Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 80
EINKAFLUGMANNSNÁM
ATVINNUFLUGMANNSNÁM
FLUGKENNARANÁM
20 18. maí 2008 SUNNUDAGUR
Hinn íslenski
Andabær
Föstudaginn síðastliðinn voru 25 ár liðin frá því að vinir okkar í Andabæ
hættu að tala dönsku og fóru að góla hver á annan á móðurmáli okkar þeg-
ar fyrsta íslenska Andrésar andarblaðið leit dagsins ljós. Af því tilefni fékk
Júlía Margrét Alexandersdóttir þrjá valinkunna einstaklinga til að segja til
um hvaða þjóðþekktu einstaklingar líktust mest Andrési önd, Mikka mús og
Hexíu de Trix.
➜ ÁLITSGJAFAR FRÉTTABLAÐSINS
DRÖFN ÖSP
SNORRADÓTTIR
KRISTJÁN B.
JÓNASSON
GUÐMUNDUR
STEINGRÍMSSON
ANDRÉS ÖND
G: Davíð Oddsson. Dálítið uppstökkur, samt fyndinn. Verður oft reiður og segir
eitthvað sem fáir skilja. Eins og Andrés.
K: Andrés Önd er hinn ódrepandi fótgönguliði kapítalismans, smáborgarinn sem er
sífellt sannfærður um að einhver hafi það betra hann, sé framar honum eða sé að
stela einhverju af sér. Hvert einasta ævintýri hans, hvort sem það er heima í garði
eða inn í myrkum frumskógum Amasón, miðar að því að sanna fyrir umheimin-
um að hann sé stór karl hvað sem hver segir. Fyrir vikið er ljóst að honum mun
í sífellu mistakast því hann hefur í raun ekki hæfileika til eins né neins nema að
vera stöðugt reiður og argur en um leið útsjónarsamur við að redda sér á sem allra
billegastan og aumlegastan hátt út úr öllum vandræðum. Næstum hvert íslenskt
heimili hefur einn Andrés önd.
D: Pétur Jóhann er alveg eins og Andrés önd. Og aldrei í buxum.
GEORG GÍRLAUSI
K: Enginn Íslendingur er jafn slyngur í að stinga
upp á hinu fáránlega í bland við hið snilldarlega
og Ómar Ragnarsson. Eitt sinn lýsti hann því í
sjónvarpinu hvernig væri hægt að stökkva út úr
Herkúlesflugvél á snjósleða yfir Vatnajökli og
lenda á réttum kili og fannst þetta sjálfsagt mál
að prófa en hann sagði líka árið 1975 að rafbílar
væru framtíðin.
D: Kári Stefánsson á þennan titil skuldlausan.
G: Ólafur F. Magnússon. Eins og Georg reynir
hann að láta verkin tala, en það tekst ekki
alltaf.
LITLI HJÁLPARI
G: Jakob F. Magnússon.
Reynir að hjálpa Ólafi, en
það tekst ekki alltaf.
D: Birgir Ármannsson. Alltaf
sendur í reddingar þegar
Sjallarnir eru í ruglinu.
K: Ísland á marga
litla hjálpara. Einn
kemur upp í hug-
ann, Jón Kristinn
Snæhólm.
HEXÍA DE TRIX
D: Ragnhildur Gísladóttir. Er svona á pörtum að
sporta alveg sama útliti og Hexia.
K: Hexía de Trix er ódrepandi fúlmenni sem er
jafnframt laust við að vera klaufalegt og bjálfalegt
líkt og hinir miklu óvinir smáborgaraheimsins
í Andabæ, Bjarnarbófarnir. Bjarnarbófarnir eru
dæmigerðir „góðkunningjar lögreglunnar“ en Hexía
de Trix er hinn ógurlegi „land developer“ sem
kaupir tvö herbergi í gömlu sætu timurbúsi og
lætur geðveika eiturlyfjasjúklinga með rottweiler-
hunda ríða þar húsum uns allur kofinn er hennar.
G: Jónína Benedikts-
dóttir. Eins og Hexía
er hún í stríði við
auðvaldið. MIKKI MÚS
K: Elsta Andabæjardýrið, frummyndin sjálf, er hin vinalega og sæta mús sem, öfugt
við spegilmynd sína Andrés, er ekki jafn skelfilega viðskotaill. Mikki er blíðlyndur
piparsveinn sem er lífsglaður og kátur. Einhvern veginn væru þeir Mikki og
Hemmi Gunn ekki óáþekkir.
D: Páll Óskar, framkvæmdaglöð tísku-
drós, sem hikar ekki við að fara í hvíta
hanska og doppótt náttföt.
G: Gísli Marteinn Baldursson. Góð-
hjartaður náungi en hlutirnir fara ekki
alltaf eins og hann ætlaði.
MÍNA MÚS
G: Hanna Birna Kristjánsdóttir. Sýnir
samstöðu með Mikka mús opinberlega, en hver veit
hvað hún ætlar sér?
K: Ef Andrés önd er í hverju húsi þá er Mína mús
konan hans. Hún tekur aldrei ábyrgð á neinu sem
gerist en vísar stöðugt hverju smáviðviki til Mikka
sem er í stöðugri leit að viðurkenningu og lætur því
tilætlunarsemi og brigsl um sviksemi möglunar-
laust yfir sig ganga. Mína mús er meira fyrir að stýra
öðrum en framkvæma sjálf og leggur stundum á sig
miklu meira erfiði við að fá aðra til að koma því um
kring sem hún hefði auðveldlega getað sjálf gert.
D: Kolfinna Baldvins. Hún er bara svo mikil mús.
Hlédræg, lágvær og til baka.