Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA VEIÐI VINNUVÉLAR O.FL. Sandra Daðadóttir, nemandi í áttunda bekk í Áltamýrarskóla, er með brennandi ferðaáhuga, þrátt fyrir ungan aldur, og hefur farið víða. Sandra æfir fimleika hjá íþróttafélaginu Gerplu og hefur ferðast mikið með félaginu. Af öllum þeim ferðum sem Sandra hefur farið í stend- ur ein upp úr og mun lifa lengi í minni hennar. Daginn eftir fermingu hennar fór hún nefnilega í ferðalag ásamt fjölskyldu sinni til Dóminíska lýðveldisins. „Í Dóminíska lýðveldinu gat ég gert nokkuð sem mig hefur dreymt um frá fjögurra ára aldri en það er að synda með höfrungum,“ segir Sandra ánægð. „Þegar ég og foreldrar mínir vorum að ræða ferm- inguna og hvernig henni skyldi háttað kom til tals að sameina ferminguna og þennan draum minn um að synda með höfrungum. Ég fór inn á netið og fann stað þar sem boðið var upp á atriði og samveru með höfr- ungum og ýmsum sjávardýrum,“ útskýrir Sandra. Með Söndru í för voru foreldrar hennar og bróðir ásamt föðursystur og eiginmanni hennar. Alls var fjölskyldan úti í ellefu daga og fóru þau út strax dag- inn eftir fermingu Söndru. Veislan sem Sandra hélt var fyrir hennar allra nánustu og var fámenn en góðmenn. „Fyrir mér var þessi ferð stór og mikil fermingar- veisla sem varði í ellefu daga. Ég var aldrei í vafa um hvernig ég vildi hafa ferminguna og páskana eftir að ég fann þessa ferð,“ segir Sandra og bætir við: „Það sem stóð upp úr annars frábærri ferð var dagurinn í Sea World þar sem við syntum með höfrungum og einnig stingskötum, hákörlum, sæljónum og fiskum. Upplifunin í Sea World var stórkostleg og ég og bróð- ir minn gleymum henni aldrei. Við vorum hræddust við stingsköturnar en það var víst búið að klippa eituroddinn af þeim.“ Í sumar bíður Söndru unglingavinnan en í júlí fer hún í sína næstu ferð sem er keppnisferð í fimleikum með Gerplu til Frakklands. mikael@frettabladid.is Í sundi með höfrungum Gamall draumur Söndru varð að veruleika þegar hún fékk að synda með höfrungum. MYND/DAÐI Smiðjuvegur 38 rauð gata • Sími 564 0606 • Fax 564 0636 www.bilastod.is • bilastod@simnet.is GERUM VIÐ ALLAR TEGUNDIR BÍLA Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 ÞÆGILEGAR, FLOTTAR OG HAGKVÆMAR Vespur verða stöðugt vinsælli hjá Íslend- ingum. BÍLAR 6 Í EIGIN RÚMI Að ýmsu þarf að huga þegar fyrsta alvörurúmið er keypt. HEIMILI 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.