Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2008 27 Hljómsveitin Arcade Fire ætlar að semja tónlist við kvikmyndina The Box með Cameron Diaz og James Marsden í aðalhlutverkum. Leikstjóri myndarinnar er Richard Kelly sem sló í gegn með hinni sérstæðu Donny Darko. Myndin er byggð á stuttmyndinni Button Button eftir Richard Matheson frá árinu 1970. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arcade Fire semur tónlist fyrir kvikmynd. Markus Dravs mun stjórna upptökum á lögunum en hann var einnig við stjórnvölinn á síðustu plötu sveitarinnar, Neon Bible, og nýjustu plötu Coldplay, Viva La Vida. Semja tónlist við bíómynd ARCADE FIRE Hljómsveitin Arcade Fire semur tónlist við kvikmyndina The Box. Aðdáendur Sex and the City þurfa ekki að bíða lengi enn eftir að fá að njóta kvikmyndar- innar um ævintýri New York- vinkvennanna fjögurra. Myndin var frumsýnd í London, merkilegt nokk, síðastliðið mánudagskvöld. Þýskir aðdáendur fá tækifæri til að sjá myndina í Berlín annað kvöld, en frumsýning í New York er ekki á dagskrá fyrr en 27. maí. Það mátti þó vart á milli sjá hvors var beðið með meiri eftirvæntingu: myndarinnar sjálfrar eða að sjá hverju stjörnurnar fjórar myndu klæðast á frumsýningunni. Sarah Jessica Parker olli ekki vonbrigðum í græna Alexander McQueen-kjólnum sínum og óvenjulega Philip Treacy hattinum sem hún skartaði líka. Kim Cattrall klæddist rauðum kjól frá Vivienne Westwood, á meðan Cynthia Nixon hélt sig við svart í glæsilegum kjól frá Calvin Klein. Kristin Davis klæddist hins vegar notuðum kjól í anda sjötta áratugarins. Sex and the City í London LONDON, BERLÍN, NEW YORK Stjörn- urnar fjórar, Sarah Jessica Parker, Kim Cattrall, Cynthia Nixon og Kristin Davis, hófu frumsýningarpartíið í London á mánudag. NORDICPHOTOS/GETTY FÓKUS Á FÖTIN Þættirnir um ævintýri Carrie Bradshaw og vinkvenna vöktu síst minni athygli fyrir fatnaðinn sem þær klædd- ust en eiginlegt innihald. Patricia Fields, búningahönnuður þáttanna og kvikmyndarinnar, var að sjálfsögðu mætt á frumsýninguna í London. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur stutt við bakið á um þrjú hundruð starfsmönnum sjón- varpsþáttarins Ugly Betty sem munu missa vinnuna sína á næstunni. Ástæðan er sú að ákveðið hefur verið að taka þættina upp í New York í stað Los Angeles vegna hagstæðari skatta. Starfsmennirnir sendu auglýsingu til blaðsins Variety, þar sem þeir báðu Arnold um að stöðva þessa þróun. Ríkisstjórinn segir að til standi að breyta skattaumhverfinu en löggjafar- valdið eigi enn eftir að samþykkja tilllögurnar. „Það sem gerðist var að framleiðendur fóru til annarra ríkja og sneru ekki aftur til Kaliforníu. Þeir fóru til Lousiana, Flórída og Nýju Mexíkó vegna þess að þau bjóða upp á meiri skattaafslátt,“ sagði Arnold. Arnold til hjálpar ARNOLD SCHWARZENEGGER Arnold styður við bakið á starfsmönnum sjónvarpsþátt- arins Ugly Betty. Leikararnir Jake Gyllenhaal og Jessica Biel gengu út af settinu við upptökur kvikmyndarinnar Nailed, eftir að í ljós kom að ekki var nægilegt fjármagn fyrir hendi til að greiða leikurunum. Þau munu vera frá vinnu þar til framleiðend- um myndarinnar tekst að sýna fram á aukið fjármagn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vandamál koma upp við tökurnar, en James Caan sagði upp hlutverki sínu eftir að honum lenti saman við leikstjórann David O. Russell. Gengu út af settinu FÁ EKKI BORGAÐ Tökum á kvikmyndinni Nailed hefur verið frestað vegna fjárskorts. Rokksveitin Metallica hefur opnað heimasíðuna Mission: Metallica þar sem aðdáendur geta séð og heyrt ýmislegt í tengslum við nýjustu plötu hennar sem er væntanleg í september. Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Metallica, St. Anger, kom út. Þeir aðdáendur sem skrá sig á síðuna geta meðal annars unnið baksviðspassa á tónleika sveitar- innar í sumar. Tónleikaferð Metall- ica um Evrópu hefst í Póllandi 28. maí. Sveitin mun spila á fjölda tónlistarhátíða í sumar, þar á meðal á Reading-hátíðinni á Englandi. Opnar nýja heimasíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.