Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 25
7 MENNING
Heroin tap ( Men‘s Home, with FOS)
eftir danska listamanninn Kenneth A.
Balfelt ( f.1966) er vísun í verkið „men‘s
home“, athvarf fyrir heimilislausa sem
Balfelt endurhannaði í Vesterbro-hverf-
inu, en þar er að finna vatnskrana í
stað heróínkrana. Balfelt vinnur mikið
með samskipti mismunandi þjóða og
þjóðfélagshópa og fékk meðal annars
þjóninn Elhassane Amoussale sem er frá
Túaregunum í Norður-Afríku til þess að
koma til Kaupmannahafnar í mánuð og
vinna fyrir því sem samsvarar árslaun-
um hans heimafyrir. Amoussale kynnir
viðskiptavinum barsins fyrir te-athöfn
Túareganna.
List og ljúfar veigar Á Karrierebar
er boðið upp á morgunverð, bröns,
hádegisverð og kvöldverð en þar er
einnig í gangi fjölbreytt listadagskrá
með fyrirlestrum, tónlist, kvikmynda-
sýningum og gjörningum. Fimmtudagar
eru tileinkaðir tilraunakenndri tónlist
en á föstudags- og laugardagskvöldum
þeyta þekktir plötusnúðar skífum fram
á morgun. Lamparnir yfir barnum eru
eftir Ólaf Elíasson og heita „National
Career Lamp“ en Ólafur vinnur einmitt
mikið með ljós, tíma, liti og skynjun
mannsins á þeim.
Miðasala í síma 551 1200
og á leikhusid.is
Stuðið er á Stóra sviðinu
eftir Hallgrím Helgason
með tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og fleiri
fös. 16/5
lau. 17/5
fös. 23/5
lau. 24/5
uppselt
örfá sæti laus
uppselt
fös. 30/5
lau. 31/5
uppselt
„Tónlistaratriðin voru skemmtilega hröð og þétt og söngatriði vel
flutt... Þau Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þórir Sæmundsson eru bæði
firnagóðir leikarar og skiluðu sínum hlutverkum með prýði.“
EB, FBL 7/5
„Yndislegar andstæður.“
MBL 2/5
„Þetta er fjörugt verk og var vel
sungið, leikið og dansað...“
SA, tmm.is
„Nokkur ofsalega skemmtileg númer ...
Það er svona sumarfílíngur í þessu,“
KJ, Mannamál
„... sem söngleikur virkar þetta fínt og þetta
er allt mjög svo fagmannlega unnið...“
ÞES, Víðsjá.
Söngleikur sumarsins
Ath. pönkað málfar
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið