Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 83
SUNNUDAGUR 18. maí 2008 23 Kreppuógnin vofir yfir heimsbyggðinni eins og geð- vondur draugur með tann- pínu og hafa margir orðið ansi skelfdir við tilhugsun- ina um hamfarirnar sem henni munu óhjákvæmilega fylgja. Bókaútgefandinn Benedikt Lafleur er ekki í þeim hópi; það koma út tíu titlar hjá Lafleur útgáfunni á árinu og er framboðið fjöl- breytt. Benedikt er ekki lengi að koma sér að efninu, spurður um hvað beri hæst hjá útgáfunni þetta árið. „Það er klárlega Númeralógían - Talna- speki fyrir byrjendur og lengra komna, eftir sjálfan mig. Þessi bók byggir á fimmtán ára vinnu, nám- skeiðum og greinum og er fyrsta bók sinnar tegundar sem kemur út hér á Íslandi. Bókinni er skipt í tvo hluta og þannig er hún eiginlega tvær bækur í einni. Í fyrri hlutan- um er fræðilega hliðin á talnaspeki kynnt fyrir lesandanum og honum gefið tækifæri á að læra að stunda sjálfur talnaspeki. Í síðari hlutan- um eru ýmsir þjóðþekktir einstakl- ingar talnagreindir og er óhætt að segja að ýmislegt óvænt komi út út því.“ Sem fyrr segir spanna bækur Lafleur útgáfunnar breitt svið við- fangsefna og því er líklegra en ekki að flestir finni eitthvað við sitt hæfi í flórunni. „Þýðing Sigruðar Páls- sonar á Líf mitt með Mozart eftir Eric-Emmanuel Schmitt kemur út seinna á árinu og með henni fylgir hljómdiskur með tónlist eftir Moz- art. Þess má til gamans geta að stefnt er að því að setja leikgerð þessarar sögu upp á fjölum Íslenku óperunnar í haust. Að auki koma út ljóðabækur, þeirra á meðal bók eftir Kára Svansson sem heitir Hávamál in nýju. Í henni má finna ljóð sem Kári hefur ort eftir sama ljóðformi og hin upprunalegu Hávamál, þó að innihald og niðurstaða ljóða hans sé að sjálfsögðu allt önnur. Svo er líka vert að minnast á Miskunnsemi andskotans - Kvikmyndasögu Bandaríkjanna eftir Jónas Knúts- son, en þar er á ferð gífurlega metn- aðarfullt verk prýtt fjölmörgum ljósmyndum,“ segir Benedikt. Sem sjá má er engan bilbug að finna á bókaútgefandanum Bene- dikt sem lætur krepputal sér sem vind um eyru þjóta. „Maður þarf bara að vera raunsær í þessum útgáfubransa,“ segir hann. „En það er stundum fylgifiskur niðursveiflu í efnahagslífinu að þá fer fólk að leita meira inn á við og verða íhug- ult og það getur verið gott fyrir list- ir og bókmenntir. En ég hef að sjálf- sögðu tröllatrú á viðskiptafrömuðunum okkar hér á landi og er viss um að þeir munu stýra okkur út úr þessum efnahags- kröggum.“ vigdis@frettabladid.is Það er gömul saga og ný að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Aðalpersónan í skáldsög- unni Áður en ég dey er sextán ára stelpa og lífsþyrstur hvítblæði- sjúklingur. Frá fyrstu síðu er saga hennar baráttusaga ungrar mann- eskju sem þráir að upplifa sem mest og skilja eitthvað eftir sig áður en hún deyr. Tessa er dauð- vona og stríðir við sinn sjúkdóm á sama tíma og hún glímir við erfið- leika unglingsáranna, kynslóðabil, ósátta foreldra, hormóna og hug- myndir um ástina. Tessa ákveður að setja saman lista yfir hlutina sem hún vill framkvæma áður en hún deyr og sagan rekur síðan hvernig hún fer að því að nýta sína síðustu daga. Eins og gefur að skilja eru nokkrir forvitnilegir hlutir á listanum – hún vill til að mynda missa mey- dóminn, koma foreldrum sínum saman að nýju og brjóta lögin. Tessa vill ekki deyja án þess að hafa lifað og krafa hennar er vit- anlega sanngjörn því hlutskiptið