Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 46
26 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > JESSICA ALBA Í STÖRUKEPPNI Á heimasíðunni ibeatyou.com má sjá leikkonuna Jessicu Alba taka þátt í störukeppni. Á upp- tökunni segist Jessica hafa verið mönuð til að taka þátt og tekst að stara í vefmyndavélina í tæpar sjö mínútur án þess að depla auga. Þetta mun ekki vera eina myndbandið af Jess- icu á síðunni en unnusti hennar Cash Warren er annar höfundur heimasíðunnar. „Þetta er alveg nýtt hér hjá okkur á Rex. „Happy hour!“ Frá níu til miðnættis. Tveir fyrir einn,“ segir Sverrir Rafnsson, vert á Rex. Nánast er sama hvar borið er niður, veitingastaðaeigend- ur tala allir um mikinn sam- drátt. Bjórsala hefur dregist saman um 30 prósent eftir að reykingabannið tók gildi sem þýðir einfaldlega að sam- keppni milli staða er orðin harðvítug. Það sætir tíð- indum að Rex, staður sem löngum hefur verið kenndur við uppa, skuli nú bregða á það ráð að bjóða upp á tvo fyrir einn. „Kaupir þú frosinn Heineken eða kokkteil færðu tvo drykki en ekki einn,“ segir Sverrir. „Já, við erum meðal annars að bregðast við aukinni sam- keppni og ekki síður reykinga- banninu. En þess má reyndar geta að við erum með bestu reykingaaðstöðu í borginni. En … sko, drykkjan hefur verið að færast í auknum mæli inn á heimilin. Meiri sala er í Ríkinu en minni á veitingastöðum,“ segir Sverrir. Hann segist jafnframt verða þess mjög var að fólk sem leyfir sér að fara út að borða og vilji fá sér drykk á skemmtistað á eftir komi að tómum kofunum. Fólk fer ekk- ert á stjá fyrr en upp úr mið- nætti. Og það sem meira er, fólk sem stundar næturlífið er, að sögn Sverris, farið að láta sér nægja annað kvöldið. Þannig eru föstudagskvöldin orðin miklu rólegri en var. „Já, segja má að þetta sé okkar svar við kreppunni. „Happy hour“ ætti ekki að rífa eins mikið í veskið. Áfengi er dýrt. Fólk sem fer út að borða og vill svo í kjölfarið fara út að skemmta sér finnur vel fyrir því. Það kostar tugi þúsunda,“ segir Sverrir á Rex. - jbg Uppastaðurinn Rex bregst við kreppunni Ungur drengur að nafni Andrew Johnston kom öllum í opna skjöldu þegar hann hóf upp raust sína í þættinum Britain‘s Got Talent nú á dögunum. Enginn vissi við hverju var að búast þegar hann steig á svið, augljóslega stressað- ur, en hann réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og söng klassísku aríuna Pie Jesu. Hann hlaut einróma lof dómnefndar fyrir frammistöðuna, allir salur- inn stóð á fætur og lófatakinu ætl- aði aldrei að linna. Frá sex ára aldri hefur hann orðið fyrir einelti af hálfu skólafélaga. ,,Þeir segja mér að hætta að syngja og þeim finnst klassísk tónlist leiðinleg, en ég hef samt haldið áfram. Mig langar til að gera eitthvað gott við líf mitt,“ sagði hinn ungi Andrew í viðtali við stjórnendur þáttarins, en hann býr í fátækrahverfi í Carl- isle þar sem gengi og glæpir eru algengir. Andrew er talinn mjög sigur- stranglegur í keppninni en í fyrra var það klassíski söngvarinn Paul Potts sem bar sigur úr býtum í keppninni. Þrettán ára dreng- ur slær í gegn SVERRIR Á REX Þar er nú boðið upp á „tveir fyrir einn“ – en aukin samkeppni er milli skemmtistaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Keppendur í Eurovision eru nú allir komnir til Belgrad og hamast á sviðinu í æfingum. Sviðið mun vera nokkuð sleipt