Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 55

Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 55
ÞRIÐJUDAGUR 29. apríl 2008 23 Nú mæðir á Eurobandinu. Stóra stundin nálgast óðfluga og Friðrik og Regína eru vakin og sofin yfir verkefninu. Á föstudagskvöldið skemmtu þau í stærsta Euro- vision-partíi í London síðan 1977. „Þetta var geðveikt,“ segir Frið- rik Ómar og bendir á að upptökur frá skemmtuninni megi nú sjá víðs vegar á netinu. „Við tókum syrpu af fyrrverandi vinningslög- um og næsta singul, „A Ba Ni Bi“. Enduðum svo sjóið á „This Is My Life“.“ Friðrik segir að gaman hafi verið að hitta hina keppendurna, en samtals tróðu tólf Eurovision- farar upp í London. „Það voru allir með „krú“ með sér nema við. Við spjölluðum heilmikið við hina keppendurna og leist vel á. Dívan frá Úkraínu, Ani Lorak, var fyrir- ferðarmikil og sagði „we love you“ við alla sem hún hitti. Svo hertók hún búningsherbergið. Við létum það nú ekkert fara í taug- arnar á okkur. Hún ætlar að vinna. Eins og við reyndar líka.“ Serbía kallar. „Við förum út eftir hálfan mánuð og förum svo strax á æfingu morguninn eftir. Það verða stífar æfingar á atrið- inu. Selma Ragnars og Skjöldur eru á fullu við að hanna búning- ana en ég á ekki von á að þeir verði sýndir fyrr en við erum komin út. Sumar gellur í keppn- inni verða í tíu milljóna kjólum með demanta liggur við uppi í nasaholunum, en það er meira svona „less is more“-fílingur í okkur.“ Fyrsta plata Eurobandsins er væntanleg eftir um það bil hálfan mánuð. Þar verða lögin sem Frið- rik og Regína hafa sungið í undan- keppnum á Íslandi, ýmis sigurlög fyrri ára og að sjálfsögðu „This Is My Life“. - glh Við ætlum að vinna Í „LESS IS MORE“-FÍLING Regína og Friðrik Ómar í London. Jim Carrey og Ewan McGregor vöktu mikla athygli þegar þeir lögðu leið sína á hommabarinn Halo í Miami á dögunum. Leikararnir voru þangað komnir til að fá innblástur fyrir myndina I Love You Phillip Morris, þar sem þeir leika samkynhneigt par. „Jim og Ewan litu út fyrir að skemmta sér mjög vel. Þeir hlógu og grínuðust og litu út fyrir að vera að reyna að komast í karakter,“ segir einn sjónarvotta. Í myndinni leikur Carrey afbrotamanninn Steven Marshall, sem verður ástfanginn af manninum sem hann deilir klefa með í fangelsi, Phillip Morris, sem McGregor leikur. Marshall reynir að flýja úr fangelsinu eftir að Morris er sleppt. Heimsækja hommabar EWAN MCGREGOR Nýjasta safnplatan í Pottþétt- röðinni vinsælu er komin út. Á safnplötunni, sem er tvöföld, eru flest af vinsælustu lögum dagsins í dag. Á meðal íslenskra flytjenda eru Páll Óskar með lagið Er þetta ást?, Lay Low með Jolene, Merzedes Club með Meira frelsi, Ingó og Veðurguðirnir með Bahama og þeir Bubbi og Björn Jörundur með nýja útgáfu af laginu Ég er kominn heim sem Óðinn Valdimarsson gerði vinsælt árið 1960. Á meðal erlendra flytjenda eru Duffy með Mercy og Justin Timberlake með Sexy Ladies. Pottþétt 46 er 83. platan í Pottþétt-útgáfuröðinni. Pottþétt 46 komin út Tónlistarmaðurinn Mugison líkir stemningunni í laginu Jesus Is a Good Name to Moan á plötu sinni Mugiboogie við sjálfsfróun í viðtali við kanadísku heimasíðuna Straight.com. „Það er gífurlega mikil gredda í þessu lagi. Við vildum ná sjálfs- fróunar-andrúmslofti, eins og við værum að horfa á þrjú hundr- uð konur að fróa sér fyrir framan okkur,“ segir Mugison. „Um leið og við gátum ímyndað okkur það náðum við réttu upptökunni.“ Hann segist hlakka mikið til að hita upp fyrir rokksveitina Queens of the Stone Age á tónleikaferð um Kanada sem hefst á miðviku- dag. „Það yrði skref fram á við fyrir mig þótt ég myndi spila á klós- ettinu á þeim stöðum þar sem ég mun spila með Queens of the Stone Age.“ Mugison segist hafa byrjað að semja rokklög eftir að hann kynntist konunni sinni og eignaðist með henni tvo syni. „Áður fyrr spilaði ég raftón- list og nokkur ástarlög. Það lítur ekki vel út ef pabbi þinn er eins og Julio Iglesias eða jafnvel Four Tet. Þú vilt að pabbi þinn sé í Sepultura. Þess vegna breytti ég til.“ Talar um greddu MUGISON Á leiðinni til Kanada. eftir Hallgrím Helgason með tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og fleiri Leikstjóri: Gunnar Helgason forsýning þri. 30/4 uppselt frumsýning fim. 1/5 uppselt sýn. fös. 2/5 uppselt sýn. mið. 7/5 örfá sæti laus sýn. fim. 8/5 örfá sæti laus sýn. fim. 15/5 örfá sæti laus sýn. fös. 16/5 örfá sæti laus sýn. lau. 17/5 örfá sæti laus Miðasala í síma 551 1200 og á leikhusid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.