Fréttablaðið - 14.05.2008, Side 12

Fréttablaðið - 14.05.2008, Side 12
12 14. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR BAÐAR SIG VIÐ GULLNA HOFIÐ Blár vefjarhöttur þessa indverska sikha stendur upp úr vatninu við gullna hofið í Amritsar á Indlandi þar sem maðurinn brá sér í helgibað. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Á aðalfundi Landverndar fyrir skömmu var samþykkt ályktun sem segir að fundurinn hvetji til þess að öll áform Vegagerðarinnar um Gjábakkaveg verði tekin til endurskoðunar. Er þar tekið undir áhyggjur menntamálaráð- herra vegna áforma Vegagerðar- innar og þingmenn Suðurlands hvattir til að taka málið upp og finna lausn þar sem tekið er tillit til athugasemda um áhrif áformaðrar vegagerðar á Þingvallavatn, þjóðgarðinn á Þingvöllum og stöðu svæðisins á heimsminjaskrá UNESCO. - ovd Aðalfundur Landverndar: Endurskoðun Gjábakkavegar LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur hætt rannsókn á meintum sauðaþjófnaði í Nesjum í Hornafirði. Tuttugasta desember síðastlið- inn leituðu lögreglumenn í fjárhúsum Bjarna Sigjónssonar, bónda á Fornustekkum, eftir að fimm sveitungar kærðu hann fyrir sauðaþjófnað. Í kjölfarið voru lambshöfuð send til frekari rannsókna. Í ákvörðun lögreglu- stjóra er vísað til 112. greinar laga um meðferð opinberra mála en þau gögn sem fram komu í málinu þykja ekki nægjanleg til sakfellis. Bændurnir sem kærðu Bjarna geta nú kært ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksókn- ara en vegna vensla kærða og kærenda hefur málið verið íbúum í Nesjum afar erfitt. - ovd Málið látið niður falla: Sauðaþjófnaður í Hornafirði SKIPULAGSMÁL Verktakar hófust nýverið handa við að malbika umdeilda tengibraut við Helga- fellsland í Mosfellsbæ. Tengi- brautin liggur um Álafosskvos og mótmæltu íbúar veglagningunni harðlega á síðasta ári. Gunnlaugur Ólafsson, varafor- maður Varmársamtakanna, reiknar ekki með frekari mótmælum, enda búið að láta reyna á allar möguleg- ar leiðir í stjórnsýslunni. Fram- kvæmdir hafi verið í gangi í vetur og gott að þeim sé að ljúka. Hann segir að Varmársamtökin muni hugsanlega berjast fyrir færslu vegarins síðar. „Þrátt fyrir allt sem á gekk er þetta orðin staðreynd. Það sýnir okkur hvað við höfum lítið að segja þegar stjórnvöld ætla sér að gera eitthvað,“ segir Jóhannes Bjarni Eðvarðsson, íbúi við Álafossveg. Hann sakar bæjaryfirvöld í Mos- fellsbæ um að draga lappirnar með breytingar á deiliskipulagi í Ála- fosskvos. Þær hafi verið boðaðar síðasta haust. Hann segir að sam- ráði hafi verið lofað, en íbúar hafi ekki orðið varir við það. - bj Framkvæmdir í Álafosskvos langt komnar: Malbika tengibrautina MALBIKAÐ Framkvæmdir við tengibraut við nýtt hverfi í Helgafellslandi eru langt komnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VINNUMARKAÐUR Stjórnendur fjar- skiptafyrirtækisins Mílu hafa kynnt starfsmönnum fyrirtækins á Egils- stöðum og Höfn í Hornafirði, alls um tíu manns, umræður sem eru í gangi um að annað fyrirtæki taki yfir starfsemi Mílu á svæðinu. Við- skiptavinir finni ekki fyrir breyt- ingunum. Sigurrós Jónsdóttir, verkefna- stjóri hjá Mílu, segir að ekki verði um uppsagnir að ræða en staðfestir að á öðrum stöðum hafi fólki verið sagt upp og það í langflestum tilfell- um ráðið til verktakafyrirtækisins sem tekur við þjónustunni. „Ef af verður er eingöngu um aðilaskipti að rekstrinum að ræða, engar uppsagnir,“ segir Sigurrós. „Það er búið að upplýsa starfsmenn á svæðinu um að þessar viðræður séu í gangi en ekki sé búið að taka neina ákvörðun og ekki búið að tímasetja nokkurn skapaðan hlut. Þetta er á algjöru frumstigi.