Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 29. apríl 2008 3
GÓÐ RÁÐ
fyrir þig og umhverfið
Meirihluti kvenna gerir sér
ekki grein fyrir því að brjósta-
gjöf geti dregið úr hættu á
sjúkdómum.
Í nýlegri rannsókn á vegum Alþjóða
krabbameinsrannsóknarstofnunar-
innar kemur fram að 75 prósent
kvenna hafa ekki vitneskju um að
brjóstagjöf geti dregið úr líkum á
brjóstakrabbameini. Svipað hlut-
fall veit ekki að börn sem hafa verið
á brjósti eiga síður á hættu að glíma
við offitu síðar á ævinni.
Þessar niðurstöður eru á skjön
við æ fleiri rannsóknir sem styðja
ágæti brjóstagjafar í baráttunni við
ofangreinda sjúkdóma. Alþjóða
krabbameinsrannsóknarstofnunin
hyggst bregðast við með fræðslu-
átaki. - ve
Dregur úr
hættu
Kostir brjóstagjafar eru margir.
Stórbrjósta konum sem þjást
af bakverkjum er ráðlagt að
fara í brjóstahaldaramátun
áður en þær taka ákvörðun um
að fara í brjóstaminnkun.
Í síðustu viku bauð fyrirtækið
Bravissimo, sem sérhæfir sig í
framleiðslu brjóstahaldara fyrir
stórbrjósta konur, 250 konum sem
starfa á Royal Free-spítalanum í
London brjóstahaldaramátun.
Í ljós kom að hjá flestum dró úr
bakverkjum við að klæðast
brjóstahaldara í réttri stærð, en
flestar konur sem fara í brjósta-
minnkun segja bakverki megin-
ástæðuna.
Skýringuna er oft að finna í
röngum brjóstahöldum en konur
virðast ofmeta ummálið og van-
meta skálastærðina, sem gerir það
að verkum að allur þunginn færist
á axlirnar í stað þess að brjósta-
haldið styðji við sjálf brjóstin.
Framvegis mun öllum konum
sem vísað er á spítalann til að
kanna möguleika á brjóstaminnk-
un verða boðið í brjóstahaldara-
mátun hjá sérfræðingi. - ve
Rétt stærð
nauðsynleg
Konur sem ekki ganga í réttri stærð af
brjóstahaldara eru líklegri til þess að
þjást af bakverkjum.
Það getur verið erfitt fyrir ung börn að fara á sjúkrahús
eða heilsuverndarstöðvar.
Með nokkrum aðferðum er hægt að undirbúa barnið fyrir
þessar heimsóknir.
Áður en lagt er af stað skal útskýrt fyrir barninu hvað kom
fyrir, hvað hugsanlega gæti verið að og að barnið þurfi læknis-
hjálp.
Séu börnin mjög ung er gott að nota bækur, myndir eða
sögur til þess að útskýra aðstæðurnar.
Leyfa ætti barninu að hafa hlut með sér að heiman, til dæmis
bók, mynd, leikfang eða tónlist, allt til að láta barninu líða
betur. Gott er að lesa sögu fyrir barnið um ferð á spítalann.
Á spítalanum eða hjá sjálfum lækninum er gott að reyna að
dreifa huga barnsins með því að syngja fyrir eða spjalla við
það. Gott er líka að hlusta saman á tónlist eða lesa í bók. - mmr
Spítalaferðin undirbúin
Sniðugt getur verið að leyfa börnunum að hafa með
sér bangsa á sjúkrahúsið.
Garðurinn – Leikvöllur
Börn sem leika sér úti eru að
jafnaði hraustari en þau sem
hanga mikið inni við. Hreint loft
og átök við náttúruleg efni eru
uppbyggjandi fyrir alla, jafnt
börn sem fullorðna. Ef aðstaða
er til að koma fyrir sandkassa er
það þess virði því sandurinn er
eins og leir fyrir hugmyndaflug
barnsins. Úr sandi má allt gera
og ímyndunaraflið fær algerlega
lausan tauminn. Það þarf ekki
meira en svalir til að koma fyrir
litlum sandkassa.
Ef garðskiki er fyrir hendi
er róla, kofi eða rennibraut
góð viðbót því börn una
sér hvergi betur en þar
sem þau hafa öryggi
og frelsi til að skapa
sér sinn eigin heim
og hreyfa sig.
Mikilvægt er þó að leiktækin
fylgi þroska barnsins sem best
og öryggi sé alltaf sett á oddinn.
Leiktæki úr þykku plasti geta
ekki talist umhverfisvæn og
brotna seint eða aldrei niður.
Viður inn stendur aftur á móti
alltaf fyrir sínu og er auk þess
endurvinnanlegt efni. Þegar
sandkassinn eða kofinn hafa
þjónað tilgangi sínum má alltaf
gera eitthvað annað úr þeim.
www. natturan.is
Náttúran.is – vefur með umhverfisvitund
„30.000
blaðberar
leita sér að
húsnæði“
segja útgefendur
Fréttablaðsins
Auglýsingasími
– Mest lesið