Fréttablaðið - 14.05.2008, Síða 20

Fréttablaðið - 14.05.2008, Síða 20
[ ] Veiðiferðir eru góð skemmtun úti í náttúrunni fyrir alla fjöl- skylduna. Á blíðviðrisdögum er fátt skemmti- legra en að standa á árbakka og kasta fyrir fisk með fuglasönginn í eyrunum. Spennan kitlar í magann við að bíða eftir því að bíti á öngul- inn og fólk gefur sér tíma til að slappa af. Á ferðalagi fjölskyldunnar í sumarfríinu er sniðugt að hafa veiðikortið meðferðis og þræða vötnin um landið. Fjölskyldu- tengslin styrkjast þegar foreldr- arnir kenna krökkunum handtökin og krakkarnir læra að umgangast náttúruna. Áður en lagt er af stað er betra að koma sér upp góðum búnaði. Sveinbjörn Guðmundsson hjá Sportvörum á Krókhálsi segir grunnútbúnað fyrir krakkana fyrst og fremst vera stöng og hjól og svo viðeigandi fatnað. „Það má alltaf gera ráð fyrir að krakkarnir vaði út í og þá er gott að vera vel stígvélaður. Einnig er mjög gott að vera með sólgleraugu við veiðarnar, bæði til að sjá betur í vatnið og eins öryggisins vegna svo ekki fari öngull í augað.“ Sveinbjörn segir best að byrja á einföldum settum og passa að stöngin sé ekki of stór. Í verslun- inni hjá honum fást grunnsett frá krónum 6.995 og oft komi krakk- arnir með foreldrunum til að velja stöng og spúna. Hann segir í raun ekkert aldurstakmark á hversu ungir krakkar geti veitt, það fari frekar eftir þolinmæði foreldr- anna. Sveinbjörn mælir einnig með því að nota flotholt fyrir yngstu krakk- ana og gervibeitu. Svo er gott að vera með skjólur undir dótið, til dæmis litla bakpoka sem er þá líka hægt að setjast á ef veiðin lætur bíða eftir sér. heida@frettabladid.is Veiðiferð fjölskyldunnar Grunnútbúnaður fyrir krakka í veiðiferð getur verið stöng, hjól, hlífðargleraugu og önglar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veiðiferðir eru fjölskylduvænt sport og krakkarnir læra að umgangast náttúruna. Öngullinn er beittur og skal handleika hann fumlaust. Gott er að geyma hann í litlum plastílátum svo hann krækist ekki í farangur. Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.