“ Sigurrós segir að verið sé að vinna „aðilaskiptin“ á Austurlandi öðruvísi en áður hafi verið gert. „Við höfum verið í viðræðum við starfsfólkið á svæðinu og látið þau vita af því að þessar viðræður séu í gangi, og möguleiki sé á því að þetta geti gerst í framtíðinni en ekki sé búið að festa það niður. Það er kannski mesti munurinn.“ Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að breytingarnar hjá Mílu séu kannski ekki alvondar en klaufa- lega sé staðið að málum og það valdi óróa meðal starfsmanna. Um tíu starfsmenn starfa nú hjá Mílu á Egilsstöðum og Höfn. - ghs Rekstrarbreytingar til umræðu hjá fjarskiptafyrirtækinu Mílu á Austurlandi: Órói meðal starfsmanna KLAUFALEG VINNU- BRÖGÐ Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðar- sambandsins, segir að breytingarnar séu ekki alslæmar en klaufalega sé staðið að málum. ALÞINGI Viðbúið er að þinghaldið síðustu daga vorþingsins verði annasamt. Alls eru 275 mál óaf- greidd í málsmeðferðarkerfi Alþingis og bíða þau ýmist umræðu sjálfs þingheims, afgreiðslu fastanefnda þingsins eða svara ráðherra. Óafgreidd stjórnarfrumvörp eru 79. Fjögur bíða fyrstu umræðu, sjö bíða annarrar umræðu og þrjú þriðju umræðu. Þá eru 65 stjórnarfrumvörp í nefndum. Líklegt er að ríkis- stjórnin eigi enn eftir að leggja fram frumvörp á því þingi sem nú stendur, en til að svo megi verða þarf að leita afbrigða frá þing- sköpum þar sem skammt er til áætlaðra starfsloka Alþingis. Meðal óafgreiddra viðamikilla stjórnarfrumvarpa eru frumvörp um sjúkratryggingar, opinbert eignarhald á auðlindum og fram- halds-, grunn- og leikskóla. Þá hafa ráðherrar meðal annars boðað frumvörp um breytingar á lögum um eftirlaun þingmanna og skiptingu löggæsluembætta á Suðurnesjum. Það sem af er þingi hafa 49 stjórnarfrumvörp verið sam- þykkt, þrjár stjórnartillögur, þrjú þingmannafrumvörp og ein þing- mannatillaga. 174 munnlegum fyrirspurnum hefur verið svarað og 82 skriflega. Skammt er til þingloka. Sam- kvæmt starfsáætlun þingsins verður því frestað fimmtudaginn 29. maí. Fram að því eru sjö hefð- bundnir þingfundadagar áætlaðir og þrír dagar fara í fundi nefnda. Í dag er kjördæmadagur á Alþingi. bjorn@frettabladid.is Næstum þrjú hundruð mál til meðferðar Alþingi hefur til meðferðar 79 stjórnarfrumvörp, níu stjórnartillögur, 71 þingmannafrumvarp og 76 þingmannatillögur. 178 mál eru í nefndum þingsins. Tíu starfsdagar eru eftir af þinghaldi vorsins. ÓAFGREIDD MÁL Á ALÞINGI Stjórnarfrumvörp: Bíða 1. umræðu 4 Í nefnd 65 Bíða 2. umræðu 7 Bíða 3. umræðu 3 Stjórnartillögur: Í nefnd 8 Bíða síðari umræðu 1 Þingmannafrumvörp: Bíða 1. umræðu 14 Í nefnd 57 Þingmannatillögur: Bíða fyrri umræðu 23 Í nefnd 48 Bíða síðari umræðu 5 Fyrirspurnir: Bíða skriflegs svars 32 Bíða munnlegs svars 8 Alls 275 NÓG EFTIR Annir eru fram undan á Alþingi. Fjöldi mála bíður afgreiðslu þegar aðeins um tíu starfsdagar eru eftir af vorþinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN - Miðvikudaginn 14. maí á Hótel KEA, Akureyri - Fimmtudaginn 15. maí í Víkinni, Hafnargötu 80, Reykjanesbæ - Mánudaginn 19. maí í Gistihúsinu, Egilsstöðum - Þriðjudaginn 20. maí í Skrúðgarðinum, Akranesi - Þriðjudaginn 27. maí í Tryggvaskála, Selfossi Fundirnir hefjast kl. 20 – Allir velkomnir! Nánari upplýsingar á www.samfylking.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.