Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 16
16 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Framtíðarskipan löggæslumála
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra vill stækka lögregluumdæmi
enn frekar, utan höfuðborgarsvæð-
is og Suðurnesja.
„Með stækkun lögregluumdæma
eykst styrkur hvers embættis fyrir
sig, þar á meðal til rannsókna,“
segir ráðherra. „Til álita kemur að
mæla fyrir um verkaskiptingu á
milli einstakra embætta, svo að
innan þeirra myndist sérþekking,
sem nýttist öllum embættum, ef á
henni þyrfti að halda.
Lögregluumdæmi hafi sjálf-
stæðan fjárhag en fyrir hendi sé
fjárlagaliður hjá ríkislögreglu-
stjóra til að auðvelda samskipti
milli einstakra embætta, ef um sér-
stakar aðgerðir og samvinnu er að
ræða,“ segir ráðherra enn fremur.
Hann bendir á að tillögur rétt-
arfarsnefndar og ráðuneytisins
um ákvæði í frumvarpi um með-
ferð sakamála, sem er til umræðu
á Alþingi, miði að því að ákæru-
valdið sé þrískipt, það er hjá ríkis-
saksóknara, héraðssaksóknara og
lögreglustjórum, öðrum en ríkis-
lögreglustjóra.
„Ásýnd ákæruvaldsins ætti
þannig að verða enn skýrari en nú
er, með einum ríkissaksóknara og
einum héraðssaksóknara, ásamt
saksóknurum og öðru starfsliði við
embættin,“ útskýrir ráðherra. „Þá
er gert ráð fyrir, að lögreglustjórar
geti í ríkari mæli en nú lokið máli
án ákæru, og ætti það að hlífa sak-
borningi, lögmönnum og dómurum
við að sitja yfir málum, sem eru
betur afgreidd með sektargreiðslu
en í dómsal.“
Varðandi sérsveitina segir ráð-
herra að 2004 hafi hún verið flutt
til ríkislögreglustjóra, en í aðgerð-
um eigi hún að lúta boðvaldi við-
komandi lögreglustjóra.
„Flutningurinn kom til vegna
þess að sú skipan sem gilti tryggði
ekki stöðuga viðveru sérsveitar-
manna á höfuðborgarsvæðinu, svo
að dæmi sé tekið. Fjöldi sérsveitar-
manna byggist á því, að hér sé í
landinu nægilega stór og þjálfuð
sveit lögreglumanna til að takast á
við verkefni eins og flugrán. Ég hef
ekki séð nein rök, sem mæla með
því að horfið sé frá þeirri skipan,
sem kom til sögunnar 2004.“
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra:
Stærri og öflugri
lögregluumdæmi
BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra
leggur til að lögregluumdæmi hafi sjálf-
stæðan fjárhag.
FRÉTTASKÝRING
JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR
jss@frettabladid.is
Menn eru ekki á einu máli
hvernig framtíðarskipan
löggæslumála skuli háttað.
Ríkislögreglustjóri telur
þann kost fýsilegan að sam-
eina lögregluna í eitt lög-
reglulið undir stjórn emb-
ættis RLS. Fjárveitingar
til lögreglumála færist frá
ráðuneyti til embættisins.
Lögreglustjóri höfuðborgar-
svæðisins vill færa deildir
sem sinna sérhæfði lög-
gæslu frá RLS til stærstu
lögreglustjóraembættanna.
Skiptar skoðanir eru nú uppi um
framtíðarskipan löggæslumála í
landinu. Haraldur Johannessen
ríkislögreglustjóri telur málum
best þannig fyrir komið til fram-
tíðar að lögreglustjóraembættum
verði fækkað enn frekar eða niður
fyrir tíu. Lögreglustjórar eigi
nánast eingöngu að sýsla með lög-
regluverkefni en ekki verkefni
sýslumanna og tollstjóra. Sér-
fræðingar um stjórnskipulag lög-
reglu hafi meðal annars bent á
fyrirkomulag á Írlandi og álíti að
þar eigi að leita fyrirmyndar.
Vænlegast til árangurs væri að
sameina lögregluna í eitt lög-
reglulið undir stjórn ríkislög-
reglustjóra. Þá eigi ákæruvaldið
ekki að vera í höndum lögreglu-
stjóranna. Fjárveitingar til lög-
reglumála færist til ríkislögreglu-
stjóra og þaðan til lögreglustjóra
og löggæsluverkefna. Þannig
verði fjárveitingum og starfs-
kröftum best varið almenningi til
heilla.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
á höfuðborgarsvæðinu, álítur hins
vegar mjög koma til álita að færa
deildir sem sinna sérhæfðri
almennri löggæslu frá embætti
ríkislögreglustjóra til stærstu
lögregluembætta landsins, það er
höfuðborgarsvæðisins og Suður-
nesja, og eftir atvikum fleiri emb-
ætta ef tillögur um enn frekari
stækkun embætta ganga eftir.
