Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 20
MENNING 2
F yrstu listahátíðir sem hér voru haldnar spruttu upp beint í í kjölfar stofnunar lýðveldisins:
samsettar dagskrár sem innibáru allar listgreinar
voru teknar með og leitað í þau hús sem voru
gjaldgeng: Myndabók Jónasar Hallgrímssonar í
samantekt Halldórs Laxness var flutt af fríðum
flokki leikara í stóra bragganum við Suðurgötu.
Tveimur áratugum síðar, um miðjan sjöunda
áratuginn, voru íslenskir listamenn enn að hóa í
hátíðir, slá saman í dagskrár. Aðkoma Ragnars í
Smára, Ivars Eskeland og Vladimírs Ashkenazy að
hátíðinni 1970 studdist því við öflugan bakhjarl
íslenskra listamanna. Þeir eru enn bakhjarlar
hennar þott hin erlenda áhersla sé alltaf meira
áberandi.
Lestur í sögu hátíðarinnar, sem hófst á fimmtu-
dagskvöld og setur mark sitt á þetta blað í dag, ætti
eðli máls samkvæmt að vera í annarra höndum en
hátíðarinnar sjálfrar. Síðgotungum þessarar nær
fertugu móður fjölgar stöðugt: Listahátíðin er með
einum og öðrum hætti móðir allra þeirra hátíða sem
nú setja svip sinn á menningar- og samkomuhald
um allt land.
En það er fleira matur en feitt kjöt, virkir dagar
fleiri en tyllidagar. Listahátíðin er daglegur
viðburður í mörgum miðlum misfín, misstillt, og
þeim sem að standa misjafnlega hampað. Þeir sem
standa fyrir hátíðahaldinu hafa kosið að hlamma
opnunum á flestum sýningum sem hátíðin inniber á
fyrstu 48 klukkustundirnar – 22 sýningar opna þá
um allt land. Og rétt eins og fagna má þessum mikla
straumi myndlistarupplifana verður að hafa
verulegar áhyggjur af því hvort það þjóni hagsmun-
um hina fjölmörgu aðila sem standa fyrir sýningar-
haldinu undir stórri regnhlíf Listahátíðar að láta allt
fara af stað í einu: fjölmiðlun í landinu ræður
einfaldlega ekki við svo stóran pakka. Hvers vegna
er þetta svona? Jú, það er stefna forráðamanna
Listahátíðar að gera þennan hvell að blaðaefni í
erlendum tímaritum um myndlist. En árangur í
kynningarstarfi á myndlist eða hvaða liststefnu sem
er má Listahátíð í Reykjavík ekki mæla í dálksenti-
metrum í erlendum tímaritum. Hátíðin er ekki fyrir
erlenda blaðamenn, ekki einu sinni fyrir erlenda
gesti – hún er fyrir þá sem búa hér á landinu og
borga brúsann, bæði í beinum styrkjum til hátíðar-
innar og eins í gegnum styrktarfé fyrirtækja til
hennar. Það er almenningur á Íslandi sem stendur
undir þessu hátíðahaldi.
Liðið sem sækir opnanir verður búið á því þegar
þessi fjörutíu og átta tíma törn er yfirstaðin og
blaðamennirnir verða farnir heim til sín. Þeir hafa
þá lent í þeim ósköpum að reyna að sjá eitthvað í
salíbunu sinni í gegnum alla þessa myndlist. Það
væri kannski ráð að gefa sumum fastagestum á
boðslistum Listahátíðar og samstarfsaðilum frí og
bjóða á opnanir einhverjum þeim þremur fjórðu
almennings í landinu sem aldrei fer á myndlistar-
sýningar.
HÁTÍÐAHÖLDIN HAFIN
Páll Baldvin Baldvinsson skrifar
LJÓÐIÐ
Sigfús Daðason
Í BLÖÐUNUM okkar
sem við lesum daglega
er nú varla nema um tvennt að velja:
vitleysu eða óþverra.
Brátt rennur upp nýtt árþúsund.
– Að líkindum hið síðasta.
Óþverrinn hrannast upp hvarvetna.
Við því mun og þurfa að búast
að vitleysan ómenguð
nái þá fullum undirtökum
á blöðunum okkar
sem við hljótum að sönnu
halda áfram að lesa
ótrauð hvern dag
sem Guð kann
að hafa ætlað þeim aldur.
Ljóðið birtist í bók Sigfúsar Daðasonar
Og hugleiða steina sem kom út 1997.
Þ
að eru ekki bara íslensk-
ir dansarar sem koma að
verkinu. Kira Kira og
Hildur Ingveldardóttir
Guðnadóttir sem báðar
eru þekktar hér á landi sem tón-
listarmenn og tónsmiðir semja
tónlist við verkið ásamt þýskum
samverkamanni sínum Dirk Dess-
elhaus. Leikmynd og búninga gerir
Kristina Torp, ljós hannar Kyrre
Heldal Karlsen en hljóð Morten
Cranner. Verkið tekur 70 mínútur í
flutningi. Alls kemur tuttugu og
einn dansari fram í sýningunni
sem verður á Stóra sviði Borgar-
leikhússins. Koma Listahátíðirnar
báðar að framleiðslu verksins.
Uppspretta hugmyndarinnar er
bláhvalur sem rak á land á strönd
Jan Mayen árið 2001. Beinagrind
hans er á safni í Noregi og verður
notuð í sýningunni. Höfundar vilja
nota sögu hvalsins, þessa ótrúlega
dýrs sem syndir um heimsins höf
áratugum saman. Hvalurinn virð-
ist ætíð vita nákvæmlega hvert
hann á að fara og gefur frá sér
hljóð á „tungumáli“ sem er ein-
stakt og vísindamenn kappkosta
enn að skilja.
