Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 2
2 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR FANGELSISMÁL „Sonur minn var mjög langt leiddur fíkill þegar hann fór inn á Litla-Hraun. Í fangelsinu hélt hann áfram í bullandi neyslu og var skiljanlega settur á gang sem gekk undir nafninu neyslugang- urinn í fyrstu,“ segir Svala Kristín Pálsdóttir, móðir ungs fanga. Hún segir líf sonar síns hafa breyst mjög til batnaðar eftir að hann komst inn á meðferðarganginn á Litla-Hrauni. „Það er ekkert leyndarmál að það hafði mikil áhrif á mig að skoða aðstæður á Litla-Hrauni. Á meðferðarganginum er jákvætt andrúmsloft og hefur reynslan af því starfi sem þar hefur verið unnið sýnt að það ber að halda því áfram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Guðlaugur undirritaði fyrir skömmu samning ásamt Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra sem tryggir fé til að standa undir rekstri meðferðar- gangsins á Litla-Hrauni. Guðlaugur segir hvort ráðuneyti leggja fram sjö og hálfa milljón fyrir rekstrinum þetta ár. Fréttablaðið fjallaði um rekstur meðferðargangs- ins snemma á þessu ári. Í þeirri umfjöllun kom fram að í átta ár höfðu fangelsismálayfirvöld óskað eftir fjármagni til reksturs gangsins en án árang- urs. Seint á síðasta ári leiddi úttekt Fangelsismála- stofnunar í ljós að rúmlega 70 prósent fanga á Litla-Hrauni voru með fíkniefni í blóði. Þótti starfsmönnum þá sýnt að ekki væri hægt að bíða lengur eftir fjármagni og var meðferðargangi komið á í tilraunaskyni. Með samningi ráðuneyt- anna er ljóst að starfinu verður áfram haldið úti. Sonur Svölu var langt frá því að vera fyrirmynd- arfangi í byrjun fangelsisvistarinnar. Síðasta sumar lenti hann í útistöðum við samfanga sinn og slasaði. Við það var hann settur í einangrun í rúmar tvær vikur. Þegar hann losnaði úr henni varð honum ljóst að hann yrði að hætta neyslu fíkniefna. Það var þó vitanlega erfitt þar sem framboðið á fíkniefnum í fangelsinu hefur verið mikið. Þegar meðferðar- gangurinn opnaði í nóvember á síðasta ári fékk hann þar inni. „Veran þar gerði honum kleift að halda sig við sett markmið og styrkti hann mikið,“ segir Svala. Sonur hennar er nú á Kvíabryggju sem ætlað er fyrirmyndarföngum og segir hún skammt í að hann komist á áfangaheimilið Vernd. Þennan árangur megi þakka því að hann hafi náð tökum á fíkn sinni á meðferðarganginum. karen@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Alþingi hefur fram- lengt umsóknarfrest um embætti ríkisendurskoðanda þar sem ábendingar bárust um að fyrri auglýsing hefði farið framhjá fólki sem kynni að hafa áhuga á starfinu. Embættið var upphaflega aug- lýst í Lögbirtingablaðinu 11. apríl og í Morgunblaðinu 13. apríl. Var umsóknarfrestur auglýstur til 5. maí. 7. maí var framlengdur umsókn- arfrestur til 16. maí auglýstur í Morgunblaðinu og hinn 8. var aug- lýsing sett á starfatorg.is. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins höfðu fimm umsóknir borist þegar fyrri frestur var útrunninn. „Ástæða þess að umsóknarfrest- ur um embætti ríkisendurskoð- anda var framlengdur er sú að ábendingar höfðu komið fram um að fyrri auglýsing hefði farið framhjá einhverjum og því ekki borið fyrir augu allra sem áhuga kynnu að hafa á embættinu,“ sagði Þorsteinn Magnússon, aðstoðar- skrifstofustjóri Alþingis, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Spurður hvort seinni auglýsing- in hefði birst víðar eða í sömu miðlum svaraði hann því til að Morgunblaðið væri rótgróinn og velþekktur miðill fyrir atvinnu- auglýsingar og að líklegast væri að þeir sem hefðu hug á embætti ríkisendurskoðanda læsu það blað. - bþs Fimm sóttu um embætti ríkisendurskoðanda en ákveðið var að auglýsa aftur: Auglýsingin fór framhjá fólki ALÞINGISHÚSIÐ Umsóknarfrestur um embætti ríkisendurskoðanda rennur út á föstudag. Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 ATVINNUMÁL Skráð atvinnuleysi á Íslandi í apríl 2008 var eitt prósent. Þannig voru að meðaltali 1.717 manns atvinnulausir í apríl, að sögn Vinnumálastofnunar. Það eru 43 fleiri en í mars. Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar var atvinnuleysi í apríl um átta prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu er 0,8 prósent eða það sama og í mars. Á landsbyggðinni minnkar atvinnuleysi örlítið og er 1,4 prósent, en var 1,5 prósent. Atvinnuleysi karla er 0,9 prósent og atvinnuleysi kvenna er 1,3 prósent eins og í mars. - gar Tölur Vinnumálastofnunar: Atvinnuleysi minna en 2007 STJÓRNMÁL Að beiðni Ríkisútvarps- ins verða eldhúsdagsumræður að kvöldi þriðjudagsins 27. maí en ekki miðvikudagsins 28. maí eins og áður var ákveðið og ráðgert var í starfsáætlun þingsins. Eldhúsdagsumræður eru almennar stjórnmálaumræður með þátttöku allra flokka á Alþingi. Skal þeim bæði útvarpa og sjónvarpa. Að sögn Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, óskaði Ríkisút- varpið eftir því að umræðurnar yrðu fluttar um dag. Ástæðan er sú að á miðvikudagskvöldinu eigast við Ísland og Wales í knattspyrnu og verður leikurinn í beinni útsendingu Sjónvarpsins. - bþs Eldhúsdegi flýtt að ósk RÚV: Pólitíkin víkur fyrir fótbolta SKOÐANAKÖNNUN Ólafur F. Magnússon borgarstjóri næði ekki kjöri sem borgarfulltrúi, samkvæmt nýrri könnun Gallup um fylgi stjórnmálaflokka í Reykjavík. Samfylkingin bætir við sig þremur borgarfulltrúum og er nálægt hreinu meirihluta- fylgi. Sjálfstæðisflokkur tapar tveimur mönnum. Framsóknar- flokkurinn fengi engan mann kjörinn. Samkvæmt könnun Gallup fengi Samfylkingin rúm 47 prósent, sem er aukning um 6,5 prósentustig frá fyrri könnun, en Sjálfstæðisflokkurinn 31 prósent og tapar átta prósentustigum. Fylgi Vinstri grænna eykst um 2,5 prósent og Framsókn eykur lítillega við sig. Fylgi F-lista er nánast óbreytt. - shá Könnun á fylgi í Reykjavík: Borgarstjóri næði ekki kjöri Meðferðargangurinn bjargaði syninum Heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra hafa undirritað samning sem tryggir rekstur meðferðargangs á Litla-Hrauni. Móðir ungs fanga, sem var langt leiddur fíkill, segir hann hafa náð tökum á lífi sínu á meðferðarganginum. UNDIRRITUN Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ásamt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. MYND/HELGI MÁR ARTHÚRSSON FANGINN Þessi mynd var tekin þegar Fréttablaðið heimsótti Litla-Hraun í byrjun þessa árs og ræddi þá meðal annars við son Svölu. Hann er nú á Kvíabryggju sem ætluð er fyrirmynd- arföngum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTAMÁL Donna E. Shalala, prófessor og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Bandaríkj- anna, hefur hlotið heiðursdokt- orsnafnbót frá Háskóla Íslands. Dr. Shalala er rektor og prófessor við Háskólann í Miami á Flórída. Hún var heilbrigðis- ráðherra Bandaríkjanna í átta ára valdatíð Bills Clinton en gegndi þar áður starfi prófess- ors í stjórnmálafræði við Wisconsin-háskóla. Kristín Ingólfsdóttir rektor, ásamt viðskipta- og hagfræðideild, mun veita dr. Shalala heiðurs- doktorsnafnbótina 11. júní næstkomandi og heldur hún fyrirlestur í hátíðarsal skólans af því tilefni. - shá Háskóli Íslands: Ráðherra Clin- tons útnefndur heiðursdoktor LÖGREGLUMÁL Ráðist var á Guðmund Jónsson, kenndan við Byrgið, við heimili hans í Gríms- nesi um kvöldmatarleytið á mánudag. Fréttavefurinn Vísir.is segir frá þessu. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut Guðmund- ur minni háttar áverka og hyggst kæra árásina. Árásarmaðurinn vann auk þess nokkrar skemmdir á bifreið hans þar sem hún stóð fyrir utan heimili hans. Árásarmaðurinn var einn á ferð og var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang. Guðmundur var á föstudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum sem voru skjólstæðingar hans í Byrginu. - shá Guðmundur í Byrginu: Meiddist í árás og hyggst kæra GUÐMUNDUR JÓNSSON Guðmundur, byggirðu söguna um svínið á reynslu þinni úr pólitík? „Nei ég þurfti ekki að kafa þangað til að sækja efnivið. Þetta er bók um lífið.“ Guðmundur Steingrímsson leggur nú lokahönd á barnabók ásamt Halldóri Baldurssyni. Aðalsöguhetjan er svínið Pétur. Guðmundur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í stjórnmálum. STJÓRNMÁL Aðild að Evrópusam- bandinu og upptaka evru eru til umræðu á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins og í undirbúningi er að halda sérstaka fundi um málið á vegum flokksins. Geir H. Haarde, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, upplýsti þetta á opnum fundi flokksins á Akureyri í gær. Sagði hann sjálfstæðismenn ætla að fara nákvæmlega í gegn- um kosti og galla málsins, enda ætti fólk rétt á því. Um leið og Geir ítrekaði að hann teldi galla aðildar vega þyngra en kostina og að afstaða stjórnarflokkanna til málsins væri ólík sagðist hann telja heppilegra að tekist væri á um það innan þar til gerðra hreyf- inga fremur en stjórnmálaflokka. Benti hann á að til væru samtökin Heimsýn, sem eru andsnúin Evr- ópusambandsaðild, og Evrópu- samtökin, sem eru henni hlynnt. Á fundinum fjallaði Geir um efnahagsástandið og sagði unnið að lántöku til að auka gjaldeyris- varaforða Seðlabankans. Sagði hann fleiri verkefni í vinnslu sem tryggja mættu varnir Íslands þegar vandi steðjaði að efnahagskerfinu. Geir sagði að við núverandi aðstæður væri mikilvægt að rík- isstjórnin hefði traustan þing- meirihluta. Nú byði hann ekki í að hafa haldið áfram stjórnar- samstarfinu við Framsóknar- flokkinn svo ekki væri minnst á samstarf við VG. Rómaði hann samstarfið við Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, formann hennar. - bþs Sjálfstæðismenn ætla að halda sérstaka fundi um málefni Evrópusambandsins: Kostir og gallar ESB metnir GEIR Á HÓTEL KEA Forsætisráðherra sagði aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru til umræðu á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í gær. Hann lofaði einnig samstarfið við Sam- fylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.