Fréttablaðið - 14.05.2008, Blaðsíða 24
[ ]
Bensínverð er í sögulegu
hámarki og rándýrt er orðið að
fylla tankinn. Æ fleiri leita nú
leiða til þess að spara og þá er
litið til sparneytinna farar-
tækja.
Vespur hafa nú skotið upp kollin-
um á Íslandi og sjást þær æ oftar
á götum borgarinnar. Gunnar
Hansson, leikari og annar eigandi
Hanssona ehf., hefur nú á sínum
snærum frægustu vespur heims.
Piaggio-vespurnar eru ítölsk
hönnun sem hefur notið mikilla
vinsælda um allan heim. Piaggio-
vespur hafa verið framleiddar í
sextíu ár og eru í dag orðnar
sautján milljónir.
„Ég held að það sé nokkuð ljóst
að þetta verði vespusumarið
mikla. Salan hefur verið góð og er
fyrsta pöntun að seljast upp sem
kemur ekki á óvart vegna ástands-
ins sem ríkir í efnahagsmálum
hér á landi,“ segir Gunnar og
bætir við að vespurnar njóti jafn
mikilla vinsælda hjá báðum kynj-
um og þyki afar hagkvæmur
farar kostur.
Hjá Hanssonum ehf. er hægt að
fá sex tegundir af vespum en þar
er einnig að finna MP3-vespuna
svokölluðu sem er mikil bylting í
vespuheiminum.
„Hið nýja þríhjól er sannkallað
galdratæki. Aldrei hefur svona
mótorhjól verið til eins og MP3 og
hefur hjólið slegið í gegn um allan
heim og er nú loksins fáanlegt
hérna á Íslandi,“ útskýrir
Gunnar.
Þeim sem hafa áhuga á að
kynna sér vespurnar frekar er
bent á heimasíðuna www.vespur.
is en þar er hægt að fá upplýsing-
ar um allar þær vespur sem eru í
boði. mikael@frettabladid.is
Alvöru vespur á
íslenskum vegum
Sú sportlega. Snaggaraleg og smekk-
leg vespa sem hentar vel fyrir alla.
Vespur eru hagkvæmur fararkostur miðað við verð á bensíni nú til dags að sögn
Gunnars. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ný og kjörin fyrir
íslenskar aðstæður.
Tvö framhjól og ein-
stakur öxulbúnaður
gefa ótrúlegt veggrip.
Vinsælir í Taílandi
TVEIR BÍLAR FRÁ VOLVO, S80 OG
XC90, VORU VALDIR BÍLAR ÁRSINS Í
TAÍLANDI.
Á alþjóðlegri bílasýningu í Bang-
kok voru þessir tveir bílar valdir
og þykir valið mikil viðurkenning
fyrir Volvo, sem heldur áfram að
sanka að sér verðlaunum. Fjöldi
gesta sótti bílasýninguna og á tíu
dögum mættu um 1,6 milljónir.
Volvo S80-bíllinn var valinn sá
besti með þróuðustu tæknina í
flokknum Framúrskarandi vöruþró-
un á sviði öryggis. En Volvo XC90
hlaut verðlaun fyrir besta sport-
jeppann.
Aukning hefur orðið á sölu
á Volvo í Taílandi, en sölutölur
hækkuðu um 36 prósent á
árunum 2006 og 2007. - mmr
Bílar eru stundum hálfgerð leikföng í meðförum eigenda
sinna, en þá er betra að eiga frekar leikfangabíl.
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Bíla- og hjólalyftur
Vökvadrifnar á góðu verði
P
R
E
N
T
S
N
IÐ
E
H
F
.
smur- bón og dekkjaþjónusta
sætúni 4 • sími 562 6066
sumardekk
heilsársdekk
olís smurstöð
bón og þvottur
hjólbarðaþjónusta
rafgeymaþjónusta
bremsuklossar
allt á einum stað
Sumardekk – hjólbarðaþjónusta
Sumar- og heilsársdekk fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa.
Hagstætt verð og traust þjónusta.
Reykjavík Akureyri
Tangarhöfða 15 : 587 5810 Réttarhvammi 1 : 464 7900
Vagnhöfða 6 : 577 3080
www.alorka.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
07
53
Við tökum vel á móti þér
á þjónustustöðvum okkar!
Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða