Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2008 — 129. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA VEIÐI VINNUVÉLAR O.FL. Sandra Daðadóttir, nemandi í áttunda bekk í Áltamýrarskóla, er með brennandi ferðaáhuga, þrátt fyrir ungan aldur, og hefur farið víða. Sandra æfir fimleika hjá íþróttafélaginu Gerplu og hefur ferðast mikið með félaginu. Af öllum þeim ferðum sem Sandr h f ur ein upp ú Með Söndru í för voru foreldrar hennar og bróðir ásamt föðursystur og eiginmanni hennar. Alls var fjölskyldan úti í ellefu daga og fóru þau út strax dag- inn eftir fermingu Söndru. Veislan sem Sandra hélt var fyrir hennar allra nánustu og var fámenn en góðmenn. „Fyrir mér var þes i fi Í sundi með höfrungum Gamall draumur Söndru varð að veruleika þegar hún fékk að synda með höfrungum. MYND/DAÐI Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is GERUM VIÐ ALLAR TEGUNDIR BÍLA Japan/U.S.A. STÝRISENDAR,SPINDILKÚLUROG FÓÐRINGARí jeppa í miklu úrvali ÞÆGILEGAR, FLOTTAR OG HAGKVÆMARVespur verða stöðugt vinsælli hjá Íslend-ingum. BÍLAR 6 Í EIGIN RÚMIAð ýmsu þarf að huga þegar fyrsta alvörurúmið er keypt. HEIMILI 4 VEÐRIÐ Í DAG Module aðlagast umhverfi sínu Færanlegt sýningarrými hýsir tíu verk á Listahátíð í Reykjavík. MENNING 24 SANDRA DAÐADÓTTIR Langþráður draumur að synda með höfrungum ferðir • veiði • heimili • bílar Í MIÐJU BLAÐSINS FLUTNINGAR Lengsta sendiferð Íslandssögunnar Sérblað um flutninga FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK Réttur, nýr íslenskur sjónvarpsþáttur um daglegt líf lögfræðinga og störf þeirra, er í burðarliðnum. Skapari þáttanna er Sigurjón Kjartansson, en auk hans skrifa þau Kristinn Þórðarson og Margrét Örnólfsdóttir handritið að þeim. Skrifteymið hefur að undanförnu sótt réttar- höld í héraðsdómi og átt fundi með Brynjari Níelssyni, hæsta- réttarlögmanni. Hann fagnar gerð þáttanna og telur löngu tímabært að gera íslenskum lögfræðingum skil í sjónvarpi. „Við erum ekki eins leiðinlegir og menn kynnu að halda,“ segir Brynjar. - fgg / sjá síðu 34 Fleiri íslenskir sjónvarpsþættir: Lögfræðidrama í burðarliðnum VIÐSKIPTI „Það sem gerist hjá okkur er að rekstrinum verður skilað til knattspyrnudeildar félagsins,“ segir Jónas Kristins- son, stjórnarfor- maður almenn- ingshlutafélagsins KR Sport, sem rekið hefur meistaraflokk karla í KR, 2. flokk og knattspyrnuaka- demíu undan- farin ár. Nýjar reglur gera það að verkum að íþróttafélög verða að eiga meirihluta í félögum sem reka knattspyrnustarfsemi. Knattspyrnudeild KR mun því eftir þetta keppnistímabil sjá um reksturinn. Samningar leikmanna eru við KR Sport. „Félagið fær þessa samninga,“ segir Jónas. - ikh / sjá Markaðinn Nýjar reglur kalla á breytingar: KR tekur yfir reksturinn flutningarMIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 Geymslureru með lausnir fyrir ein-staklinga og fyrirtæki BLS. 6 S. 520 2220 www.efnamottakan.is Við sækjum! Láttu okkur eyða gögnunum Einkamál Spillum ekki framtíðinni P IP A R • S ÍA • 7 00 90 FRIÐRIK ÓMAR OG REGÍNA ÓSK Mætt í ræktina um miðja nótt Strangur undirbúningur fyrir Eurovision í Serbíu FÓLK 34 Fluttur í sveitina Bubbi Morthens er fluttur með fjölskyldu sína að Meðal- fellsvatni í Kjós. Hann lofar sveita sæluna. FÓLK 34 HÆGVIÐRI OG MILT Í dag verður hæg breytileg átt. Víða bjart með köflum en stöku skúrir úti við norð- austurströndina. Hætt við þokulofti með ströndum framan af degi. Hiti 8-17 stig, hlýjast til landsins. VEÐUR 4 13 14 1511 9 Langar að brúa kynslóðabilið Árbæjarsöfnuður er fjörutíu ára. TÍMAMÓT 20 SKIPULAGSMÁL Efna á til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Reykjavíkurhafnar frá Ingólfs- garði vestur í Örfirisey, samkvæmt ákvörðun stjórnar Faxaflóahafna í gær. „Mikilvægt er á þessum