Sýningin er óður til hvalanna,
framleidd af listafólki sem kemur
frá löndum sem enn stundar hval-
veiðar þrátt fyrir víðtæk mótmæli
um heim allan.
Verkið fjallar um samskipti milli
þjóða og einstaklinga, ferðir okkar,
leyndardóma og þrár.
Norski nútímadansflokkurinn
Carte Blanche höfðar til stórs
áhorfendahóps með framúrskar-
andi norskum og alþjóðlegum
nútímadansi. Sem „repertory
company“ á hann samstarf við
marga þekkta norska og alþjóð-
lega danshöfunda. Flokkurinn er
einstakur vettvangur fyrir norska
danshöfunda til að skapa ný verk.
Þar eru fremstar í flokki þær
Ingun Bjørnsgaard, Ina Christel
Johannessen og Eva-Cecilie
Richardsen.
Flokkurinn leitast einnig við að
kynna áhorfendum sínum verk
eftir erlenda danshöfunda á heims-
mælikvarða. Verkin eru unnin í
nánu samstarfi danshöfundar og
dansara flokksins þar sem dansar-
arnir leika mikilvægt hlutverk í
sköpun nýrra verka. Þetta leiðir til
sívaxandi danshæfni og sköpunar-
HVALREKI DANSUNNENDA
Einn þekktasti nútímadansfl okkur norðursins, Carte Blanche frá Björgvin, slær sér saman við
Íslenska dansfl okkinn og fl ytja fl okkarnir tveir saman verkið Ambra í þrígang hér í vikunni á
Listahátíð og fara síðan á Tónlistarhátíðina í Bergen og ljúka sýningum þar. Höfundurinn er Ina
Christel Johannessen og verkið heitir Ambra.
DANSLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Frá æfingum í
Bergen í liðinni
viku.
Hjalti Rögnvaldsson, leikari og ljóð-
aunnandi, heldur uppteknum hætti
annað kvöld í Iðnó en þar hyggst hann
lesa öll ljóð Sigfúsar Daðasonar en um
þessar mundir er þess minnst að áttatíu
ár eru liðin frá fæðingu skáldsins. Hjalti
hefur áður lagst í maraþonlestur á
heildarsafni ljóða merkra skálda á
tímamótum. Er skemmst að minnast
lesturs hans fyrr í vetur á ljóðmælum
Þorsteins frá Hamri sem dró að sér
marga áheyrendur og stóð fram á nótt.
Í fyrra kom út greining Þorsteins
Þorsteinssonar á ljóðheimi og verki
Sigfúsar og hlaut mikið lof, með‘al
annars hin íslensku bókmenntaverðlaun.
Var þar svipt hulu af mörgum óskýrum
og földum kimum og strengjum í
ljóðmælum Sigfúsar, tengslum hans við
erlend skáld sem voru mikilvirk á fyrra
helmingi síðustu aldar og höfðu mótandi
áhrif á hinn unga Snæfelling. Skýrðir
staðir í höfundarverki Sigfúsar urðu
ljósari, erindi hans brýnna, hugsun hans
beittari eftir þá bók.
Í vikunni voru afhent Landsbókasafni
öll gögn Sigfúsar við hátíðlega athöfn í
Þjóðarbókhlöðu. Þá er komið út hjá
Forlaginu ljóðasafn Sigfúsar sem
geymir öll hans ljóð en fyrr var komið
út ritgerðasafn hans. Fylgir ljóðasafninu
ljóðdiskur með upplestri skáldsins á
eigin verkum. Reyndir flytjendur hafa
til þessa ráðist í upplestur á ljóðum
Sigfúsar og sumir borið sig undan þeim
hljóða og þunga straumi tilfinninga sem
í ljóðum hans leynist. Nú gefst unnend-
um ljóðalesturs tækifæri til að eiga fund
við skáldið.
Lesturinn í Iðnó hefst kl. 17 á morgun
en þá verður lesið úr Ljóðum 1947-1951
frá 1951, kl. 19 verður farið með ljóðin
úr Hendur og orð frá 1959. Fá ein ljóð
frá 1977 og Útlínur bakvið minnið frá
1987 verður flutt kl. 21 og kl. 23 eru á
dagskránni ljóð bókanna Provence í
endursýn (1992) og Og hugleiða steina
frá 1997.
Aðgangur er öllum velkominn meðan
húsrúm leyfir en gestir eru beðnir að
koma tímalega svo ekki verði rask á
lestrinum eftir að upplesturinn hefst
hverju sinni.
Hjalti les ljóð Sigfúsar í Iðnó
Sigfús Daðason (1928-1996)
gáfu hjá dönsurunum, sem aftur
verður til að kveikja nýja sköpun-
arneista hjá danshöfundunum.
Carte Blanche er rekinn af
norska ríkinu, Hörðalandssýslu og
Björgvin og er til húsa í Naustinu
þar í bæ. Flokkurinn setur fjögur
til fimm verk á svið á ári hverju en
sýningar hans í Björgvin og annars
staðar í Noregi eða erlendis nálg-
ast sjöunda tuginn. Frá árinu 2000
hefur flokkurinn aukið við áhorf-
endahóp sinn og sýnir nú fyrir um
20.000 manns á ári hverju.
M
YN
D
: TH
O
R BRØ
D
RESKIFTÍD
/CA
RTE BLA
N
CH
E