Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 20
[ ] Veiðiferðir eru góð skemmtun úti í náttúrunni fyrir alla fjöl- skylduna. Á blíðviðrisdögum er fátt skemmti- legra en að standa á árbakka og kasta fyrir fisk með fuglasönginn í eyrunum. Spennan kitlar í magann við að bíða eftir því að bíti á öngul- inn og fólk gefur sér tíma til að slappa af. Á ferðalagi fjölskyldunnar í sumarfríinu er sniðugt að hafa veiðikortið meðferðis og þræða vötnin um landið. Fjölskyldu- tengslin styrkjast þegar foreldr- arnir kenna krökkunum handtökin og krakkarnir læra að umgangast náttúruna. Áður en lagt er af stað er betra að koma sér upp góðum búnaði. Sveinbjörn Guðmundsson hjá Sportvörum á Krókhálsi segir grunnútbúnað fyrir krakkana fyrst og fremst vera stöng og hjól og svo viðeigandi fatnað. „Það má alltaf gera ráð fyrir að krakkarnir vaði út í og þá er gott að vera vel stígvélaður. Einnig er mjög gott að vera með sólgleraugu við veiðarnar, bæði til að sjá betur í vatnið og eins öryggisins vegna svo ekki fari öngull í augað.“ Sveinbjörn segir best að byrja á einföldum settum og passa að stöngin sé ekki of stór. Í verslun- inni hjá honum fást grunnsett frá krónum 6.995 og oft komi krakk- arnir með foreldrunum til að velja stöng og spúna. Hann segir í raun ekkert aldurstakmark á hversu ungir krakkar geti veitt, það fari frekar eftir þolinmæði foreldr- anna. Sveinbjörn mælir einnig með því að nota flotholt fyrir yngstu krakk- ana og gervibeitu. Svo er gott að vera með skjólur undir dótið, til dæmis litla bakpoka sem er þá líka hægt að setjast á ef veiðin lætur bíða eftir sér. heida@frettabladid.is Veiðiferð fjölskyldunnar Grunnútbúnaður fyrir krakka í veiðiferð getur verið stöng, hjól, hlífðargleraugu og önglar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veiðiferðir eru fjölskylduvænt sport og krakkarnir læra að umgangast náttúruna. Öngullinn er beittur og skal handleika hann fumlaust. Gott er að geyma hann í litlum plastílátum svo hann krækist ekki í farangur. Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.