Fréttablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 6
6 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR
KJARAMÁL Samninganefnd grunn-
skólakennara og samninganefnd
sveitarfélaga hafa undirritað
nýjan kjarasamning, mánuði áður
en gamli samningurinn rennur út.
Í nýja samningnum, sem er til eins
árs, eru kjör kennara gerð sam-
keppnisfær við kjör samanburðar-
hópa í þremur áföngum.
1. júní hækka laun kennara um
25 þúsund krónur á mánuði. Með
því er að hluta til verið að færa
launataxta að greiddum launum
þar sem yfirborganir hafa átt sér
stað. 1. ágúst bætast níu þúsund
krónur inn í launatöflu auk þess
sem uppbyggingu hennar er breytt
til hagsbóta fyrir yngri kennara.
Lokaáfanganum er síðan náð 1.
október þegar öll starfsheiti
hækka um einn launaflokk, eða 2,6
prósent að jafnaði.
Þessar þrjár launahækkanir eru
fyrir þá sem ekki hafa notið yfir-
borgana. Þær nema samtals 15 til
23 prósentum á grunnlaun eftir
aldurshópum. Um næstu áramót
hækka launin svo yfir línuna um
2,5 prósent.
Ólafur Loftsson, formaður
Félags grunnskólakennara, telur
árangurinn viðunandi. „Þessi
samningur er til eins árs og það er
ásættanlegt,“ segir hann. „Kenn-
arar geta átt von á að launin þeirra,
eftir aldri og störfum, hækki um
allt að 23 prósent á þessu ári.
Flestar launahækkanirnar koma
inn á fyrstu sjö mánuðunum. Það
getur þýtt frá tæpum fimmtíu
þúsundum í tæp sextíu þúsund á
mánuði.“
Á þessu ári má vænta þess að
launakostnaður sveitarfélaga
vegna þessa samnings hækki um
1,2 milljarða króna. Karl Björns-
son, formaður samninganefnda
sveitarfélaga, segir að sveitar-
félögin þurfi náttúrulega að end-
urskoða forgangsröðun verkefna.
„Við vitum hvernig ástandið er í
efnahagslífinu. Væntanlega eru
tekjur rýrnandi og þetta kostar
nýja forgangsröðun og endurmat
á stöðunni hjá mörgum,“ segir
hann.
Kjarasamningurinn var undir-
ritaður í húsnæði Ríkissáttasemj-
ara í gær. Samningurinn verður
nú kynntur fyrir kennurum og
launanefnd og stjórn Sambands
íslenskra sveitarfélaga. Launa-
nefnd tekur samninginn fyrir
þegar grunnskólakennarar hafa
greitt atkvæði um hann.
Samkomulag er um að næsti
kjarasamningur renni út um leið
og kjarasamningar annarra stéttar-
félaga starfsmanna sveitarfélaga.
ghs@frettabladid.is
Þessi samningur er
til eins árs og það er
ásættanlegt.
ÓLAFUR LOFTSSON
FÉLAGI GRUNNSKÓLAKENNARA
Laun kennara hækka
um 50 til 60 þúsund
Grunnskólakennarar hafa gert kjarasamning til eins árs, mánuði áður en gamli
samningurinn rennur út. Grunnlaun geta hækkað um 15-23 prósent, eða 50-60
þúsund á mánuði. Kostnaður sveitarfélaganna nemur 1,2 milljörðum.
SAMNINGAR NÁST Ólafur Loftsson, formaður Félags íslenskra grunnskólakennara, og
Karl Björnsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, undirrituðu kjarasamning
til eins árs í gær. Ásgrímur Stefánsson ríkissáttasemjari fylgdist með.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
er svariðjá
118 ja.is Símaskráin
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
J
A
A
4
14
62
0
3/
08
Þarftu
samband
við bifvélavirkja
í einum
grænum?
NEYTENDUR Fjórum milljónum
króna verður varið til að stemma
stigu við hækkun verðlags vegna
lækkunar á gengi krónunnar og
hækkunar hrávöruverðs.
Viðskiptaráðherra hefur
fundað með fjölmörgum
fulltrúum hagsmunahópa að
undan förnu og kynnt sér sjónar-
mið þeirra. Hefur hann í fram-
haldinu ákveðið að grípa til
aðgerða í fimm liðum í því augna-
miði að sporna við verðhækkun-
um.
Meðal annars er stefnt að því
að sekta kaupmenn, lúti þeir ekki
reglum um verðmerkingar.
Endurskoða á reglur um net-
verslun og segir Jón Þór Sturlu-
son, aðstoðarmaður viðskipta-
ráðherra, að sköttun póstsendinga
verði skoðuð. Þá á að leita sam-
starfs við Samtök verslunar og
þjónustu um aukna hagræðingu í
verslunarrekstri. Segir Jón Þór
að afgreiðslutími verslana og
samningar við birgja og flytjend-
ur kunni að koma til skoðunar í
þeim efnum. - bþs
Viðskiptaráðherra grípur til aðgerða í fimm liðum vegna hækkunar verðlags:
Fjórar milljónir í verðlagseftirlit
BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Viðskiptaráð-
herra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FYLGST MEÐ VERÐI OG REGLUR SKOÐAÐAR
■ 1. ASÍ mun annast sérstakt átak
í verðlagseftirliti og fylgjast með
þróun vöruverðs með tíðari hætti
en áður.
