Fréttablaðið - 29.04.2008, Síða 50
18 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR
BRESKI KVIKMYNDALEIKSTJÓR-
INN ALFRED HITCHCOCK
LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1980.
„Í flestum kvikmyndum eru
morð snyrtilega útfærð. Ég
sýni hversu erfitt og sóða-
legt það er að myrða mann-
eskju.“
Hitchcock leikstýrði á ferli
sínum yfir sextíu kvik myndum,
þar á meðal hryllings mynd-
unum The Birds og Psycho.
MERKISATBURÐIR
1106 Jón Ögmundsson er vígð-
ur biskup. Hann var fyrsti
biskupinn á Hólum.
1899 KFUK, Kristilegt félag
ungra kvenna, er stofnað
á Íslandi.
1967 Brandur, breskur tog-
ari sem var í haldi vegna
landhelgisbrots, strýkur
úr Reykjavíkurhöfn með
tvo íslenska lögregluþjóna
um borð. Hann náðist
síðar sama dag.
1968 Hinn umdeildi söngleik-
ur Hárið er frumsýndur á
Brodway í New York.
1997 Alþjóðlegi efnavopna-
samningurinn tekur gildi.
Hann skyldar aðildarríki
til þess að hætta þróun,
framleiðslu, söfnun og
notkun efnavopna.
Þennan dag árið 1992
brutust út óeirðir í
Los Angeles eftir að
fjórir lögreglumenn
voru sýknaðir af kæru
um að hafa gengið í
skrokk á leigubílstjór-
anum Rodney Glen
King.
Myndband náðist
af lögreglumönnun-
um, Laurence Powell,
Timothy Wind, Theo-
dore Briseno og
Stacey Koon, þegar
þeir börðu King eftir
að hann var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og
var það sýnt úti um allan heim.
Lögreglumennirnir voru kærðir en sýknaðir
þrátt fyrir mynd-
bandið. Í kjölfarið
brutust út óeirðir sem
stóðu yfir í sex daga.
Þúsundir þeldökkra
Bandaríkjamanna
söfnuðust saman og
gengu berserksgang
um borgina. Í óeirðun-
um létust 53, tvö þús-
und manns slösuðust
og yfir tíu þúsund voru
handteknir.
Málið var tekið
aftur upp og þá voru
Powell og Koon
fundnir sekir en hinir tveir sýknaðir. Lögreglan
hafði mikinn viðbúnað þegar seinni dómurinn
var kveðinn upp en engar óeirðir brutust út.
ÞETTA GERÐIST: 29. APRÍL 1992
Óeirðir brutust út í Los Angeles
Skagfirski sveiflukóngurinn Geir-
mundur Valtýsson á um þessar mund-
ir fimmtíu ára starfsafmæli en hann
kom fyrst fram á sveitaballi í félags-
heimilinu Melskili árið 1958, þá fjór-
tán ára gamall.
Að því tilefni verður efnt til tónleika
í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstu-
daginn 2. maí og mun fjöldi söngfólks
koma þar fram með Geirmundi.
Hann fór ungur að fikta við tónlist
og handlék fyrstu harmonikkuna ell-
efu ára gamall. Upphafinu lýsir hann
á þennan veg:
„Ég og Gunnlaugur bróðir minn
fengum lánaða nikku hjá nágranna
okkar. Við fikruðum okkur áfram með
hana í hönd en svo kom að því að við
keyptum okkar eigin. Fjórtán ára tróð
ég fyrst upp fyrir sveitunga mína og
þá var ekki aftur snúið,“ segir Geir-
mundur en orðspor hans spurðist fljótt
út enda ekki algengt að svo ungir tón-
listarmenn kæmu fram á þeim árum.
„Sem betur fer vakti þetta athygli því
ég er búinn að vera í bransanum allar
götur síðan og hefur þetta verið afar
farsæll tími,“ segir Geirmundur, sem
einnig starfar sem fjármálastjóri hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga.Hann fékk
sér gítar fimmtán ára og stofnaði
hljómsveitina Rómó og Geiri. Tíminn
leið og spilaði hljómsveitin allt til árs-
ins 1965 þegar Geirmundur gekk til
liðs við hljómsveit Hauks Þorsteins-
sonar. „Við spiluðum saman í ár en þá
hætti Haukur og við nefndum hljóm-
sveitina Flamingó. Hún starfaði til árs-
ins 1971 en þá stofnaði ég Hljómsveit
Geirmundar Valtýssonar sem hefur
starfað óslitið síðan.“
Geirmundur segir margt hafa fleytt
honum áfram á ferlinum en lagið
„Bíddu við“ kom honum á kortið árið
1972. „Þá fór ég að senda inn lög í
Júró visjón sem öll urðu vinsæl,“ segir
Geirmundur og nefnir lögin Lífsdans-
inn, Látum sönginn hljóma og Vaxandi
þrá. Geirmundur hefur átt marga slag-
ara í gegnum tíðina og þeyttist vítt og
breitt um landið til að skemmta fólki
á áttunda og níunda áratugnum. Hann
heldur jafnharðan áfram og er bókað-
ur allt þetta ár og fram á það næsta.