er hræðilegt. Tessa er um margt áhugaverð persóna en það er eitthvað við frá- sagnarmátann sem framandgerir hana í augum lesandans. Hún er mótsagnakennd persóna (sem kannski er skiljanlegt þegar maður er bara sextán) að því leyti að hún er ungæðisleg en á köflum óhemju skáldleg og skynsöm á sama tíma. Mér finnst vanta tölu- vert upp á trúverðugleikann í bók- inni, einnig þegar kemur að auka- persónunum sem eru lítt mótaðar. Besta vinkonan, Zoey, og sæti strákurinn í næsta húsi, Adam, eru til að mynda eins og klippt út úr fyrirsjáanlegri unglingamynd. Önnur viðfangsefni svo sem það að prófa dóp, sofa hjá, stela úr búðum og skilja ekki foreldra sína eru líka afar kunnugleg og hlut- skipti Tessu, sem lýst er í settlegri fyrstu persónu, bætir þar litlu við. Dramatíkin sem fylgir dauðanum sem vokað gæti yfir sögunni er merkilega lítil. Það er mjög hægur stígandi í bókinni fyrir utan ástar- söguna og flest „vandamál“ Tessu eru afgreidd frekar auðveldlega og snyrtilega af höfundarins hendi. Áður en ég dey er skáldsaga um lífið en ekki dauðann. Hún er afar létt aflestrar og lipurlega þýdd. Þessi saga mun án efa vekja áhugaverðar spurningar meðal yngri lesenda um heimspeki lífs- ins og tilgang. Kristrún Heiða Hauksdóttir Lífsþorsti og sjálfsþroski Útgáfa í fullum blóma Í tengslum við sýninguna Endurkast sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafninu munu ljósmyndararnir sem þar sýna vera með leiðsögn á sunnudögum kl. 14. Í dag gefst gestum safnsins kostur á að ganga með sýninguna með þeim Spessa og Braga Þór Jósefssyni og fræðast um þeirra sýn á stöðu ljósmyndunar á Íslandi í dag. Sýningin Endurkast er samsýning nokkurra listamanna þar sem leitast er við að marka ljósmyndinni sérstakan sess sem listgrein, einkum innan íslenskr- ar myndlistar, þar sem ljósmyndin hefur löngum verið talin hafa meira heimildar- gildi en listrænt gildi. -vþ Ljósmyndarar um list sína ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Býður gestum sínum oft og reglulega upp á leiðsagnir um sýningar. BÓKMENNTIR Áður en ég dey eftir Jenny Downham Þýðandi: Ísak Harðarson Forlagið ★★ Áhugaverð en fyrirsjáanleg þroskasaga BENEDIKT LAFLEUR Lafleur útgáfan sendir ýmislegt áhuga- vert frá sér á árinu. BÖRN OG VANRÆKSLA Dagskrá í samvinnu við NFBO - Norræna félagið gegn illri meðferð á börnum NORRÆNA HÚSIÐ - NORDENS HUS - POHJOLAN TALO - NORDIC HOUSE www.nordice.is nh@nordice.is sími: 551 7030 LIST ÁN LANDAMÆRA alla daga í sýningarsal. Bókasafnið er opið alla daga vikunnar 12-17. Bistro Alvar A er opið virka daga 10-17, helgar 12-17 og þegar viðburðir eru í húsinu. Þri. 20. maí kl. 10.40 – 12.00 MISNOTKUN INNAN STOFNANA Pallborðsumræður í tengslum við ráðstefnu NFBO. Þátttakendur: Anders Nyman, Róbert Ragnar Spanó, Bragi Guðbrandsson og Páll Rúnar Elísson. Sun. 18. maí kl. 20.00 KÆRLEIKUR OG STÁLULL Sænski rithöfundurinn Lisbeth Pipping les úr bók sinni um börn sem alast upp með seinfærri móður. Mán. 19. maí kl. 13.00 ÚTHVERFABÖRN Verðlaunakvikmynd eftir Catti Edfeldt og Ylva Gustavsson. Sænsk/ finnski rithöfundurinn Susanna Alakoski heldur fyrirlestur. Mán. 19. maí kl. 19.30 SVÍNASTÍURNAR OG VEÐRAMÓT Susanna Alakoski heldur fyrirlestur og les úr bók sinni um börn sem alast upp hjá foreldrum sem eru alkóhólistar. Lisbeth Pipping heldur fyrirlestur. VEÐRAMÓT eftir Guðnýju Halldórsdóttur. Enginn aðgangseyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.