Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. maí 2008 NÁTTÚRA Margæsin er komin til landsins og mun fjöldi hennar ná hámarki á næstu dögum. Hún kemur hingað frá Írlandi á leið til heimskautasvæða Kanada. Hingað er hún komin til að fita sig, enda um 3.000 kílómetra ferðalag framundan. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur fylgst með margæsinni um langt skeið. Hann segir hana halda til við Faxaflóa og Breiðafjörð og séu hér um 37 þúsund fuglar sem skiptist nokkuð jafnt á milli svæðanna. Hann segir að á síðustu árum hafi orðið breyting á dreifingu margæsarinnar. „Henni hefur fjölgað mjög á Álftanesi til dæmis. Um 1970 telja menn að hér hafi verið um 200 fuglar en í fyrra voru þeir um 3.300 og verða líklega enn fleiri í ár,“ segir Guðmundur. Margæsin lifir mest á marhálmi og sjávargróðri, en hefur á síðustu árum sótt meira í tún. - kóp Margæsin er komin til landsins á leið sinni til Kanada: Fleiri margæsir en í fyrra MARGÆSIR Hópur á beit við Bessastaði. Þær hverfa á braut í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TOLLAMÁL Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, staðfestir að tollar séu á skrautrunnum og garðplöntum milli Noregs og Íslands og því sitji vörur frá Noregi ekki við sama borð og tollfrjálsar vörur frá ESB. Hann kveðst ekki vita til þess að erindi hafi borist frá norskum stjórnvöldum út af þessu en segir að málið verði skoðað ef slíkt erindi berist. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að norska garðyrkjustöð- in Grimstad planteskole hefði skrifað norska landbúnaðarráð- herranum Terje Riis-Johansen bréf og óskað eftir því að norsk stjórnvöld hlutuðust til um það að tollar yrðu felldir niður á þessum vörum milli landanna. - ghs Landbúnaðarráðherra: Norskt erindi ekki borist EINAR K. GUÐ- FINNSSON HEILBRIGÐISMÁL Í tilefni alþjóð- lega tóbakslausa dagsins, sem haldinn er 31. maí ár hvert, ætla Reyksíminn og Lýðheilsustöð að veita viðurkenningu þeim einstaklingi eða hópi sem með baráttuvilja, framsýni og hugrekki hafa lagt sitt af mörkum í tóbaksvörnum eða tóbaksmeðferð þeirra sem heyja baráttu við tóbakið. Annars vegar er viðurkenning- in veitt heilbrigðisstarfsmanni eða hópi heilbrigðisstarfsmanna sem unnið hafa sérstaklega við að hjálpa fólki að hætta að reykja. Hins vegar á að veita viðurkenningu þeim sem á opinberum vettvangi hefur unnið sérstaklega að tóbaksvörnum á Íslandi. Tekið er á móti tilnefn- ingum til 10. maí á netfangið reyklaus@reyklaus.is - ovd Tóbakslausi dagurinn 31. maí: Baráttufólk gegn tóbaki BARÁTTUFÓLK GEGN TÓBAKI Tekið er á móti tilnefningum til 10. maí næstkom- andi. Finnland Danmörk Noregur Svíþjóð Færeyjar Þýskaland Austurríki Belgía England Ítalía Lettland Bandaríkin Kanada Rússland Kína Pólland Nemendum Háskólans á Akureyri býðst tækifæri til að taka hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla. Vorið 2007 ákvað ég að gerast skiptinemi. Ég fékk góða aðstoð frá alþjóðafulltrúa háskólans og stefnan var tekin á North Park háskólann í Chicago. Háskólinn á Akureyri Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is. Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðinemi María Aldís Sverrisdóttir, nemi í leikskólakennarafræði Fór í vettvangsnám til Finnlands Hjörtur Ágústsson, nemi í nútímafræði Fór í skiptinám til Indlands Sara Halldórsdóttir, nemi í lögfræði og viðskiptafræði Fór í skiptinám til Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.