Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 6
6 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR ÍSRAEL, AP Lögreglan gerði húsleit í skrifstofum Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis Ísraels. Lagt var hald á fjölda gagna í tengsl- um við rannsókn á spillingará- sökunum á hendur Ehud Olmert forsætis ráðherra. Olmert var iðnaðar- og viðskiptaráðherra árin 2003-2006, áður en hann tók við sem forsætisráðherra. Hann er grunaður um að hafa þegið fé frá bandarískum kaupsýslumanni í skiptum fyrir viðskiptasamninga. Stjórnarandstæðingar hafa hvatt Olmert til að segja af sér vegna lögreglurannsóknarinnar. - gb Olmert í kröggum: Lögregluleit í ráðuneytinu LÍBANON, AP Herinn í Líbanon hefur tilkynnt að hann muni grípa inn í átök stjórnarliða og Hizbollah-manna, sem nú hafa staðið í viku og kostað tugi manna lífið. Herinn hefur til þessa haldið hlutleysi sínu og nýtur virðingar beggja aðila átakanna. Herinn hefur forðast að grípa inn í átök- in, en sendi frá sér yfirlýsingu seint á mánudag þar sem báðir hóparnir eru hvattir til að halda sig til hlés. Vopnaðir einstakling- ar á götum úti verði stöðvaðir. „Hersveitir munu koma í veg fyrir öll brot, hvort heldur þau eru framin af einstaklingum eða hópum, í samræmi við lög jafn- vel þótt það leiði af sér valdbeit- ingu,“ segir í yfirlýsingunni. Í gær fylgdi herinn svo þessari yfirlýsingu eftir með því að senda sveitir til nokkurra helstu spennusvæða landsins. Ástæða þess að herinn hefur staðið hjá í þessum átökum er meðal annars sú að hætta þykir á að herinn klofni í tvennt og her- sveitirnar skipti sér í lið með Hizbollah annars vegar og stjórn- inni hins vegar, rétt eins og gerð- ist þegar heiftúðug borgarastyrj- öld ríkti í landinu árin 1975-1990. Í höfuðborginni Beirút sáust liðsmenn Hizbollah og stuðnings- menn þeirra úti á götum í gær, en enginn þeirra var vopnaður. - gb Átök stjórnarliða og Hizbollah-manna í Líbanon hafa staðið yfir í viku: Herinn hyggst stöðva átökin HERMENN Á GÖTUM BEIRÚT Fjöldi hermanna var kominn til Beirút í gær til að koma í veg fyrir frekari átök. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL „Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætis- ráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dóm- kvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarð- boranir hf. hæsta boð. „Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræð- is bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sig- urbjörn Þorbergs- son lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Tré- smiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska rík- inu en þau buðu saman í 39,86 pró- senta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignar- haldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlut- inn, en hið síðastnefnda fékk hlut- inn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fall- ist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðal- verktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfavið- skipti og þeir hafi ekki virt skyld- ur sem á þá voru lagðar vegna við- skipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórn- endur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýj- endum að framkvæmd útboðs stefnda á nefnd- um eignarhlut í Íslensk- um aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einka- væðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýj- endur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum. magnush@frettabladid.is Geir Haarde undrast dóm Hæstaréttar Geir Haarde forsætisráðherra undrast dóm Hæstaréttar í máli JB byggingarfélags og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar gegn íslenska ríkinu. Sala á 39,86 prósenta hlut ríkisins var dæmd ólögmæt. Ekki gott, segir formaður einkavæðingarnefndar. HÖFUÐSTÖÐVAR ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FORSÍÐA FRÉTTABLAÐSINS Greint var frá því á forsíðu Fréttablaðsins 12. desember 2006 að Halldór Ásgrímsson hefði haft afskipti af tilboðum í Íslenska aðalverktaka. Vitnað var til fundargerða einkavæðing- arnefndar. Baldur Guðlaugsson, sem sat í nefndinni, sagði það ekki samræmi við hefðbundið vinnulag þar sem það væri einka- væðingarnefndar að leggja tillögur fyrir ráðherra en ekki öfugt. flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is 64% 38%36% Fr é tt a b la ð ið M b l.. *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í nóvember 2006. LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA Samanburðurallt landið B la ð ið l i 30 10 20 40 0 50 60 70 Hefur æft íshokkí í sautján ár Birgir Örn Sveinsson leikur íshokki með Skautafélagi Reykjavíkur. Hann hefur æft íshokkí í sautján ár og segir íþróttina hafa þróast töluvert hérlendis. „Vinur minn dró mig út í þetta þegar búið var til skautasvell á Akureyri árið 1989,“ segir Birgir um ástæðu þess að hann byrjaði að æfa íshokkí og bætir við að áhuginn hafi ekki síst vaknað vegna þess hversu ólíkt hokkíið hafi verið öðrum íþróttagreinum.