Fréttablaðið - 14.05.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.05.2008, Qupperneq 10
 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL „Við höfum verið að undirbúa þetta mál á grundvelli þess sem fram kemur í stjórnar- sáttmálanum,“ sagði Geir Haarde um endurskoðun á svokölluðum eftirlaunalögum frá 2003, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Ríkisstjórnin vinnur nú að end- urskoðun á laga um eftirlaun þing- manna og ráðherra. Samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks- ins og Samfylkingarinnar verða „eftirlaunakjör alþingismanna og ráðherra [...] endurskoðuð og meira samræmi komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.“ Geir sagði unnið að því í forsæt- isráðuneytinu að endurskoða lögin. Hann sagði stjórnarflokkanna vera að ræða málið sín á milli. „Það verð- ur að koma í ljós hvort það næst samstaða um þetta mál og hvort tekst að afgreiða það fyrir þinghlé. Aðalatriðið er að breyta reglunum þannig að menn geti ekki verið bæði á launum hjá hinu opinbera og eftirlaunum. Þá þarf að hafa það í huga að það er almenna reglan í þjóðfélaginu,“ sagði Geir. „Það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem eru komnir á eftirlaun og eru jafnframt út á vinnumarkaðnum án þess að það hafi áhrif á þá skerðingu.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reyndu að ná saman um breytingar á eftirlauna- lögunum árið 2006. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær segir Guðni Ágútsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sjálfstæðismenn hafa stöðvað breytingartillögu Halldórs Ásgrímssonar á eftir- launalögunum. Aðspurður segist Geir ekki viss um lyktir málsins nú en fyrst og fremst þurfi að taka mið af stjórnarsáttmálanum. „Það var engum sér- stökum um að kenna að breyt- ingar á eftir- launalögunum náðu ekki fram að ganga. Það þarf að hafa það í huga að frum- varpið sem sam- þykkt var 2003, og er nú lög, var flutt af fulltrú- um allra þingflokka. Það hefur verið reynt að hafa samstöðu um mál af þessu tagi þvert á þingflokka og það verður gert áfram.“ Geir sagði misskilnings hafa gætt meðal almennings um ýmis atriði eftirlaunalaganna. „Það hefur ekki farið hátt í umræðunni að í þessum lögum felst breyting til hins verra fyrir stóran hóp þing- manna. Í gamla kerfinu frá 1965 var það þannig að réttindaáherslan var mismunandi eftir því hvað menn voru búnir að vera lengi á þingi. Núna er hins vegar föst pró- senta fyrir hvert ár. Eftir síðustu kosningar fóru nokkrir þingmenn á eftirlaun og þá kusu flestir að fara á eftirlaun eftir gamla kerfinu, vegna þess að það var betra fyrir þá.“ Aðspurður sagði Geir að passað yrði sérstaklega að ganga ekki á rétt fólks sem fær eftirlaun á grundvelli laganna sem tóku gildi 2003. „Það var ekki rétt eftir Ingi- björgu haft, að það ætti að afnema lögin, heldur hefur verið rætt um að gera á þeim tilteknar breytingar. Við viljum ekki gera neitt sem brýt- ur gegn rétti fólks og það munum við ekki gera.“ magnush@frettabladid.is Lög um eftir- laun í skoðun Unnið er að því í forsætisráðuneytinu að endur- skoða lög um eftirlaun ráðamanna. Helsta breyting- in er að menn geti ekki verið á eftirlaunum hjá hinu opinbera og þegið laun á almennum vinnumarkaði. MÓTMÆLI Breytingar á eftirlaunalögum ráðherra og þingmanna ollu miklu uppnámi í íslensku þjóðfélagi þegar þær voru til meðferðar á Alþingi veturinn 2002 til 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITARSTJÓRNIR Þeir sem fengu lóðir í Vatnsendahlíð í útboði Kópavogsbæjar í nóvember munu fá lóðirnar á hagstæðari kjörum en þá var samið um. Þetta samþykkti bæjarráð vegna þess sem það segir vera gjörbreyttar og ófyrirséðar aðstæður á fast- eigna- og lánamarkaði. Ekki er enn nákvæmlega ljóst hvernig komið verður til móts við lóðarhafana en í tillögunni sem bæjarráð samþykkti er þó gert ráð fyrir endurskoðun á kjörum skuldabréfa og á stað- greiðsluafslætti. - gar Lóðahafar í Vatnsendahlíð í Kópavogi: Bærinn lofar betri kjörum GUNNAR I. BIRGISSON Koma á til móts við lóðahafa í Vatnsendahlíð vegna breyttra aðstæðna. GEIR H. HAARDE Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík MacBook Air 1,36 kg, þyngd í samanburði við: Fartölvu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,50 kg Erlent tímarit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1,64 kg Handtösku . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,37 kg F í t o n / S Í A MacBook Air – örþunn, fislétt, líka fyrir Windows Þegar þú snertir nýju MacBook Air breytist allt sem þú taldir þig vita um fartölvur og verður aldrei eins aftur. MacBook Air á þig um leið og þú sérð hana. Létt, örþunn, öflug. Fágun. Upplifun. Óviðjafnanleg. TÖLUM SAMAN Sjálfstæðismenn bjóða til fundar víðs vegar um landið Húsavík • Salka • kl. 09.00 Geir H. Haarde fer yfir stjórnmálaviðhorfið – þingmenn sitja fyrir svörum við pallborð. Varmahlíð • Hótel Varmahlíð • kl. 12.00 Geir H. Haarde fer yfir stjórnmálaviðhorfið – Einar K. Guðfinnsson situr fyrir svörum við pallborð. Ísafjörður • Stjórnsýsluhúsið • kl. 20.30 Geir H. Haarde fer yfir stjórnmálaviðhorfið – Einar K. Guðfinnsson og Herdís Þórðardóttir sitja fyrir svörum við pallborð. Eyrarbakki • Rauða húsið • kl. 20.00 Árni Johnsen fer yfir stjórnmálaviðhorfið og málefni kjördæmisins. Selfoss • Hótel Selfoss • kl. 20.00 Kjartan Ólafsson og Pétur H. Blöndal fara yfir stjórnmálaviðhorfið. Reykjavík • Valhöll • kl. 17.15 Ármann Kr. Ólafsson, Gísli Marteinn Baldursson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir á fundi samgöngunefndar Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur • Félagsheimili sjálfstæðismanna í Hlíðasmára • kl. 20.00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fer yfir stjórnmálaviðhorfið – þingmenn svara spurningum við pallborð. MIÐVIKUDAGURINN 14. MAÍ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.