Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 10
 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL „Við höfum verið að undirbúa þetta mál á grundvelli þess sem fram kemur í stjórnar- sáttmálanum,“ sagði Geir Haarde um endurskoðun á svokölluðum eftirlaunalögum frá 2003, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Ríkisstjórnin vinnur nú að end- urskoðun á laga um eftirlaun þing- manna og ráðherra. Samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks- ins og Samfylkingarinnar verða „eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra [...] endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.“ Geir sagði unnið að því í forsæt- isráðuneytinu að endurskoða lögin. Hann sagði stjórnarflokkanna vera að ræða málið sín á milli. „Það verð- ur að koma í ljós hvort það næst samstaða um þetta mál og hvort tekst að afgreiða það fyrir þinghlé. Aðalatriðið er að breyta reglunum þannig að menn geti ekki verið bæði á launum hjá hinu opinbera og eftirlaunum. Þá þarf að hafa það í huga að það er almenna reglan í þjóðfélaginu,“ sagði Geir. „Það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem eru komnir á eftirlaun og eru jafnframt út á vinnumarkaðnum án þess að það hafi áhrif á þá skerðingu.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reyndu að ná saman um breytingar á eftirlauna- lögunum árið 2006. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær segir Guðni Ágútsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sjálfstæðismenn hafa stöðvað breytingartillögu Halldórs Ásgrímssonar á eftir- launalögunum. Aðspurður segist Geir ekki viss um lyktir málsins nú en fyrst og fremst þurfi að taka mið af stjórnarsáttmálanum. „Það var engum sér- stökum um að kenna að breyt- ingar á eftir- launalögunum náðu ekki fram að ganga. Það þarf að hafa það í huga að frum- varpið sem sam- þykkt var 2003, og er nú lög, var flutt af fulltrú- um allra þingflokka. Það hefur verið reynt að hafa samstöðu um mál af þessu tagi þvert á þingflokka og það verður gert áfram.“ Geir sagði misskilnings hafa gætt meðal almennings um ýmis atriði eftirlaunalaganna. „Það hefur ekki farið hátt í umræðunni að í þessum lögum felst breyting til hins verra fyrir stóran hóp þing- manna. Í gamla kerfinu frá 1965 var það þannig að réttindaáherslan var mismunandi eftir því hvað menn voru búnir að vera lengi á þingi. Núna er hins vegar föst pró- senta fyrir hvert ár. Eftir síðustu kosningar fóru nokkrir þingmenn á eftirlaun og þá kusu flestir að fara á eftirlaun eftir gamla kerfinu, vegna þess að það var betra fyrir þá.“ Aðspurður sagði Geir að passað yrði sérstaklega að ganga ekki á rétt fólks sem fær eftirlaun á grundvelli laganna sem tóku gildi 2003. „Það var ekki rétt eftir Ingi- björgu haft, að það ætti að afnema lögin, heldur hefur verið rætt um að gera á þeim tilteknar breytingar. Við viljum ekki gera neitt sem brýt- ur gegn rétti fólks og það munum við ekki gera.“ magnush@frettabladid.is Lög um eftir- laun í skoðun Unnið er að því í forsætisráðuneytinu að endur- skoða lög um eftirlaun ráðamanna. Helsta breyting- in er að menn geti ekki verið á eftirlaunum hjá hinu opinbera og þegið laun á almennum vinnumarkaði. MÓTMÆLI Breytingar á eftirlaunalögum ráðherra og þingmanna ollu miklu uppnámi í íslensku þjóðfélagi þegar þær voru til meðferðar á Alþingi veturinn 2002 til 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR Þeir sem fengu lóðir í Vatnsendahlíð í útboði Kópavogsbæjar í nóvember munu fá lóðirnar á hagstæðari kjörum en þá var samið um. Þetta samþykkti bæjarráð vegna þess sem það segir vera gjörbreyttar og ófyrirséðar aðstæður á fast- eigna- og lánamarkaði. Ekki er enn nákvæmlega ljóst hvernig komið verður til móts við lóðarhafana en í tillögunni sem bæjarráð samþykkti er þó gert ráð fyrir endurskoðun á kjörum skuldabréfa og á stað- greiðsluafslætti. - gar Lóðahafar í Vatnsendahlíð í Kópavogi: Bærinn lofar betri kjörum GUNNAR I. BIRGISSON Koma á til móts við lóðahafa í Vatnsendahlíð vegna breyttra aðstæðna. GEIR H. HAARDE Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík MacBook Air 1,36 kg, þyngd í samanburði við: Fartölvu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,50 kg Erlent tímarit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1,64 kg Handtösku . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,37 kg F í t o n / S Í A MacBook Air – örþunn, fislétt, líka fyrir Windows Þegar þú snertir nýju MacBook Air breytist allt sem þú taldir þig vita um fartölvur og verður aldrei eins aftur. MacBook Air á þig um leið og þú sérð hana. Létt, örþunn, öflug. Fágun. Upplifun. Óviðjafnanleg. TÖLUM SAMAN Sjálfstæðismenn bjóða til fundar víðs vegar um landið Húsavík • Salka • kl. 09.00 Geir H. Haarde fer yfir stjórnmálaviðhorfið – þingmenn sitja fyrir svörum við pallborð. Varmahlíð • Hótel Varmahlíð • kl. 12.00 Geir H. Haarde fer yfir stjórnmálaviðhorfið – Einar K. Guðfinnsson situr fyrir svörum við pallborð. Ísafjörður • Stjórnsýsluhúsið • kl. 20.30 Geir H. Haarde fer yfir stjórnmálaviðhorfið – Einar K. Guðfinnsson og Herdís Þórðardóttir sitja fyrir svörum við pallborð. Eyrarbakki • Rauða húsið • kl. 20.00 Árni Johnsen fer yfir stjórnmálaviðhorfið og málefni kjördæmisins. Selfoss • Hótel Selfoss • kl. 20.00 Kjartan Ólafsson og Pétur H. Blöndal fara yfir stjórnmálaviðhorfið. Reykjavík • Valhöll • kl. 17.15 Ármann Kr. Ólafsson, Gísli Marteinn Baldursson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir á fundi samgöngunefndar Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur • Félagsheimili sjálfstæðismanna í Hlíðasmára • kl. 20.00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fer yfir stjórnmálaviðhorfið – þingmenn svara spurningum við pallborð. MIÐVIKUDAGURINN 14. MAÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.