„Ég byrjaði sem útispilari en snemma kom í ljós að ég var ekki nógu góður svo ég fór í markið og hef haldið mig þar,“ segir Birgir hlæjandi. „Nei, í alvöru talað fann ég snemma hversu vel staða markmanns átti við mig.“ Frá þeim tíma sem Birgir byrjaði að æfa segir hann mikla þróun hafa átt sér stað í hokkíi. „Aðstaðan hefur nátt- úrlega batnað til muna síðan skautahús risu í Reykjavík og á Akureyri, en við værum skammt komin án þeirra,“ útskýr- ir hann.„Liðunum hefur að sama skapi fjölgað,“ heldur Birgir áfram. „Nú eru starfrækt þrjú karlalið og tvö kvennalið. Ætli það séu ekki liðin fimm ár frá því að stelpurnar byrj- uðu að æfa markvisst og hefur þeim fjölgað nokkuð á þeim tíma.“ Birgir segir að þótt hokkí geti í fyrstu virst harkaleg íþróttagrein, sé engin ástæða til að láta það stöðva sig. „Þessi íþrótt reynir á styrk og fimi. Við æfum á ís að meðal- tali þrisvar-fjórum sinnum í viku og tökum einn leik á viku. Kepnnistímabilið hófst í september í ár og lýkur í apríl. Eftir það er úrslitakeppni haldin. Ég vil bara hvetja sem flesta að kynna sér þessa skemmtilegu íþrótt.“ Bleiki liturinn herjar á tækniheiminn Tölvur og tækni [ SÉRBLAÐ UM TÖLVUR OG TÆKNI – ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2006 ] EFNISYFIRLIT BLEIK TÆKNIVÆÐING Bæði fyrir stráka og stelpur BLS. 2 NINTENDO WII Ný Nintendo slær í gegn BLS. 4 TÖLVUTÖSKURHeimilifartölvunnarBLS. 4PEGI-KERFIÐ TIL BJARGAR Veldu réttan tölvuleik BLS. 6 NÝR HEIMUR OPNAST Námskeið fyrir byrjendur BLS. 6 FYRSTA LEIKJATÖLVAN Saga Ralphs Baer BLS 6 Opið til 18.30 1 2 dagar til jóla! aktu enga áhættu! eldu í jólamatinn g i „Þeir eru grunaðir um manndrápstilraun og um ölvunarakstur,“ segir John Dyb- dal, varðstjóri lögreglunnar í Randers, um tvo íslenska bræður sem eru nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku.Bræðurnir, sem eru 20 og 27 ára gamlir, lentu í átökum eftir heim- sókn á diskótekið Goggen í bænum Hadsten sunnan við Randers á laug- ardagskvöld að því er segir í Ekstra- blaðinu. John Dybdal segir að bræðurnir hafi verið staddir öðrum megin járnbrautarteina við lestarstöð þegar grjótkast upphófst við tíu manna hóp danskra pilta á aldrin- um 15 til 17 ára sem voru hinum megin við teinana.„Þeir hentu steinum hverjir að öðrum. Síðan slógust menn með höndum og fótum. Íslendingarnir tveir hlupu að bíl sínum og ræstu hann og óku beint inn í hóp ung- mennanna,“ segir John. Að sögn danska varðstjórans urðu fjórir af piltunum fyrir bíln- um. „Einn þeirra slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús í Århus. Hann mun lifa af en var mjög alvar- lega slasaður. Annar piltur liggur á sjúkrahúsi hér í Randers en hinir tveir fengu að fara heim eftir skoð- un á sjúkrahúsinu,“ segir John. Bræðurnir létu sig hverfa af vettvangi en voru handteknir af lögreglu nærri Århus. Þar kom í ljós að eldri bróðirinn var illa hald- inn. „Eldri bróðirinn lagðist skyndi- lega á jörðina. Drengirnir höfðu sparkað í miltað á honum. Hann liggur því líka á spítalanum í Århus. Mér skilst að hann sé kominn á almenna deild og því úr hættu,“ segir John.Bræðurnir voru úrskurðaðir í þriggja daga gæsluvarðhald á sunnudag. John segist hafa heyrt að eldri bróðirinn hafi ekið bílnum og að sá yngri hafi játað að þeir hafi verið drukknir. Óljósara sé með átökin. John segir að þótt móðir bræðranna eigi heimili í Danmörku viti hann ekki hvort þeir sjálfir séu búsettir í landinu. Hann veit heldur ekki hvort bræðurnir hafi komist í kast við lögin fyrr. „Ég hef aldrei heyrt þeirra getið áður,“ segir John Dybdal. Íslendingar í haldi í Danmörku SÉRBLAÐTIGER ÍSLANDFYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Á fundi einkavæð- ingarnefndar hinn 28. mars 2003, viku eftir að tilboðsfresti í hlut ríkisins í ÍAV lauk, greindi Sturla Sigurjónsson, starfsmaður í utan- ríkisráðuneytinu, frá samtali sínu við þáverandi utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Sturla sagði Halldór hafa sagt sér að hann væri „á þeirri skoðun að tvö tilboð væru sambærileg“.