsi verði hann fundinn sekur um samsæri og stuðning við hryðjuverk. - kg Bílstjóri Osama bin Laden: Sniðgengur réttarhöldin EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde forsætisráð- herra segir það vonbrigði að verðbólgan mælist jafn mikil og raun ber vitni en samkvæmt Hagstofu Íslands mælist hún nú 11,8 prósent á ársgrundvelli. Geir gerir sér vonir um að hún taki fljótt að hjaðna. „Ég er vongóður um það,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. Verðbólgan hækkaði um 3,2 prósent milli mánaða og hefur hún ekki mælst meiri frá því í september 1990. Geir telur ekki að ríkisstjórnin hefði getað aðhafst til að sporna við ástandinu. „Við verðum að greina af hvaða orsökum þessar verðhækkanir stafa. Hluti af þeim er vegna erlendra verðhækkana sem við höfum ekkert vald á og verulegur hluti þess sem eftir stendur er vegna lækkunar á gengi krónunnar. Nú hefur krónan styrkst allnokkuð frá því sem hún var lægst og það ætti að skila sér til baka af sömu ástæðu,“ segir Geir. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðla- banka Íslands, segir harða lendingu íslensks efnahagslífs, eftir mikla uppgangstíma, vera staðreynd. „Spáin sem við sendum frá okkur 10. apríl myndu flestir segja að fæli í sér harða lendingu í efnahagslegu tilliti. Ísland er nú líklega eina landið í heiminum þar sem ekki er talið að efnahagssamdráttur í tvo ársfjórðunga, eins og við finnum fyrir núna, feli í sér harða lendingu,“ segir Arnór. Hann segir menn líta svo á að litlar líkur séu á því að gengi krónunnar gangi til baka í fyrra horf í bráð. „Verðbólgan mælist meiri en við gerðum ráð fyrir í okkar spám. Þegar gengið er að sveiflast í venjulegu ástandi er það oft lengi að skila sér út í verðlagið, og gerir oft ekki. Núna er gengisbreytingin mjög mikil og menn virðast líta svo á að það séu litlar horfur á að þetta gangi til baka í bráð.“ Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands, segir nær útilokað að for- sendur kjarasamninga haldi við upphaf næsta árs þegar þeir verða endurskoðaðir. Fundur hefur ekki verið boðaður í forsendunefnd kjarasamninga og þá var samráðsfundi stjórnvalda, fulltrúa vinnumarkaðarins, Alþýðusambands Íslands, fulltrúa sveitar- félaga og stéttarfélaga opinberra starfs- manna, sem fara átti fram í dag, frestað um viku. - bþs / - mh sjá síðu 4 og 14 Mesta verðbólga í átján ár Tólf mánaða verðbólga mælist nú 11,8 prósent. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir mælinguna von- brigði. Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir harða lendingu íslensks efnahagslífs vera staðreynd. FORSÆTISRÁÐHERRAR Í RÁÐHERRABÚSTAÐ Afar vel fór á með Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, og Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar þeir ræddu saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Þeir ræddu meðal annars um efnahagsmál og hækkandi verð á matvöru og eldsneyti auk þess að bera saman bækur sínar um flug Rússa inn í lofthelgi landanna tveggja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.