Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 62

Fréttablaðið - 29.04.2008, Side 62
30 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. árás 6. í röð 8. slit 9. harðæri 11. verslun 12. óbundið mál 14. púla 16. kaupstað 17. bókstafur 18. annríki 20. 999 21. land í asíu. LÓÐRÉTT 1. skora 3. fæddi 4. listastefna 5. lúsaegg 7. biðja ákaft 10. kyrra 13. gerast 15. formóðir 16. ófarnaður 19. nafnorð. LAUSN LÁRÉTT: 2. sókn, 6. rs, 8. lúi, 9. óár, 11. bt, 12. prósi, 14. baksa, 16. bæ, 17. emm, 18. önn, 20. im, 21. laos. LÓÐRÉTT: 1. gróp, 3. ól, 4. kúbismi, 5. nit, 7. sárbæna, 10. róa, 13. ske, 15. amma, 16. böl, 19. no. „Hversdags finnst mér voða gaman að fara á Austurlanda- hraðlestina. Svo finnst mér Hornið alltaf standa fyrir sínu. En ef ég vil fara eitthvað ennþá fínna er Hótel Holt alltaf sterkt.“ Bergþór Pálsson söngvari. Kvikmyndafyrirtækið Catapult, sem er í eigu Sigurjóns Sighvats- sonar, hefur tryggt sér sölurétt- inn að kvikmynd Madonnu, Filth and Wisdom. Sigurjón mun endur- selja myndina og koma að mark- aðssetningu hennar. „Þetta ferli fór að mestu leyti í gegnum umboðsmanninn hennar en við vorum í sambandi við hana með tilliti til þess hvernig myndin yrði seld og hvar við sæjum markaðsmöguleika hennar sem besta,“ segir Sigurjón. Framleið- andinn og poppdrottningin hafa áður ruglað saman reitum í kvik- myndagerð en Sigurjón var einn framleiðenda myndarinnar Truth or Dare: In Bed with Madonna sem hneykslaði heimsbyggðina snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Auk þess kom Sigurjón að gerð nokkurra af frægustu tón- listarmyndböndum söng- konunnar, meðal annars Vogue og Express Yourself. Að sögn Sigurjóns er þessi réttur metinn á töluverða upp- hæð en hann vildi þó ekki gefa upp nákvæma tölu. Filth and Wis- dom er frumraun Madonnu í leik- stjórastólnum en henni hafa verið mislagðar hendur á hvíta tjaldinu. Hún ætti þó að eiga hauk í horni hjá eiginmanni sínum hvað leikstjórn varðar en það er breski leikstjórinn Guy Ritchie. Sigurjón hefur verið önnum kafinn að undanförnu en tökum á kvikmyndinni Brothers er nýlokið. Þar fara Natalie Portman, Jake Gyllenhaal og Toby Maguire með aðalhlutverk- in og er stefnt að því að frum- sýna myndina í kring- um jólin. Það tímabil hefur oftast verið kennt við Óskar inn í Ameríku en Sigurjón segir einfaldlega of snemmt að fara út í slíkar pælingar núna. „Myndin lítur fram- bærilega út núna, þetta virðist hafa heppnast vel.“ - fgg Sigurjón með Madonnu á sínum snærum Ný kynslóð popphljómsveita virðist vera á uppleið á Íslandi. Hljómsveitir eins og Bermúda, Vítamín og Dalton hafa vakið athygli og eitt vinsælasta lagið í dag á hljómsveitin Veðurguðirnir. Þar í fremstu víglínu er Ingólfur Þórarinsson, Ingó, úr síðustu Idol-syrpunni. Hann samdi „Bahama“, lagið vinsæla. „Lagið var samið í þeim tilgangi að það ætti að vera sumarsmellur. Og það virðist hafa gengið upp,“ segir Ingó og viðurkennir fúslega samhljóm með laginu og „Kokomo“ Beach Boys. „Ég á einhver fleiri lög og kannski tökum við þau ef það verður eftirspurn. Ég útiloka ekki plötu. Við lítum þó fyrst og fremst á okkur sem skemmtikrafta frekar en listamenn.“ Lagið vinsæla hefur vakið óvenjuhörð viðbrögð í „bloggheimum“. Meðal annars hefur verið sagt að það sé „tónlist hryðjuverka sem fær mann til þess að gráta vegna tónmengunarinnar“. „Þetta særir mig ekki neitt,“ segir Ingó kokhraust- ur. „Á meðan það eru tíu þúsund fjórtán ára stelpur sem fíla lagið er mér nú nokk sama þótt það séu nokkrir fúlir bloggarar að drulla yfir það.“ Ingó hefur sungið með sveitinni í þrjú ár. „Þetta hefur verið dálítið hark og við erum þreyttir á að spila fyrir kannski fjörutíu manns á einhverjum pöbb. Nú látum við giggin bara koma til okkar frekar en að við séum að eltast við þau. Tveir okkar eru komnir með börn og sjálfur er ég á kantinum með Selfossliðinu í fótbolta. Það gengur fyrir enda er liðið komið í fyrstu deild. Það segir sig sjálft að maður er ekkert allt of vel upplagður að spila á sunnudegi ef maður hefur verið að syngja á balli til klukkan fimm nóttina áður.