Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 57
ÞRIÐJUDAGUR 29. apríl 2008 25 Rúmlega fjörutíu hljómsveitir og tónlistarmenn hafa sent lög inn í keppnina Þorskastríðið sem útgáfufyrirtækið Cod Music stendur fyrir. „Þetta er framar öllum vonum að mínu mati. Þetta er bara búið að vera í gangi í tvær vikur og ég bjóst ekki við svona mörgum hljómsveitum í byrjun. Ég er virkilega ánægður með þetta,“ segir Jón Þór Eyþórsson, útgáfustjóri Cod Music. „Þetta kostar ekkert og eina reglan er að lögin séu frumsamin. Við erum að fá lög allt frá fjórtán ára strákum upp í 47 ára trúbadora og allt þar á milli,“ segir hann. Senda skal tvö til fjögur lög á heimasíðuna Cod.is og er opið fyrir innsendingar til sjötta maí. Þann sextánda maí verður síðan tilkynnt um sigurvegarann, og fær hann í sinn hlut útgáfusamn- ing við Cod Music. - fb Fjörutíu í Þorskastríði Violet Hill, fyrsta smáskífulag Coldplay af sinni nýjustu plötu, Viva La Vida or Death and All His Friends, verður fáanlegt sem ókeypis niðurhal í eina viku frá og með deginum í dag á heimasíð- unni Coldplay.com. Coldplay ætlar einnig að halda ókeypis tónleika í London Brixton Academy 16. júní og í Madison Square Garden í New York 23. júní til að fylgja plötunni eftir. Hægt verður að vinna miða á tónleikana á Coldplay.com. Tíu lög verða á nýju plötunni, sem kemur út 16. júní. Upptöku- stjórar voru þeir Brian Eno og Markus Dravs. Frítt lag á heimasíðu CHRIS MARTIN Lagið Violet Hill verður fáanlegt á heimasíðu Coldplay frá og með deginum í dag. Fyrsta plata hljómsveitarinnar The Last Shadow Puppets, The Age of the Understatement, fór beint á toppinn í Bretlandi sína fyrstu viku á lista. Sveitin er hliðarverkefni Alex Turner úr Arctic Monkeys og Miles Kane úr The Rascals. Turner hefur áður komist tvisvar á toppinn með Arctic Monkeys og svo virðist sem allt sem hann snerti verði að gulli í Bretlandi. Turner vonast til að sveitin eigi eftir að gefa meira út. „Ég held að við getum þróað okkur enn frekar áfram því við vitum ekki til þess að neinn annar sé að gera svipaða hluti,“ sagði hann. Puppets á toppinn ALEX TURNER Alex Turner úr Arctic Monkeys hefur gefið út plötu með hljómsveitinni The Last Shadow Pupp- ets. Sjöundi Rokklands-diskurinn, Rokkland 2007, er kominn út í veg- legri útgáfu. Um er að ræða tvö- faldan disk með 41 lagi og ýmissa staðreynda um hvert þeirra. Á fyrri disknum eru nokkur af bestu lögum ársins að mati Ólafs Páls Gunnarssonar, stjórnanda útvarps- þáttarins Rokklands. Á meðal þeirra eru Freight Train í flutn- ingi Ólafar Arnalds, Péturs Ben og Lay Low, Baráttusöngur upp- reisnar klansins á skítadreifurun- um með Jónasi Sigurðssyni, Love Is a Losing Game með Amy Wine- house og Reckoner með Radio- head. Á síðari disknum eru rokk- lög frá ýmsum tímum, allt frá 1956 til 2003. Rokklandsdiskarnir eru hugsaðir sem eins konar framlenging útvarps þáttarins Rokkland sem hefur verið á dagskrá Rásar 2 frá árinu 1995. Andrea Jónsdóttir er hægri hönd Ólafs Páls Gunnars- sonar við gerð textans í bækl ingn- um sem fylgir hverjum diski. Tvöfalt Rokkland ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON Sjöundi Rokklands-diskurinn er kominn út. Staðfest hefur verið að hinn mex- íkóski Guillermo del Toro muni leikstýra tveimur kvikmyndum byggðum á skáldsögu JRR Tolki- en, Hobbitinn. Myndirnar, sem eru væntanlegar í bíó 2010 og 2011, fjalla um atburði sem áttu sér stað á undan þeim sem gerðust í Lord of the Rings-þríleiknum sem Peter Jackson leikstýrði. Orðrómur hafði verið uppi um þátttöku del Toro og hefur hann nú verið staðfestur. „Að fá að taka þátt í arfleifð Lord of the Rings er sannkallaður draumur,“ sagði hinn 43 ára Toro. Jackson mun framleiða myndirn- ar sem verða teknar upp samtímis í Nýja-Sjálandi. Del Toro sló í gegn með mynd- inni Pan´s Labyrinth sem vann þrenn Óskarsverðlaun í fyrra. Næsta mynd hans, framhald Hell- boy, kemur út síðar á þessu ári. Sir Ian McKellen hefur þegar lýst yfir áhuga á að endurtaka hlutverk sitt sem Gandálfur en hefur ekki undirritað samning þess efnis. Stýrir Hobbitanum GUILLERMO DEL TORO Del Toro, lengst til hægri, ásamt leikstjórunum Alejandro Iñárritu og Alfonso Cuarón. Gildir til 3.maí eða á meðan birgðir endast. VERÐ Á DEKKJUM STÆRÐ Verð SENDIBÍLADEKK 195/70R15 9.900 kr 225/70R15 11.900kr HEILSÁRSDEKK Sunny 155/80 R 13N 5.699kr 155/70 R 13N 5.699kr 165/70 R 13N 5.999kr 175/70 R 13N 5.999kr 175/70 R 14N 6.999kr 185/70 R 14N 7.599kr 175/65 R 14N 6.999kr 185/65 R 14N 7.299kr 185/65 R 15N 7.999kr 195/65 R 15N 7.999kr 205/65 R 15N XL 9.999kr 195/60 R 15N 8.299kr 195/50 R 15N 8.499kr 205/55 R 16N 10.999kr 215/55 R 16N XL 11.999kr 225/45 R 17N XL 16.499kr 215/50R17N 17.999kr HEILSÁRSDEKK Mastercraft 215/50R17N 17.999kr VERÐ Á DEKKJUM STÆRÐ Verð FÓLKSBÍLADEKK 155/70R13 4.499kr 165/70R13 4.799kr 175/70R13 5.499kr 175/65R14 6.499kr 185/65R14 6.699kr 17570R14 5.999kr 185/70R14 5.999kr 185/65R15 6.999kr 195/65R15 7.499kr 205/55R16 8.999kr 215/55R16 10.499kr 215/45R17 11.999kr 225/45R17 12.999kr 235/40R18 17.999kr 205/70R15 9.499kr JEPPADEKK 30X9,50R15 14.499kr 31X10,50R15 15.499kr 33X12,50R15 17.999kr 35X12,50R15 21.999kr 265/75R16 17.499kr 35X12,50R17 32.999kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.