■ 2. Neytendastofa mun fara í
sérstakt átak í eftirliti með verð-
merkingum á vöru og þjónustu og
endurskoða reglur um verðmerk-
ingar.
■ 3. Reglur um netverslun verða
endurskoðaðar með það að mark-
miði að auka samkeppni og lækka
vöruverð.
■ 4. Neytendur verða hvattir til að
gera verðsamanburð, koma ábend-
ingum um verðlag á framfæri og
gæta að hagsmunum sínum.
■ 5. Leita á samstarfs við kaup-
menn um aukna hagræðingu í
verslunarrekstri.
ÞJÓNUSTA Hinn 15. maí gefst fólki
aftur tækifæri á því að panta
lúgumiða sem segir blaðberum til
um það hvort fólki vilji fjölpóst
inn um lúgu sína eður ei.
Ágústa Hrund Steinarsdóttir,
forstöðumaður markaðs- og
kynningardeildar, segir að
Íslandspóstur hafi boðið upp á
slíka miða þar til í fyrravor. Síðan
hafi verið reynt að samræma
verklag um dreifingu fjölpósts
meðal stærstu fyrirtækjanna sem
sjá um dreifingu en þar sem það
virðist engan árangur ætla að
bera hafi Íslandspóstur ákveðið
að bjóða neytendum þennan kost
á ný. - jse
Íslandspóstur bætir þjónustu:
Hægt að af-
þakka fjölpóst
KJARAMÁL „Þetta er mjög ríflegur
samningur,“ segir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka
atvinnulífsins,
SA, um
nýgerðan
kjarasamning
grunnskóla-
kennara. „Það
hafa engin
fyrirtæki efni á
að gera svona
samning og ég
held reyndar að sveitarfélögin
hafi það ekki heldur. Málið snýst
líka um hvort þessi samningur er
fyrirmynd annarra samninga hjá
opinberum aðilum.“
Grétar Þorsteinsson, forseti
Alþýðusambands Íslands, vill
ekki tjá sig um kjarasamning
grunnskólakennara. - ghs
Framkvæmdastjóri SA:
Mjög ríflegur
samningur
VILHJÁLMUR
EGILSSON
REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon
borgarstjóri vísar á bug ummælum
Sóleyjar Tómasdóttur varaborgar-
fulltrúa um afstöðu hans í mann-
réttindamálum.
Sóley sagði Ólaf tjá sig af
vanþekkingu um mannréttindamál.
Hann segist í yfirlýsingu þvert á
móti hafa lagt áherslu á þann
málaflokk. Sjálf hafi Sóley ekki nýtt
heimild til að ráða þrjá starfsmenn
á skrifstofuna þegar hún var
formaður mannréttindaráðs.
Skrifstofan hafi verið mannlaus í
fjórar vikur undir hennar stjórn.
Sóley segir í nýrri yfirlýsingu að
yfirlýsing borgarstjóra einkennist
af rangfærslum og ofmati á eigin
verkum. Hann hindri öflugt
mannréttindastarf. Borgarstjóri
segir meirihlutann vilja nýta betur
þann mannauð sem fyrir hendi sé.
- kóp
Yfirlýsingar í borgarstjórn:
Hart deilt um
mannréttindi
Óttastu ástandið á fasteigna-
markaði?
Já 54,1%
Nei 45,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Telur þú í lagi að verslun 10-11
í Austurstræti sé opin allan
sólarhringinn?
SUÐUR-AFRÍKA, AP Forystumenn stjórnarandstöðu-
flokkanna í Simbabve tilkynntu í gær að þeir
hygðust binda enda á langvarandi innbyrðis deilur
sín á milli og sameinast gegn Mugabe, forseta
landsins. Einnig biðluðu þeir til öryggisráðs
Sameinuðu Þjóðanna að senda sérstakan erindreka
til Simbabve og tilkynna Mugabe að ofbeldi til handa
stuðningsmönnum stjórnarandstöðunnar jafngilti
glæpum gegn mannkyninu.
Forystumenn stjórnarandstöðunnar, þeir Morgan
Tsvangirai og Arthur Mutambara, hafa deilt sín á
milli um margra mánaða skeið en voru í gær
samtaka í því að skipa Mugabe að víkja frá völdum.
Enn er beðið eftir opinberum úrslitum forseta-
kosninganna sem fram fóru hinn 29. mars síðastlið-
inn. Fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu áttu að
hittast í gær til að fara endanlega yfir úrslit
endur talningar í 23 héruðum landins og búist var við
niðurstöðu að þeim fundi loknum. Gærdagurinn leið
hins vegar án nokkurra frekari frétta af úrslitunum.
Mikill ótti er við að Mugabe skipi her og lögreglu
að beita enn meira ofbeldi en verið hefur til að
viðhalda völdum sínum. - kg
Stjórnarandstaðan í Simbabve sameinast gegn Mugabe:
Enn hafa engin úrslit verið birt
SAMEINAÐIR Mutambara og Tsvangirai hafa lagt deilur til
hliðar og sameinast gegn Mugabe forseta.
KJÖRKASSINN