„Ég hef verið gríðarlega lánsamur og
er þakklátur öllum sem hafa á mig
hlýtt. Ég get hætt hvenær sem er en sé
reyndar ekki ástæðu til þess í bráð.“
Á föstudaginn mun Geirmundur
flytja rjómann af lögum sínum og
fær hann til liðs við sig söngfólk úr
ýmsum áttum. Má þar nefna Magna
Ásgeirsson sem tekur nokkur af rokk-
lögum hans, Álftagerðisbræður og
þrjá kóra.
vera@frettabladid.is
GEIRMUNDUR VALTÝSSON: FAGNAR FIMMTÍU ÁRA STARFSAFMÆLI
Farsæll í hálfa öld
FYRSTA NIKKAN Geirmundur keypti fyrstu nikkuna aðeins þrettán ára og sló í gegn frá fyrstu
stundu á sveitaböllunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL
timamot@frettabladid.is
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
Baldvins Lárusar
Guðjónssonar
Halla E. Stefánsdóttir
Börkur B. Baldvinsson Matthildur Sigurjónsdóttir
Guðjón B. Baldvinsson Ingunn L. Guðmundsdóttir
Katrín K. Baldvinsdóttir Sigurbjartur Á.
Guðmundsson
Þorsteinn V. Baldvinsson Sigríður Björnsdóttir
Kristján G. Gunnarsson Guðrún A. Jóhannsdóttir
Gunnur K. Gunnarsdóttir Hlynur Þorsteinsson
Björk K. Gunnarsdóttir Guðmundur Jónsson
Steinunn H. Gunnarsdóttir Róbert G. Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
Birgitta Stefánsdóttir
Gröf í Bitru (frá Kleifum í Gilsfirði),
lést á Dvalarheimilinu í Borgarnesi laugardaginn
26. apríl. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 3. maí kl. 14.00.
Björg Gísladóttir Reynir Helgason
Hallgrímur Gíslason Bára Ólafsdóttir
Rögnvaldur Gíslason Arnheiður Guðlaugsdóttir
Stefán Gíslason Björk Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Haukur Runólfsson
Víkurbraut 30, Hornafirði,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands,
Hornafirði, laugardaginn 26. apríl, verður jarðsunginn
frá Hafnarkirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og
gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs.
Halla Bjarnadóttir
Gunnlaugur Höskuldsson Linda Tryggvadóttir
Jón Haukur Hauksson Sesselja Steinólfsdóttir
Hulda Laxdal Hauksdóttir Páll Róbert Matthíasson
Runólfur J. Hauksson Svanhildur Karlsdóttir
afabörn og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, dóttir mín, systir
okkar og eiginkona mín,
Guðbjörg Magna
Björnsdóttir
Fensölum 2, 201 Kópavogi,
sem lést aðfaranótt 22. apríl, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 2. maí kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Þórunn Soffía Þórðardóttir Þórunn Magnúsdóttir
Þórður Sveinlaugur Þórðarson Sveinlaugur Björnsson
Rebekka Björnsdóttir
Þórður Jónsson Þórgunnur Björnsdóttir
Sveinbjörn Björnsson.
Elskulegi eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
Gissur Jóel Gissurarson,
Brávallagötu 26, Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 23. apríl. Verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 2. maí klukkan
13.00.
Margrét Margeirsdóttir
Ívar Gissurarson Stefanía Hrólfsdóttir
Margeir Gissurarson Hulda Biering
Snorri Gissurarson Bára Ægisdóttir
Laufey Elísabet Gissurardóttir Kristinn Ólafsson
Lilja Gissurardóttir Árni Benediktsson
Ingólfur Gissurarson Valdís Arnórsdóttir
afa- og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar dóttur okkar og systur,
Söru Lindar Eggertsdóttur
Mosarima 37, Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurmunda Skarphéðinsdóttir Eggert Ísólfsson
Ísólfur Eggertsson
Edda Rós Eggertsdóttir.