Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 22
[ ]
Það þarf oft ekki mikið til að
hressa upp á heimilið. Jóhanna
Friðrika Sæmundsdóttir leik-
kona greip til einfaldra ráða.
„Ég tíndi blóm og setti í vasa inni
í stofu,“ segir Jóhanna um nýj-
ustu breytingarnar heima hjá
sér.
„Ég vildi lífga upp á heimilið
og gleðja Jón Gunnar, sambýlis-
mann minn, sem situr heima og
lærir fyrir próf. Ég geri þetta oft
á sumrin til að hressa aðeins upp
á stemninguna í stofunni. Núna
tíndi ég páskaliljur sem ég fann
niðri við tjörn, mjög fallegar, og
stóðu þær í marga daga.“
Jóhanna segist vera nokkuð
handlagin en er þó ekkert dugleg
við framkvæmdir heima við.
„Ég bý í lítilli íbúð og get ekki
sagt að ég sé dugleg við að breyta.
Færi frekar til hluti til að hreyfa
aðeins við orkunni í húsinu en
bara við það að raða öðruvísi þá
breytist orkan inni.“
Jóhanna, sem sjálf er leikkona,
hefur nýlokið við að leikstýra
Nemendaleikhúsinu og er komin í
langþráð sumarfrí. Hún ætlar að
verja því í rólegheitum.
„Nú er ég komin í sveitina í
Skagafirðinum og ætla svo að
vera í Flatey á Breiðafirði í sumar
og hafa það huggulegt.“
- rat
Tíndi blóm í vasa
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona tínir blóm til að lífga upp á heimilið.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Garðkanna ætti að vera til á hverju heimili. Ef hún er ekki notuð
til að vökva blómin má gróðursetja í hana falleg sumarblóm.
Það er spennandi áfangi í lífi barns og foreldra þegar
kaupa á fyrsta alvörurúmið.
Þegar litlu börnin vaxa upp úr rimlarúmunum þarf að huga að
mörgu þegar nýtt rúm er keypt. Margt er í boði en alltaf þarf
öryggið að ganga fyrir útlitinu. Þegar farið er úr rimlarúmi
yfir í stærra rúm er hætta á að litlu grislingarnir detti fram
úr til að byrja með. Mikilvægt er því að setja öryggisgrind
fyrir þá hlið sem snýr frá veggnum.
Kojurúm eru til af ýmsum toga og er góður kostur þegar
plássið er lítið, eitt af því sem hafa þarf í huga er að bilið á
milli þrepanna upp í rúmið sé það stutt að lítil höfuð komist
ekki þar á milli. Stækkanleg rúm eru oft góð lausn en tryggja
þarf að botninn á þeim færist ekki í sundur.
Frekari upplýsingar um rúm og öryggi barna má finna á
www.lydheilsustod.is. klara@frettabladid.is
Frá rimlarúmi
yfir í alvöru rúm
Þessi koja býður
upp á gistingu
fyrir þrjá. Undir
neðstu kojunni
eru skúffur og svo
eru blaðarekkar
við fótgaflinn.
Kojan ber nafnið
Olympic og fæst í
Rúmfatalagernum.
Hún kostar
29.900
krónur.
Þetta sæta
Olympic-
stelpurúm
fæst í Rúm-
fatalagern-
um og kostar
26.900
krónur. Gott
geymslupláss
er undir rúm-
inu, margar
skúffur og góð
grind.
Mammut heitir þetta
skemmtilega
strákarúm. Það
fæst í Ikea og
kostar rúmgrind-
in 15.700 krónur.
Þetta Kritter-barna-
rúm fæst í Ikea og kostar
7.700 krónur. Rúmið er með
öryggisfjöl svo barnið detti
ekki fram úr í svefni.
Þessu kojurúmi má snúa við
og þá breytist það í venjulegt
rúm með hárri himnasæng.
Rúmið heitir Kura og fæst í
Ikea og kostar 19.950 krónur.
Rúm sem þú setur upp á
aðeins 3 mínútum og tekur
niður á aðeins 3 mínútum
kíktu á kynningarmyndbandið á
þessum frábæru rúmum
Verð frá kr. 27.500
Heitir pottar frá aðeins 495.000
með 6 manna legubekk
Sjálfvirkt ozonizer hreinsikerfi - 5,5 KW - 49 nuddstútar - útvarp og CD
- LD ljós - 3 hestafl a dælur - stærð 2,28x2,28 - hæð 92 cm
einángrun fyrir íslenskar aðstæður
Gestarúm /
ferðarúm
4you.is • Eddufelli 2 • 111 Reykjavík • Sími 564-2030 690-2020
Lok og trappa
fylgir