Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 26
 14. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fl utningar Hestamenn ferðast oft landshluta á milli með gæðinga sína, reiðtygi og viðleguútbúnað. Ingimar Baldvinsson, hjá IB ehf. á Selfossi, flytur inn hjólhýsi sem rúma þetta allt. Ingimar er að bjástra við að koma nýja lúxusvagnin- um sínum á götuna þegar ljósmyndara Fréttablaðsins ber að garði. Vagninn er með básum fyrir fimm hesta ásamt því að vera íbúð fyrir litla fjölskyldu með rúmum, eldunarútbúnaði, miðstöð og sturtu. „Ég er ekki farinn að nota vagninn en við erum að setja hann á númer eftir nokkra daga,“ segir hann ánægður. Þetta er enn sem komið er eini vagninn sinnar tegundar á landinu en Ingimar hóf í fyrrahaust að flytja inn áþekka vagna sem rúma frá fimm upp í tíu hross. Auk þess er þar hugguleg kaffistofa með tveimur hellum, köldu vatni, litlum ísskáp, svefn- plássi og miðstöð. Sjö slíkir eru komnir til landsins og sá áttundi er á leiðinni. „Vagnarnir eru sérhann- aðir fyrir okkur í Ameríku og básarnir passa fyrir ís- lenska hesta,“ lýsir Ingimar. „Við breyttum vögnun- um með því að mjókka þá og lækka þakið svo þeir tækju minni vind á sig. Auk þess látum við setja í þá ABS-bremsur sem evrópskar reglur kveða á um að séu notaðar.“ Ingimar kveðst hafa teiknað upp þær breytingar á amerísku vögnunum sem honum þótti við þurfa meðan hann var staddur hjá framleiðanda þeirra í Indiana. „Ég var bara með hönnuði fyrirtækisins í tvo daga við að sauma þetta saman. Hann var svo einstaklega jákvæður og sagði alltaf: „Já, ég get gert þetta,“ og stóð við það. Útkoman smáþróaðist í að verða svona glæsileg og nú er fyrirtækið farið að markaðssetja kaffistofuna ytra sem við létum hanna fyrir okkur.“ Ingimar segir vagnana það þunga að engin hætta sé á að þeir fjúki. En hvernig bíl skyldi fólk þurfa að eiga til að draga þá? „Amerískan Pickup og það vill svo til að hestamenn eiga flestir þannig bíla,“ segir Ingimar og upplýsir að vagnarnir kosti frá fimm til sjö milljónir, eftir gengi krónunnar. - gun Grétar Guðni Guðmundsson hefur keyrt sendibíl í 34 ár. Hann segir bílstjórastarfið fjölbreytt og skemmtilegt enda hefur hann farið í margar eftirminnilegar sendiferðir um dagana. „Ég flyt allt frá skilaboðum upp í fleiri tonna sendingar,“ segir Grétar Guðni Guðmundsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni hf. Grétar hefur tvo bíla til umráða, lítinn Toyota Hiace og Volvo kassa- bíl fyrir stærri farm. Hann þjónustar aðallega fyrirtæki og segir að um sjötíu til áttatíu fyrirtæki og stofnanir versli við hann á ári. „Verkefn- in eru eins misjöfn og þau eru mörg og sumar ferðirnar eru eftirminni- legri en aðrar. Einu sinni tók ég til dæmis með mér 6.000 farþega vestur í Dali,“ segir Grétar og útskýrir að þar hafi verið á ferðinni laxaseiði sem átti að sleppa út í á. Grétar hefur starfað sem bílstjóri í 34 ár og segist síður en svo orð- inn leiður á starfinu. „Margir bílstjórar eru í einhæfum verkefnum og aka kannski sama hringinn mánuðum eða árum saman. Það er eflaust þreytandi. Ég veit hins vegar sjaldnast hvaða verkefni bíða mín og það er skemmtilegt. Starfið er líflegt og maður hittir marga,“ segir Grétar og bætir við að margt hafi breyst frá því hann byrjaði í starfinu. „Bíl- arnir hafa stækkað mikið og flutningatækninni hefur fleytt fram. Áður var allt lausavara og maður þurfti að tína allt í höndunum inn í bílana. Það tók kannski fjórar klukkustundir að ferma bílinn sem tekur 20 mín- útur núna með rafmagnslyftum og öðrum hjálpartækjum,“ segir Grétar en bendir á að starfið reyni þó enn talsvert á þrekið. Grétar sendist aðallega innanbæjar en hefur þó farið í ýmsar lang- ar ferðir. „Árið 1993 fór ég alla leið til Korsíku. Ég hafði tekið að mér verkefni fyrir franska sendiráðið og þegar verslunarfulltrúi á þeirra vegum þurfti að flytja aftur til Frakklands leituðu þeir til mín með að koma búslóðinni í gám. Ég spurði hvort þeir vildu ekki bara að ég kæmi henni alveg á leiðarenda og gerði þeim tilboð sem þeir tóku,“ rifjar Grétar upp. Hann lagði af stað frá Reykjavík á sendibílnum sínum og ók til Seyðisfjarðar þar sem hann ók um borð í Norrænu. „Svo fór ég í land í Danmörku og ók þaðan niður til Parísar og skilaði hluta af búslóð- inni af mér. Síðan hélt ég áfram niður til Nice og tók ferju til Korsíku, en þangað átti farmurinn að fara,“ segir Grétar, sem er sannfærður um að þetta hljóti að vera lengsta sendiferð í sögu íslenskra sendibílstjóra, enda tók hún heilan mánuð. - þo Fór í eina lengstu sendiferð sögunnar Grétar flytur alls kyns farm fyrir fyrirtæki og einstaklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Límbandsrúllan er mikið þarfaþing þegar pakkað er ofan í kassa. Sérútbúinn húsvagn fyrir hesta og menn Hestakerra og hjólhýsi í einum pakka sem Ingimar á Selfossi flytur inn. Heimasíðan hans er www.ib.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er ekki dónalegt að hafa svona aðstöðu á hestamanna- mótunum. Hvaða kassi er nú þetta? Veit einhver hvað þessi veggur er langur? Var ekki hamar hérna einhvers staðar? Þegar flutt er milli íbúða er mikilvægt að hafa röð og reglu á hlutunum. Nokkur einföld verkfæri ættu alltaf að vera til taks og það er pínlegt að gleyma að útvega nauðsynlega hluti eins og pappakassa. Hér eru nokkur atriði sem gott er að muna eftir. Allt við höndina Verkfærataskan verður að vera við höndina. Þú veist aldrei hvenær þarf að negla nagla eða bora í veggi. Gott er að merkja alla kassa vel og vandlega og skrifa í hvaða herbergi þeir eiga að fara. Málbandið kemur að góðum notum við flutninga. Þú gætir jafnvel þurft að mæla dyraopin til að vita hvort húsgögnin þín komist inn eða hvort þú neyðist til að kaupa ný. Kassar eru nauðsynlegir. Víða í verslun- um má fá gefins kassa en svo má líka kaupa þá í öllum stærðum og gerðum. Vonandi slasarðu þig ekki í látunum en það er gott að hafa plásturinn tilbúinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.