Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 77
47 MENNING Víst er það djarft af tveimur ungum mönnum að ráðast í útgáfu stórrar bókar um íslenska sjósókn, sjómenn, skip og vinnslu, á okkar dögum. Þeir fiska sem róa. Bókin Íslenskir sjómenn er stór (24,5 x 28,5 sm ) í bandi, 265 síður, ríkulega mynd- skreytt ymist blæðandi myndum eða skornum. Umbrotið er hrein- legt og skrautlítið. Myndir Gunn- ars Þórs Nilsen njóta sín vel, texti Gustafs Hannibal er settur á stórum fæti, prýðilega læsileg- ur. Prentun virðist hafa tekist vel í Lithaugalandi. Lengi var það draumur í til- teknum hópi íslenskra skálda að skrifa kraftmikla lýsingu á lífi sjómanna, sumir snertu lítillega á efniviðnum, aðrir gáfust uup – þótt Steinar Sigurjónsson og sumpart Guðbergur Bergsson svöruðu kallinu um síðir sem hafði svo mjög sótt á kynslóðina á undan þeim: Ása í Bæ, Ásgeir Jakobsson, Jónas Árnason – Jóhann Kúld. Hið stórbrotna umhverfi, hin miklu örlög, svip- miklir menn, allt virtist henta sem efni í sögu sem reyndist á endanum svo stórt efni að enginn náði um það. Þeir Gunnar Þór og Gústaf vilja reyna að ná utan um íslensk- an sjávarútveg: saga þeirra í textum og ljósmyndum er alger- lega persónulegur sjónarhóll en þeir líta vítt og breitt um landið á vertíð: hér eru lýsingar, mislang- ar á sex fleyjum, sumar býsna langar í máli og myndum, aðrar skemmri, frá smábátum upp í stærstu skip flotans. Hér er skoðuð vinnsla af ýmsu tagi, loðnan tekur mest plássið og er í fjórum hlutum, veiðar og vinnsla á hákarl og steinbít, rækju og grásleppu. Þá eru dregnar upp myndir af einstaklingum frá mörgum verstöðvum landsins, bæði ungum mönnum og öldnum. Þetta er margradda bók. Þegar bókmenntamenn gáfust upp á að lýsa sjósókn virtist fátt vera til skráningar á sjómanns- lífi nema myndir Schevings – þar til heimildamenn í hópi kvik- myndagerðarmanna tóku sig til. Sumt af því efni rataði í heilar samstæðar myndir, annað er aðeins til í brotum sem hafa þó dugað til að geyma til lengri tíma lifandi vitnisburð, en lengi gátu ljósmynda- og kvikmyndavélar ekki fangað háskalegustu augna- blikin á hafinu. Þær lýsingar fóru í einhvers konar þjóðlega geymd og hafa lifað bestu lífi í bókaflokkum á börð við Útkalls- bækur Óttars Sveinssonar og Sjávarháskaritröð Steinars Lúð- víkssonar. Rétt eins og lýsing í orðum á sjósókn geti aðeins þrif- ist innan rýmis háskasögunnar sem rekur vitnisburði, skýrslur, stillir saman þá mörgu þætti í hinni flóknu vél sem sjóvá er. Tækni myndavélarinnar, lins- ur og ljósnæmi, ná nú betur til viðfangsefnisins. Gunnar Þór reynist býsna fundvís á sterk- byggð myndefni: skráning hans á aðstæðum í íslenskri sjó- mennsku og landvinnslu verður þegar saman er tekið einstök og mikilvæg um alla tíð fyrir þær sakir. Viðfangsefnið er býsna vítt, kallar á mörg stílbrigði, en heildarsvipurinn er sterkur: stöku myndir vísa út fyrir efnið, eins og sú sem hér birtist með. Texti Gústafs er lipurlega samin, hversdagslegur með sterka höfundarnálægð ungs landkrabba sem er ögn þreifandi í stíl sínum. Sjónarhornið stend- ur nálægt lesandanum, hann samsamar sig sögumanninum auðveldlega, deilir með honum aðdáun og óttablandinni virðingu með þeim sem leggja á djúpin. Höfundi tekst þannig að hrífa lesanda með sér. Hér er gagn- rýni og skörp skoðun víðsfjarri. Ekki er heldur tekin afstaða til þeirra miklu deilna sem rist hafa rúnir í samfélagsgerðina svo lengi. Niðurstaða verksins er dregin saman í bláenda bókarinnar: „Á ári hverju eru flutt út tuttugu- ogsex milljón kíló af fiski frá Íslandi. Í útlöndum er vinna íslenskra sjómanna ár hvert, metin á rúmlega eitthundrað milljarða íslenskra króna.“ Þetta er glæsilega unnið verk hjá tveimur ungum höfundum. Þeir fiska sem róa. Páll Baldvin Baldvinsson ÍSLENSKIR SJÓMENN Texti: Gústaf Hannibal Ljósmyndir: Gunnar Þór Nilsen Útgáfufélagið ég og þú ehf. ★★★★ Merkileg útgáfa og vel unnin Líf sjómanna og vinnslufólks Ein mynda Gunnars úr verkinu – stendur nokkuð afsíðis miðað við þann stíl sem hann velur sér. Hún er tekin án aukabirtu og er merkilega lýsandi fyrir það líf sem bíður manna í höfn. Hlustendur Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu eiga von á góðu í sumar en þá verða fluttir upplestrar tveggja skálda á merkilegum og mikilvægum skáldsögum frá ferli þeirra beggja: Gunnar Gunnarsson hefur lestur á Svartfugli að kvöldi þann 2. júní og þá fyrr um daginn hefst lestur Guðbergs Bergssonar á Músinni sem læðist í þættinum Víðsjá. Svartfugl verður kvöldsaga en mikil vinna hefur farið í að búa lestrana til flutnings enda böndin og upptökurnar komnar til ára sinna. Söguna las Gunnar í tuttugu lestrum sem sendir voru út beint og hljóðritaðir um leið í apríl, maí og júní 1956. Las hann söguna í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar en Svart- fugl samdi Gunnar á dönsku og gekk ekki frá eigin þýðingu á verkinu fyrr en á sjöunda áratugnum og kom hún fyrst út í heildarsafni hans á vegum Almenna bókafélagsins. Í haust er von á að lestur sögunnar verði tilbúinn á hlaðvarpi fyrir þá sem vilja hlaða henni þar niður. Svartfugl er eitt höfuðverka Gunnars og verður fróðlegt að heyra hvernig lestur hans mun auka við vídd sögunnar sem er syndajátn- ing manns á miðjum aldri um hroðalega atburði sem gerðust á hans yngri árum og studdist Gunnar þar við hin hræðilegu morðmál á Sjöundá innan við Rauða- sand. Guðbergur Bergsson hefur verið að lesa inn Músina sem læðist en lestur hans á sögunni verður leikinn í Víðsjá í sumar; hefst væntanlega líka 2. júní. Músin var fyrsta skáldsaga Guðbergs og gerist í litlu sjávarþorpi sem dregur dám af Grindavík. Guðbergur er snjall flytjandi og verður fróðlegt aðdáendum hans að heyra lestur hans á sögunni. Vonandi verður áframhald á hljóðritunum á sögum Guðbergs í hans flutningi. Gunnar og Guðbergur Gunnar Gunnarsson. Guðbergur Bergsson rithöf- undur. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.