Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 21
][ Fögur náttúra og skemmtileg menning einkennir Serbíu sem nú býr sig undir að taka á móti Eurovision-gestum. Í haust gefst Íslendingum kostur á borgarferðum til Belgrad. Serbía er landlukt land á Balkan- skaga og var stærsti og fjölmenn- asti hluti Júgóslavíu þegar hún var og hét. Á undanförnum árum hefur ferðaþjónusta í Serbíu blómstrað. Búast má við að fjölmargir leggi leið sína þangað á næstunni meðan Eurovision-söngkeppnin fer fram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, 20. til 24. maí. Borgin hefur upp á margt að bjóða enda ein elsta borg Evrópu, stofnuð á tímum Kelta og Rómverja. Borgin á sér merka sögu ekki síst vegna þess að fáar borgir hafa jafn oft risið upp úr ösku eftir styrjaldir og árásir. Þótt ekki sé flogið beint frá Íslandi til Belgrad má búast við að margir Íslendingar leggi leið sína til Serbíu meðan á söngvakeppninni stendur. Nebojsa Colic, sem búsett- ur hefur verið á Íslandi í átta ár og hefur nýlega hafið rekstur ferða- skrifstofunnar Serbíuferðir, ætlar að nýta sér það. „Ég ákvað að nota tækifærið nú þegar Eurovision er haldin í Bel- grad og bjóða upp á nokkrar skoðun- arferðir fyrir þá Íslendinga sem þar verða. Svo stefni ég á að bjóða upp á þriggja til fjögurra daga ferðir til Belgrad í haust með beinu flugi frá Keflavík,“ segir Nebojsa og útskýr- ir að þótt ekki sé flogið beint til Serbíu nú sé auðvelt að komast þangað, til dæmis með því að fljúga í gegnum Kaupmannahöfn. Ferðirnar sem Nebojsa ætlar að bjóða upp á meðan á Eurovision stendur eru til þriggja borga í nágrenni Belgrad, Vršac, Novi Sad og Kragujevac. Hægt er að nálgast upplýsingar um þær á heimasíðunni www.serbia.is. thorgunnur@frettabladid.is Ekki bara Eurovision Belgrad Belgrad er höfuðborg Serbíu og jafnframt stærsta borg landsins. Meðal staða í borginni sem vert er að skoða er Kalemegdan-kastalinn, höll Ljubicu prinsessu og hernaðar- safnið svo fátt eitt sé nefnt. Novi Sad Novi Sad er falleg lítil borg í ná- grenni Belgrad. Manasija-klaustrið Klaustrin í Serbíu eru heillandi og þau er gaman að skoða. Gamli bærinn í Sirogojno Í Sirogojno er eins konar byggða- safn í anda Árbæjarsafns. Þar má kynnast lífinu í hefðbundnu 19. aldar þorpi. Ferðataska í skærum lit er áberandi á færibandinu á stórri flugstöð. Taskan týnist síður ef hún er merkt eiganda sínum. Um ferðir innanlands AUÐVELT ER AÐ FRÆÐAST UM ÞJÓNUSTU, ÁNINGARSTAÐI OG AFÞREY- INGU ÁÐUR EN LAGT ER Í FERÐALAG INNANLANDS MEÐ ÞVÍ AÐ FARA Á VEFINN FERDALAG.IS. Ferðamálastofa heldur úti öflug- um upplýsingavef fyrir Íslendinga sem eru að skipuleggja ferðir um eigið land er hefur slóðina fer- dalag.is. Þar er að finna fróðleik um staðhætti og náttúrufar hvers landshluta fyrir sig, áhugaverða staði, gistingu, umferð, göngu- gerðir og fjölmargt fleira. Má fullyrða að hér sé um að ræða stærsta gagnagrunninn um íslenska ferðaþjónustu sem til er í dag. Til dæmis er þar að finna upplýsingar um opnunartíma safna um allt land og lista yfir það sem er á döfinni, golfvelli, veiði, sundlaugar, reiðhjólaleigur og hestaleigur, svo nokkuð sé nefnt. Loks má nefna ýmsar fleiri hagnýtar upplýsingar, svo sem um upplýsingamiðstöðvar, ferðaskrifstofur, vegalengdir á milli staða og ýmislegt fleira. - gun Breiðavík býður upp á hvítan sand í breiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Áhugaverðir staðir í Serbíu: Gaman er að ferðast til lítilla bæja og þorpa og sjá hvað þau hafa upp á að bjóða. NORDICPHOTOS/GETTY MasterCard Mundu ferðaávísunina! Montreal Hótelstjórnun Nám á háskólastigi kennt í samstarfi við César Ritz Colleges í Sviss. Spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur sem lokið hafa sveinsprófi í matvælagreinum og/eða stúdents- prófi. Námið veitir alþjóðlegt diploma í hótelstjórnun og tekur tvær annir ásamt 1000 vinnustundum í starfs- þjálfun. Í framhaldi býðst nemendum að ljúka BS-námi hjá César Ritz Colleges í Sviss. Starfstengt ferðafræðinám Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja starfa í ferðaþjónustu- fyrirtækjum. Námið skiptist í bóklegt nám í tvær annir og þriggja mánaða starfsþjálfun hjá ferðaþjónustufyrirtæki. Kennt er síðdegis, mánudaga til fimmtudaga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 21 árs aldri og vera með stúdentspróf eða annað sambærilegt nám. Hagnýtt ferðafræðinám - fjarnám Hnitmiðað nám sem er sérsniðið fyrir þá sem starfa við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Námið tekur tvær annir. Kennsla hefst í október og henni lýkur í apríl. Flugþjónustunám Undirbúningsnám fyrir verðandi flugfreyjur og flugþjóna. Námið tekur eina önn. Kennt er síðdegis mánudaga til fimmtudaga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 21 árs aldri og vera með stúdentspróf eða annað sambærilegt nám og hafa gott vald á tveimur erlendum tungumálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.