Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 42
29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR22 ● fréttablaðið ● kópavogsdagar
Gamanleikur úr smiðju Bjarna
Hauks Þórssonar og Sigurðar
Sigur jónssonar, Hvers virði er
ég?, sem sýndur er í Salnum, flétt-
ast inn í dagskrá Kópavogsdaga.
Bjarni Haukur tekur sér fyrir
hendur að kryfja fjármálin á Ís-
landi í dag. Í grátbroslegri leit að
því sem skiptir okkur í raun og
veru máli hlífir hann engum,
hvorki mógúlunum, almenningi né
sjálfum sér, segir í kynningunni.
Þess má geta að Bjarni Haukur
og Sigurður hafa áður leitt saman
hesta sína í sýningunni Pabbinn
sem vakti mikla athygli. Miðasala
er í Salnum og á heimasíðu hans
en um er að ræða tvær sýningar á
laugardagskvöldinu 3. maí.
Fjármálin krufin
Bjarni Haukur kryfur fjármálin í nýjum
gamanleik sem sýndur verður í Salnum
á Kópavogsdögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Gosi, kötturinn og refurinn
skemmta með söng og sprelli á
Hálsatorgi sama dag og Kópa-
vogsdagar eru settir, 3. maí,
klukkan 14. Þar verða hoppkast-
alar og hringekjur
fyrir börnin.
● GOSI Í HÁLSATORGI
● ÁRSRIT VÆNTANLEGT
„Ársrit Héraðsskjalasafns Kópavogs er væntanlegt um mitt þetta ár,“
segir Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður. „Það gefur yfirlit
um safnkostinn og verður fengur fyrir almenning.“
Bæjarstjórn Kópavogs og Þjóðskjalasafn Íslands samþykktu
árið 2000 stofnun Héraðsskjalasafns Kópavogs og var það
formlega opnað hinn 12. desember 2001. Safnið er til húsa að
Hamraborg 1.
Menningarhlutverk þess er að safna og varðveita skjöl og önnur
gögn um sögu Kópavogs og Kópavogsbúa í fortíð og nútíð og
rannsaka og kynna sögu Kópavogs, til dæmis með sýningum, fundum,
kynningum og útgáfum og þannig efla þekkingu á sögu bæjarins.
Enn fremur á það að stuðla að auknum rannsóknum almennings og fræði-
manna á sögu Kópavogs og öllu því er hana snertir.