Í kjölfarið er bókað að Baldur Guðlaugsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og núverandi ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi ekki talið framgang málsins vera í samræmi við fyrra vinnulag þar sem það væri hlutverk einkavæð- ingarnefndar að leggja tillögur fyrir ráðherranefndina en ekki öfugt. Á fundinum var áframhaldið umræðu frá fundinum á undan þar sem rætt var um hvernig ætti að leggja mat á tilboðin eftir að umsjónaraðili útboðsins, Lands- banki Íslands, hafði sagt sig frá því vegna tengsla við tvo bjóðend- ur. Sú tillaga kom fram að einka- væðingarnefnd myndi sjálf leggja mat á tilboðin en ekki óháðir sér- fræðingar af fjármálamarkaði líkt og áður var áætlað. Nefndin myndi síðan leggja það mat fyrir ráð- herranefnd um einkavæðingu til samþykktar. Ekki er bókað hverjir lögðu fram þessa tillögu. Sævar Þór Sigurgeirsson, sem sat sem annar fulltrúi Framsóknar- flokksins í einkavæðingarnefnd, fór að þessu loknu yfir sitt mat á tilboðunum og gaf þeim einkunnir. Varð niðurstaða hans sú sama og Halldórs. Á fundi einkavæðingar- nefndar hinn 16. apríl var Jafet Ólafsson frá Verðbréfastofunni hf. boðaður og ákveðið að fá fyrir- tæki hans til að meta tilboðin. Á fundinum var rætt um tímaramma málsins og sagði einkavæðingar- nefnd Jafeti að „pressa“ væri á málinu. Viku síðar, hinn 23. apríl, var niðurstaða Verðbréfastofunnar kynnt á fundi einkavæðingarnefnd- ar. Tveimur dögum seinna var gengið til samninga við EAV ehf. um kaup á hlut ríkisins. Hvorki náðist í Halldór Ásgrímsson né Baldur Guðlaugsson. Halldór Ásgrímsson hafði afskipti af tilboðum í ÍAV Halldór Ásgrímsson lét þau orð ganga inn á fund einkavæðingarnefndar að honum sýndist sem tvö tilboð í hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum væru sambærileg. Nefndarmaður gagnrýndi aðkomu ráðherrans. Lionsklúbburinn á Ísafirði hefur til fleiri ára verkað og selt skötu í aðdrag- anda jóla og látið ágóðann renna til líknarmála. Að sögn Kára Jóhannssonar, gjaldkera klúbbsins, stendur skötuvertíð yfir í um tvo mánuði og hafa þau þegar sent frá sér um tíu tonn. Kári segir enda eftirspurnina vera mun meiri en framboðið. „Við erum að þessu fyrir Þorláksmessuna og sendum skötuna um allt land og jafnvel víðar. Það er mikið hringt í okkur frá gömlum Vestfirðing- um sem vilja ekta skötu.“ Lionsklúbburinn fær skötuna gefins frá tveimur útgerðum í bænum. Hún endar síðan á borðum landsmanna á Þorláks- messu. Skötuvertíðin að ná hámarki Er nýfallinn dómur í Byrgismál- inu sanngjarn? JÁ 61,1% NEI 38,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú framboð Íslands til öryggisráðs SÞ? Segðu skoðun þína á visir.is KJARAMÁL Áður en árið er liðið munu þeir lífeyris- þegar sem verst eru settir hafa fengið einhverjar mestu kjarabætur sem um getur í langan tíma, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og trygginga- málaráðherra, í ávarpi sínu á sambandsstjórnar- fundi Lands sambands eldri borgara í gær. Sagði hún að þegar áætlaðar aðgerðir þessa árs yrðu komnar til framkvæmda myndu greiðslur almannatrygginga til lífeyrisþega hækka um níu milljarða króna á ársgrundvelli, eða um rúm 17 prósent miðað við síðasta ár. Atvinnumál, velferðarmál og kjaramál voru til umræðu á fundinum. Jóhanna ræddi þar áherslur sínar í uppbyggingu öldrunarþjónustu, áform um flutning málaflokksins til sveitarfélaga og um stefnu sína og aðgerðir á sviði almannatrygginga. Ráðherra ræddi í ávarpi sínu þá gagnrýni sem fram hefur komið um að ríkisstjórnin hafi með aðgerðum sínum í kjölfar samninga Aþýðusam- bands Íslands og Samtaka atvinnulífsins farið á svig við fyrri yfirlýsingar eða samkomulag ríkisstjórnar við aldraða og öryrkja. „Þær ákvarð- anir sem þegar hafa verið teknar af núverandi ríkisstjórn eru þess valdandi að milljarðar króna renna til lífeyrisþega umfram þær skuldbindingar sem fyrri ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kváðu á um.“ Jóhanna segir fullyrðingar um annað vera beinlínis rangar. - shá Greiðslur almannatrygginga til lífeyrisþega hækka um níu milljarða í ár: Mestu kjarabætur um árabil FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Jóhanna Sigurðardóttir blæs á full- yrðingar um að samkomulag við aldraða og öryrkja hafi ekki verið virt. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÖK KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.