Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 76
MENNING 46 Kassinn með Heildarútgáfu Bergþóru Árna- dóttur hefur að geyma fimm geisladiska og 64 síðna bók. Bergþóra sendi á ferlinum frá sér fjórar sólóplötur, Eintak sem kom út 1977, Bergmál (1982), Afturhvarf (1983) og Í seinna lagi (1987). Allar þessar plötur eru að sjálf- sögðu í kassanum með aukalögum, en líka fimmta platan, Skref fyrir skref sem hefur að geyma 18 hljóðritanir frá árunum 1985-2005. Bergþóra andaðist í Danmörku 8. febrúar 2007, en þar bjó hún síðustu ár ævi sinnar. Bergþóra var fædd 15. febrúar 1948. For- eldrar hennar voru bæði hljóðfæraleikarar þannig að hún ólst upp umlukin tónlist. Hún kom fyrst fram á skemmtikvöldi í Lídó í desember 1967, en fyrstu lögin sem hún sendi frá sér komu út á safnplötunni Hrif 2 árið 1976 á vegum ÁÁ-útgáfu Ámunda Ámunda- sonar. Næstu tíu árin var Bergþóra mjög virk í tónlistarlífinu bæði sem sólólistamaður og meðlimur í hljómsveitum og samstarfsverk- efnum. Hún var m.a. í hljómsveitunum Tríó túkall og Hálft í hvoru og var virkur meðlim- ur í Vísnavinum. Hún tengdist líka baráttu- samtökum á vinstri vængnum, spilaði á vegum Menningarfélags alþýðu og studdi baráttuna fyrir herlausu landi með Heima- varnarliðinu sem sendi frá sér plötuna Eitt verð ég að segja þér árið 1979. Bergþóra starf- aði með fjölmörgum tónlistarmönnum á ferl- inum. Meðal þeirra má nefna Aðalstein Ásberg Sigurðsson (sem hefur umsjón með Heildarútgáfunni), Gísla Helgason, Eyjólf Kristjánsson, Pálma Gunnarsson, Tryggva Hübner, hinn norska Geir-Atle Johnsen og Graham Smith. Vinskapur við ljóð Aðalsteinn Ásberg segir í texta sínum um hljómplötuna Bergmál að lögin á henni séu sprottin upp úr vinskap Bergþóru við ljóð. Bergþóra samdi flest lögin sem hún flutti sjálf, en við texta annarra. Framan af voru það ljóðskáld eins og Steinn Steinarr, Davíð Stef- ánsson, Tómas Guðmundsson, Hannes Péturs- son og Halldór Laxness, en þegar leið á feril- inn urðu samtímahöfundar meira áberandi og Bergþóra sjálf samdi nokkra texta líka. Tónlistin á þessum fimm diskum er fjöl- breytt og nokkuð misjöfn að gæðum. Þjóðlaga- áhrif ýmiskonar eru áberandi í útsetningun- um, en hljómurinn og áferðin eru líka lituð tíðarandanum. Það sem stendur upp úr hjá Bergþóru allan ferilinn eru næmni fyrir mel- ódíu og söngurinn hennar sem bregst aldrei. Bergþóra á mörg frábær lög sem flestir þekkja bæði í flutningi hennar sjálfrar og ann- arra, þ.á.m. má nefna Verkamaður, Lífsbókin, Hveragerði, Gott er að lifa og Einu sinni þú. 50 aukalög Það er óhætt að hrósa aðstandendum þessar útgáfu fyrir vel unnið verk. Alúðin og metnað- urinn sem einkennir hana eru einstök. Kass- inn sjálfur hefur kannski ekki yfir sér sama glæsileikann og nýlegur kassi Þursanna, en hvað alla aðra þætti varðar þá eru vinnubrögð- in til fyrirmyndar. Eins og áður segir eru allar fjórar sólóplötur Bergþóru í kassanum, en þær eru drekkhlaðnar af aukaefni. Á þessum fjórum diskum eru hvorki meira né minna en 32 aukalög. Lög af safnplötum og plötum með samstarfsverkefnum eru áberandi, en líka sjónvarpsupptökur og tónleikaupptökur. Fimmti diskurinn er svo safn af 18 lögum frá síðustu tuttugu árunum sem Bergþóra tók upp tónlist. Og svo er það bókin. Í henni eru allir text- arnir, nákvæmar og ítarlegar upplýsingar um allar plöturnar sem Bergþóra átti lög á og glás af myndum. Og svo er saga Bergþóru sem er bæði dramatísk og heillandi rakin af Aðal- steini Ásbergi í nokkuð löngum texta sem stiklar á stóru í persónulegu lífi söngkonunnar og rekur tónlistarferil hennar af nákvæmni. Bergþóru Árnadóttir var merkilegur tón- listarmaður sem hvarf af sjónarsviðinu allt of snemma. Þessi Heildarútgáfa gerir henni mjög góð skil. Trausti Júlíusson BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR Heildarútgáfa - kassi með fimm diskum ★★★★ Alúð og vandvirkni einkenna alla vinnu við þennan fimm diska pakka með tónlist Bergþóru Árnadóttur. Heildarútgáfa sem stendur undir nafni. Heildarútgáfa sem stendur undir nafni Bergþóra Árnadóttir söngvaskáld. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.