Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 81
Flugskóli Íslands er stærsti og öflugasti flugskóli landsins með 17 flugvélar,
þyrlu og flughermi í rekstri og á næsta ári bætist B-757 flughermir í flotann.
Skólinn býður upp á allt nám sem þarfnast til að flugmaður geti hafið störf hjá
flugfélagi sem atvinnuflugmaður. Að auki sinnir skólinn tegundarþjálfunum og
endurmenntun fyrir flugmenn innlendra og erlendra flugfélaga.
WWW.FLUGSKOLI. IS
FLUGSKÓLI LANDSINS
STÆRSTI OG ÖFLUGASTI
ÁHAFNASAMSTARF
ÞYRLUNÁM
TEGUNDARÁRITANIR
Flugskól i Ís lands er hluti af og í e igu Tækniskólans, skóla atvinnul ífs ins
SUNNUDAGUR 18. maí 2008 21
AMMA ÖND
D: Herdís Egilsdóttir föndurdrottning og kennari. Góðleg
og sæt eins og amma önd.
G: Guðni Ágústsson. Þessi gamalreyndi stjórnmála-
maður er holdgervingur hinnar ríflega 90 ára framsókn-
armaddömu.
K: Hin húslega og vinalega amma önd sem býr í sveit-
inni og töfrar þar fram miklar matarkrásir en er um leið
á einhvern hátt þýsk í anda og nokkuð ströng í fasi
á sér enga skýra samsvörun í íslenskum anda-
hópi. Ef Nanna Rögnvaldardóttir og Ingibjörg
Sólrún yrðu samtvinnaðar kæmi þar út amma
önd.
ANDRÉSÍNA
K: Andrésína er stödd í eilífu tildragelsi þar sem gifting bíður
við enda ganganna en verður þó aldrei því hana óar við því
að verða móðir og lífsförunautur. Prótótýpa þessarar daður-
drósar öðlaðist holdtekningu í Rósu Ingólfs sem boðað hefur um
áratugaskeið eilífleika tildragelsisins á meðan aðrar konur misstu
rómantíkina inn í reit á Excelskjali eða glutruðu henni
niður um götin á innkaupakerrunni í Bónus.
G: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Á Andrésína ekki í ein-
hvers konar ástar/haturssambandi við Andrés?
D: Dorrit. Alltaf fín, hress og bleik.
RIPP, RAPP OG RUPP
G: Bjarni Harðarson, Kristinn H. Gunnarsson og Jón Bjarna-
son. Þeir koma einhvern veginn alltaf upp í pontu
hver á eftir öðrum niðri á þingi.
K: Aldrei deyja þeir ráðalausir litlu frændur
Andrésar sem reyna hvað þeir geta að hafa
vit fyrir ofsamanninum. Þeir eru í bullandi
meðvirkni með reiðiröskun erfiða heimilis-
föðurins og eyða því ævinni í sífelldri leit að
lausnum á vandræðum hans. Eins og vænta má
er Andrési slétt sama um hjálpsemi annarra en
litlu ungarnir hafa stuðning hver af öðrum og vita
sem er að þeir eru betri menn og útsjónarsamari en
vanstilltur frændinn. Þeim svipar því um margt til Gísla Marteins,
Kjartans Magnússonar og Júlíusar Vífils sem verða í sífellu að beita
öllum brögðum til að bjarga óútreiknanlegum borgarstjóra úr
sínum stöðugu klípum. Hann kann þeim litlar þakkir fyrir en það
kemur ekki í veg fyrir að vart er hann búinn að koma sér í gott
klandur en Ripp, Rapp og Rupp hlaupa til eins og sannir skátar og
draga hann upp úr pyttinum.
D: Herbert Guðmundsson, Leoncie og Geir Ólafs.
JÓAKIM AÐALÖND
D: Björgólfur Guðmundsson nema að hann er ekki
nískur. Ég er líka eiginlega alveg viss um að hann er
yfirleitt í buxum á almannafæri.
K: Það er bara einn maður á Íslandi sem ræður yfir
stórum peningakassa og þolir engum að seilast í
þann sjóð og það er Davíð Oddsson.
G: Björgólfur Guðmundsson. Margir sjá hann fyrir
sér sitjandi á gullhaug eins og Jóakim.
HÁBEINN
K: Hinn ljónheppni og roggni
glansgæi stelur senunni aftur og
aftur svo Andrés fær næg tilefni
til að taka nokkur góð geðvonsku-
köst. Þar sem hann er líka helsti
keppinautur Andrésar um hylli
Andrésínu eru næg tilefni fyrir
núning á milli þeirra frænda.
Hvar sér maður svo myndarlegan
sperrilegg í íslenskum Andabæ?
Það skyldi þó aldrei vera að
Björgólfi Thor Björgólfssyni svipi til
Hábeins þar sem hann gengur um
stræti með órætt bros í litklæðum
og gerir hina seinheppnu Andrésa
Íslands óða af gremju yfir lukku
hans.
G: Björgólfur Thor. Hábeini verður
allt að fé. Þetta fer ósegjanlega í
taugarnar á Andrési.
D: Ólafur Ragnar – þeir eru báðir
með sömu hárgreiðsluna og svo
er hann jafn sjúklega heppinn
- að vera forseti.
BJARNABÓFAR
K: Olís, Esso og Skeljungur
– eru þetta ekki hinir miklu
Bjarnabófar þessa lands?
D: Kalli Bjarni, Einar Ágúst og
Lalli Johns.
G: Erlendir vogunarsjóðir.
Óprúttnir aðilar sem gerðu
atlögu að íslensku krónunni.
Hlæja núna dátt.
GUFFI
D: Ástþór Magnússon – göslast áfram án þess að hafa hugmynd um hvort hann
nær að klára verkefnið eða ekki. Munnsvipurinn er eins.
G: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Gamli góði Guffi er alltaf með, gleymir
minnisblöðum og hleypir öllu í háaloft. Verður síðan mest
undrandi sjálfur.
K: Maður gæti haldið að í lopapeysukynslóð krúttanna væru
allir óttalegir Guffar, en krúttin eru öll flögð undir fögru skinni
með skýrt markaða stefnu um heimsyfirráð og markaðs-
hlutdeild. Hinir sönnu Guffar þessa lands eru gæflyndir
myndasöguáhugamenn og kvikmyndaspesíalistar með
mikinn áhuga á spurningakeppni framhaldsskólanna. Ætli
frummyndin sé ekki Stefán Pálsson, ef hann væri ekki svona
gallharður í pólitíkinni.