Um er að ræða sérsveitina,
alþjóðadeildina, efnahagsbrota-
deildina og fjarskiptamiðstöðina.
Lögreglustjórar fari einungis með
lögreglustjórn
„Ég setti fram fyrir rúmum tíu
árum hugmyndir að breytingum á
skipulagi lögreglunnar í landinu,
fjölda lögreglustjóra og hlutverki
þeirra, sem gætu leitt til bættrar
starfsemi og skilvirkara og hag-
kvæmara stjórnkerfis lögregl-
unnar,“ segir Haraldur Johann-
essen ríkislögreglustjóri. Hann
segir þær hugmyndir einnig hafa
falist í því að lögreglustjórar
færu einungis með lögreglu-
stjórn, en ekki verkefni á sviði
sýslumanna og tollgæslu eða ann-
arra verkefna utan löggæsluverk-
efna. „Ég er enn á þeirri skoðun
að lögreglustjórarnir eigi nánast
eingöngu að sinna lögreglu-
stjórn,“ segir ríkislögreglustjóri.
Hann útskýrir að eftir ofangreind-
ar breytingar gætu menn svo velt
fyrir sér hjá hvaða lögreglustjóra
einstök verkefni myndu liggja
hverju sinni. Það færi eftir þörf-
um á hverjum tíma og faglegu
mati.
Verkefni á landsvísu
Haraldur bendir einnig á að ríkis-
lögreglustjóri hafi byggt upp
verkefni á landsvísu, eins og fjar-
skiptamiðstöð, bílamiðstöð, sér-
sveit, almannavarnadeild, grein-
ingardeild og alþjóðadeild, sem
sum eru alþjóðleg verkefni. Mörg
verkefna embættisins séu frum-
kvæðisvinna sem byggð hefur
verið upp frá grunni. Haraldur
segir að hugmyndir hans að fram-
tíðarfyrirkomulagi löggæslumála
eigi stoð í áliti Dr. Niels Bracke
sem er helsti sérfræðingur Evr-
ópusambandsins í löggæslumálum
og hefur verið ríkislögreglustjóra
og dómsmálaráðherra til ráðgjaf-
ar í þessum efnum um nokkurt
skeið.
Vill sérhæfða almenna löggæslu
til lögreglustjóra
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu, segir
umræðu um tilfærslu sérhæfðrar
almennrar löggæslu frá embætti
ríkislögreglustjóra til lögreglu-
embættanna hafa meðal annars
komið fram þegar verkefnisstjórn
um nýskipan lögreglumála hafi
skilað skýrslu sinn árið 2005. Þar
voru gerðar tillögur um fækkun
lögregluembætta og nefnt sér-
staklega að eftir því sem einstaka
lögregluembætti væru stærri því
betur væru þau í stakk búin til að
taka að sér sérhæfð almenn lög-
gæsluverkefni á landsvísu.
„Þróun í þessa átt væri í sam-
ræmi við stöðu mála á hinum
Norðurlöndunum,“ útskýrir hann.
„Ríkislögreglustjóraembættin
þar eru í raun hreinar stjórnsýslu-
stofnanir og einbeita sér að sam-
ræmingu og eftirliti með störfum
lögregluliðanna, bæði varðandi
fagleg atriði sem og markmið og
árangur á sviði löggæslu. Þennan
þátt innan löggæslunnar er mikil-
vægt að efla hér á landi.“
Lögreglustjórinn segir Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra
aðaldrifkraftinn í þeim miklu
breytingum sem orðið hafa und-
anfarið í löggæslumálum. Þar sé
af mörgu að taka.
„Framsýni hans og þekking á
sviði löggæslu og öryggismála
hefur gert það að verkum að allir
þeir aðilar sem þar leika lykil-
hlutverk eru í dag mun betur í
stakk búnir til að sinna sínum
verkefnum en áður.“
Yfirmenn ósammála um framtíðarskipan
LÖGREGLAN Skoðanamunur á skipan löggæslu í landinu snýst einkum um tilfærslu yfirstjórnar lögreglu, deilda sem sinna sér-
hæfðri almennri löggæslu, svo og verkefna lögreglustjóra.
STEFÁN EIRÍKSSON Vill að deildir sem
sinna sérhæfðri almennri löggæslu
færist frá embætti ríkislögreglustjóra
til stærstu lögregluembætta landsins.
HARALDUR JOHANNESSEN Segir að
vænlegast til árangurs sé að sameina
lögregluna í eitt lögreglulið undir
stjórn ríkislögreglustjóra.
RV
U
N
IQ
U
E
04
08
05
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Fagleg og persónuleg
þjónusta
Sjúkraliði RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiðbeinir skjólstæðingum TR,
einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitir
ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur.
Sími: 520 6673
johanna@rv.is
www.rv.is
1Ýmis úrræði
og ráðgjöf
vegna þvagl
eka
Við höfum gefið út vandaðan TENA bækling- um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka. Hafðu samband og við sendum þér eintak.