Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 82
22 18. maí 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hún leit nú betur út óstraujuð. Mér finnst frábært að þér hafi tekist að láta það vera að horfa á eftir þessari! Mér finnst svipurinn á þér kannski ekki alveg jafn frábær! Hamborgarabúlla Rottufangarans Hmmmf. Ég vonast til að fá sjá þig einhvern fallegan dag, Mér finnst ég bara falleg núna!Ó, Rósa... Þetta er góður tími fyrir ykkur til að hafa jafn hátt og þið mögulega getið Ussss! Sú litla sefur! Heyra þau:Þegar þú segir: Hmm, ekki slæmt, úr hverju eru þeir gerðir? He? Ég upplifði sára hjarta- sorg þegar ég komst að því að framleiðslu á polaroid-myndavélum og tilheyrandi filmum yrði hætt. Það er eitt- hvað svo dásamlega huggulegt við þessar myndir sem maður finnur hér og þar í töskum og vösum, upplitaðar og beyglaðar. Á þær eru festar þessi augnablik sem Kodak hefur eignað sér í síð- ustu tíð, minningar í hvítum ramma sem aldrei gleymast. Þrátt fyrir að filmurnar verði ekki lengur fáanlegar er safnið þó ekki alveg horfið. Allir geyma í huga sér svona minningar í hvítum römmum, sem upplitast og beyglast jafnvel minna en þessar áþreifan- legu. Ég á safn af augnablikum sem eru prentuð á heilabörkinn í mér, af jafn mismunandi ástæðum og þau eru mörg. Eitt er þeirrar tegundar að ég hefði virkilega viljað hafa polaroid-vél í töskunni minni þegar það rak á fjörur mínar, bara svo að aðrir gætu notið þess líka. Þar sem eina innihald töskunnar þann morg- uninn voru húslyklar og hælsæris- plástur ætla ég, einu sinni sem oftar, að misnota aðstöðu mína og brenna þessa gullfallegu mynd á fleiri heilaberki. Ég var á leið heim úr næturvinn- unni minni, snemma að morgni sautjánda júní. Sú leið lá þá niður Bankastræti, eftir Austurstræti, fram hjá Ingólfstorgi og upp Bröttu- götu. Ég var nokkurn veginn ein á ferli, auk götusópara og vinnuliðs sem barðist við að setja upp hvítu sautjánda-júní tjöldin í morgunroki. Einhverjir sölumenn virðast þó hafa verið komnir á stjá, miðað við hina dásamlegu sjón sem blasti við mér þegar ég sneri inn í Bröttugötu. Þar mætti ég tveimur öldruðum nunnum á morgungöngu. Þær trítl- uðu niður strætið, arm í arm, klædd- ar hvítum Ecco-sandölum og sokk- um í stíl, í dúnúlpum yfir kuflana sína og með höfuðbúnaðinn blakt- andi eins og fána í vindinum. Feg- urðin fólst samt í skærbláa kandí- flosinu, sem hvor um sig hélt á og gæddi sér á með bros á ljósfjólublá- um vörum. Nunnur með kandíflos. Það er polaroid-mynd sem beyglast aldrei. STUÐ MILLI STRÍÐA Augnablik í hvítum römmum SUNNA DÍS MÁSDÓTTIR OPNAR EIGIÐ POLAROID-MYNDASAFN HENRY BIRGIR LÆTUR ÞIG HEYRA ÞAÐ Í NÝJUM ÍÞRÓTTAÞÆTTI Á X-INU Í HÁDEGINU ALLA VIRKA DAGA ALLT SEM ÞÚ ÁTT AÐ VITA UM ÍÞRÓTTIR, HVORT SEM ÞÉR LÍKAR ÞAÐ BETUR EÐA VERR ENGIN FROÐA EKKERT RUGL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.