en enginn hefur slasast til þessa. Sumir tala þó um að gott væri að líma eitthvað neðan á skóna sína til að vera alveg öruggir. Meðal þeirra sem sleipa sviðið er að trufla er söngkonan í belgísku hljómsveitinni Ishtar, Soetkin Baptist. Hingað til hefur hljómsveitin verið alþýðleg og látlaus enda þekktust fyrir túlkun sína á þjóðlög- um og miðaldamúsik, en nú er búið að popp hana verulega upp og söngkonan er komin á háa hæla. Hún á í basli með þá á sleipu sviðinu enda ekki vön svona skófatnaði. Ishtar var stofnuð árið 2003 og er tíu manna hópur. Aðeins sex mega þó vera á sviðinu í Belgrad; söngkonan, lagahöfundurinn og gítarleikarinn Michel Vangheluwe og systkinin Ann, Marleen, Els og Hans Vandaele. Fyrsta plata Ishtar, Troubamour, kom út árið 2005. Á henni voru ástarlög frá miðöld- um á mörgum tungumálum, þar á meðal grísku, hollensku, búlgörsku, serbnesku og já, íslensku. Hópurinn er nú með aðra plötu í smíðum. Lagið sem þau flytja er á „bullmáli“ og er nokkuð grípandi, minnir einna helst á lagið „Dominique“, sem „syngjandi nunnan“ söng inn á vinsældarlistana 1963. Sú var einmitt belgísk líka. Nú er að sjá hvað bullmálið og háu hælarnir gera fyrir Belga, sem keppa á fyrra undankvöldinu. Sleipt á háu hælunum POPPVÆDDIR BELGAR Ishtar syngur og leikur á bullmáli. ÁTTA DAGAR TIL STEFNU ANDREW JOHNSTON SLÆR Í GEGN Dómnefndin átti ekki til orð þegar Andr- ew hóf upp raust sína. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri enska úrvals- deildarliðsins Arsenal, fer fögrum orðum um Albert Guðmundsson, fyrrum leikmann Arsenal, í þáttun- um 10 bestu sem sjónvarps- stöðin Stöð 2 Sport 2 sýnir í sumar. „Við höfum verið að leita eftir við- brögðum frá fólk sem tengist 10 bestu og það er mikið gleðiefni að Arsene tók mjög vel í að tjá sig um Albert Guðmundsson,“ segir Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 Sport. „Arsene þjálfaði Mónakó þegar Albert var sendi- herra í Frakklandi. Þáverandi yfirmaður knattspyrnumála hjá liðinu kynnti Wenger fyrir Alberti og tókst með þeim mikil vinátta,“ segir Hilmar. „Wenger tjáir sig um Albert sem leikmann og talar sérstaklega um hann sem per- sónu.“ Að sögn Hilmars talaði yfirmaður knattspyrnumála hjá Mónakó einnig mjög vel um Albert eftir að hafa séð hann spila á sínum tíma í Frakklandi. „Sá maður gerði lítið í því að hæla leikmönnum en hann hældi Alberti á hvert reipi og sagði að hann hefði verið ótrúlegur leikmaður. Síðan talaði hann líka um persónu- töfra Alberts og hvaða virðingu hann hafði í Frakklandi sem leikmaður.“ Þess má geta að Ingi Björn Albertsson, sonur Alberts, lánaði Fréttablaðinu ljósmynd af föður sínum og Wenger, sem sá síðarnefndi áritaði með glöðu geði fyrir Inga Björn. Fyrri upphitunarþátturinn af tveimur fyrir 10 bestu var sýndur á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi og verður sá síðari sýndur næstkom- andi þriðjudag. Fyrsti þátturinn í röðinni hefst síðan 27. maí þegar fjallað verður um Pétur Pétursson. - fb Arsene Wenger tjáir sig um Albert ALBERT OG WENGER Albert Guðmunds- son ásamt Arsene Wenger, núverandi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildar- liðsins Arsenal. ARSENE WENGER Wenger er einn virtasti knatt- spyrnustjóri ensku úrvals- deildarinnar. Miele ryksugurMeðal fáanlegra fylgihluta: TILBOÐ kr.: 18.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.