tíma- punkti að mótuð sé heildarsýn varð- andi skipulag svæðisins. Það varð- ar ekki aðeins ásýnd gömlu hafnarinnar heldur íbúa- og atvinnuþróun borgarinnar allrar þar sem horft verður til atvinnu- starfsemi á hafnarsvæðinu, fram- tíðarnota, íbúðarbyggðar og sam- gangna,“ segir í tillögu formanns hafnarstjórnarinnar, Júlíusar Vífils Ingvarssonar. „Það eru auðvitað ákveðnir þætt- ir, eins og tónlistarhúsið, sem eru bundnir í skipulagi. Hins vegar eru nokkur svæði sem á eftir að skipu- leggja þannig að þau rími við það sem þegar hefur verið ákveðið. Þetta eru til dæmis Örfirisey og svæðið milli Mýrargötu og tónlistar- og ráðstefnuhússins,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri. Að sögn Gísla er ætlunin með samkeppninni ekki að breyta skipu- lagi. „Í takt við það sem margar borgir eru að vinna er verkefnið fyrst og fremst að fá hugmyndir og skapa heildarsýn til lengri tíma,“ segir Gísli. Ekki liggur fyrir hvenær hug- myndasamkeppnin fer fram. Tveir fulltrúar minnihlutans úr borgarstjórn Reykjavíkur, Björk Vilhelmsdóttir og Óskar Bergsson, sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar á fundi hafnarstjórnar. „Tillögu formanns um opna hönn- unarsamkeppni um gamla hafnar- svæðið ber að með engum fyrir- vara og óljóst hvað meirihluti stjórnar hyggst fyrir með þessari tillögugerð. Spurningar vakna hvort gildandi skipulag við Mýrar- götu sé í uppnámi við þessa ákvörð- un svo og þær framkvæmdir sem þar hafa verið unnar samkvæmt gildandi skipulagi,“ segir í bókun Bjarkar og Óskars. „Mýrargötuskipulagið er ekki hluti þessa máls og villandi að blanda því saman,“ svaraði Júlíus í bókun og hafnarstjórinn tekur í sama streng. „Þar er samþykkt deiliskipulag sem unnið er eftir þannig að Mýrargötusvæðið er ekki hluti af þessu verkefni,“ segir Gísli Gíslason. gar@frettabladid.is Opin samkeppni um höfnina í Reykjavík Stjórn Faxaflóahafna samþykkti í gær tillögu um opna hugmyndasamkeppni um skipulag Reykjavíkurhafnar. Stjórnin vill heildarsýn til framtíðar. LÖGGÆSLUMÁL Yfirmenn löggæslumála í landinu eru ekki á einu máli um hvernig skipulagi þeirra sé best fyrir komið. Þetta kemur fram í viðtölum Fréttablaðs- ins við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra og Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Haraldur telur vænlegast að sameina lögregluna í landinu í eitt lögreglulið undir stjórn embættis ríkislögreglustjóra, jafnframt því að lögreglustjóra- embættum verði fækkað enn frekar, eða niður fyrir tíu. Ríkislögreglustjóri kveðst telja að ákæruvaldið eigi ekki að vera í höndum lögreglustjóranna, heldur eigi þeir nánast eingöngu að sinna lögregluverkefnum. Stefán telur hins vegar mjög koma til álita að færa deildir sem sinna sérhæfðri almennri löggæslu frá embætti ríkislögreglustjóra til stærstu lögregluemb- ætta landsins, það er höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Um er að ræða sérsveitina, alþjóðadeild- ina, efnahagsbrotadeildina og fjarskiptamiðstöðina. Stefán álítur jafnframt að til greina komi að flytja þessa starfsemi til fleiri lögregluembætta eftir atvikum ef tillögur um frekari stækkun embætta ganga eftir. - jss / sjá síðu 16 Yfirmenn löggæslumála ekki á einu máli um framtíðarskipulag: Ágreiningur um skipulag löggæslu MENGUN Olía og hreinsiefni bárust í gær að ósum Elliðaáa. Þró, sem notuð var til að hreinsa búnað sem notaður var vegna mengunarslyssins í höfninni á mánudag, yfirfylltist í rigningu með fyrrgreindum afleiðingum. Sjá bls. 8 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lið umferðar- innar valið Tryggvi Guðmunds- son er besti leikmaður 1. umferðar Landsbanka- deildar karla. ÍÞRÓTTIR 30 BRYNJAR NÍELSSON JÓNAS KRISTINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.