“ - glh Syng ekki fyrir fúla bloggara SKEMMTIKRAFTAR, EKKI LISTAMENN Hljómsveitin Veðurguð- irnir þekkir takmörk sín. Ingó söngvari segir að sér sé sama þótt fúlir bloggarar drulli yfir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Þeir tóku sig vel út í sjónvarpinu og okkur vantaði alvöru karlmenn með harðgert útlit. Þannig að við sáum okkur leik á borði og báðum þá um að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Árni Ólafur Ásgeirs- son, leikstjóri kvikmyndarinnar Brim. Segja má að Árni hafi komið í veg fyrir frekari mótmæli vöru- bílstjóra á laugardaginn þegar hann fékk nokkra vörubílstjóra til að leika í erfisdrykkjusenu í kvik- myndinni. Fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum um mótmæli vörubílstjóra undanfarið og ekki síst í síðustu viku þegar upp úr sauð milli þeirra og lögreglunnar. Tökur á atriðinu fóru fram í félagsheimili Stangveiðifélags Reykjavíkur og mættu sex vörubíl- stjórar til leiks. Höfðu þeir lítið fyrir því að bregða sér í líki sjó- manna sem syrgja fallinn félaga. Á meðal þeirra sem koma við sögu í kvikmyndinni eru Sturla Jónsson, helsti forsprakki vörubílstjóranna, og Ágúst Fylkisson, sem sá rautt við Kirkjusand eins og frægt er orðið. Árni Ólafur var himinlifandi með frammistöðu vörubílstjóranna og sagði þá hafa staðið sig með stakri prýði en alls tóku þrjátíu manns þátt í erfisdrykkjunni auk leikara. Ágúst Fylkisson var ánægður með framlag sitt til íslenskrar kvik- myndagerðar og ekkert síður með kökurnar sem bornar voru á borð fyrir þá í hinni tilbúnu erfis- drykkju. „Við erum notaðir í ýmis- legt,“ segir Ágúst en eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu þá lék Sturla og trukkur hans einnig í N1-auglýsingunni. Ágúst sagði það hafa verið kærkomið að geta kastað mæðinni eftir átök undan- farinna daga þar sem mikið hefur gengið á. „Þetta kryddar aðeins til- veruna hjá okkur,“ bætir Ágúst við en hann segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi meðal leikara og aðstandenda myndarinnar. „Allt þjóðfélagið er á hreyfingu og þarna voru málin krufin til mergjar,“ segir Ágúst. freyrgigja@frettabladid.is ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON: VANTAÐI HARÐA NAGLA Í MYNDINA Sturla og félagar í bíómynd ÁGÚST Í GÓÐUM HÓPI Ágúst Fylkisson, í bakgrunni í gulri skyrtu, gæðir sér á ljúffengum kræsingum á meðan stórleikararnir Ólaf- ur Darri, Ólafur Egill og Ingvar E. stilla sér upp fyrir myndatöku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STÓÐU SIG MEÐ STAKRI PRÝÐI Árni Ólafur var ánægður með frammistöðu vörubílstjóranna í erfisdrykkjunni. Hér situr hann á milli Þóris Snæs framleið- anda og Gísla Arnar Garðarssonar. SAMAN Á NÝ Sigurjón Sighvats- son og Madonna snúa bökum saman á ný en fyrirtækið Catapult mun selja og markaðssetja frumraun popp- drottningarinnar í leikstjórastólnum. Jón Ársæll hafði boðað að næsta viðfang hans í Sjálfstæðu fólki yrði Bjarni Haukur Þórsson grínari en í ljósi síðustu atburða hefur hann nú vent sínu kvæði í kross. Bylt- ingarleiðtoginn og vörubílstjórinn Sturla Jónsson verður til umfjöll- unar í næsta þætti en Jón Ársæll ætlar meðal annars að forvitnast um þá tíma þegar Sturla var andsetinn, varð fyrir ærslatruflunum eða poltergeist-fyrirbærum sem helst hafa verið rannsökuð af dular- sálfræðingum en nú Jóni. Ari Matthíasson, framkvæmda- stjóri SÁÁ, þykir hafa rifið upp félagslíf samtakanna með miklum glæsibrag. Þannig safnast skjól- stæðingar samtakanna oft saman við Efstaleiti til að horfa á fótbolta þegar stórleikir eru á dagskrá og er þá horft á leikina á stórum skjá. Svo góður rómur hefur verið gerður að þessum samverustundum að komið hefur til tals að stofna fót- boltalið SÁÁ. Ari er mikill fótbolta- áhugamaður, er í stjórn KR-sport en sennilega er Ari þekktastur úr auglýsingunni góðu um dagdraumamann- inn sem lætur sig dreyma um frama með íslenska landslið- inu. Fræg auglýsing Símans sem byggð er á síðustu kvöldmáltíðinni fær sérstaka umfjöllun í tímaritinu Shots, sem þekkt er sem eins konar biblía auglýsingafólks. Þema nýjasta tölublaðsins er Skandinavía og er Símaauglýsingin sú eina frá Íslandi sem fjallað er um. Fær hún að sögn prýðisgóða umsögn. Þetta ætti að kæta höfundinn Jón Gnarr, en auglýsingin var mikið gagnrýnd þegar hún var frum- sýnd á Íslandi í fyrra. - jbg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI MARKAÐURINN á www.visir alla daga VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 317 þúsund krónur. 2 Murr. 3 Jón Heiðar Gunnarsson.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.