Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 94
34 18. maí 2008 SUNNUDAGUR Starfsári Kvikmyndaskóla Íslands er að ljúka um þessar mundir, með tilheyrandi útskrift. Á meðal útskriftarverkefna nemenda í ár er myndin Yfirborð, eftir Stefán Friðrik Friðriksson, þar sem Ellert A. Ingimundarson leikur leigubísstjóra sem fer í örlaga- ríka ferð með fjárfesti vestur á land. Það er í annað skiptið á stuttum tíma sem Ellert bregður sér í gervi leigubílstjóra, en hann var í sama hlutverki í mynd- inni Konfektkassanum eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur, sem frumsýnd var í Háskólabíói sumardaginn fyrsta. „Það sem kemur til með að standa á legsteininum verður væntanlega „Hann var góður í leigubílstjórun- um“,“ segir Ellert og hlær, inntur eftir því hvort bílstjórarnir séu að verða að sér- grein hans. „Þeir eru samt gjörólík- ir karakterar þótt þeir lendi báðir í dálitlum hremming- um í aksturstúrum,“ bætir Ellert við. „Leigubílstjóri númer tvö á í dálít- ið mikilli sálar- kreppu, en sá í Kon- fektkassanum lendir frekar í óþægileg- um aðstæðum, og við vitum minna um hann,“ útskýrir hann. Ellert er ekki frá því að honum lítist vel á starfið. „Það er þá sér- staklega ef bílarnir eru góðir, eins og sá í Konfekt- kassanum. Það er númer eitt að hafa góðan bíl, og þá á ég ekki við sömu merkingu og í gamla daga, þegar það þýddi að hafa svolítið sprútt að bjóða upp á líka,“ segir hann kíminn. „Það er kannski fínt að geta gripið í þetta núna þegar það fer að sverfa að í leiklistinni. Maður er kominn með góða reynslu í að spjalla við kúnna. Það er gott að vera leikari, maður er alltaf að læra eitthvað,“ segir Ellert, sem kveðst þessa dagana vera sjálfskiptur, sé bílalíkingum haldið til streitu. „Ég er svona að bíða eftir því að leikhúsin plani haustin hjá sér, annars er ég bara að detta í sumarfrí. Eða sumargírinn, að minnsta kosti,“ segir hann. HVAÐ SEGIR MAMMA? Í asísku versluninni Global Store í Brautarholti kennir ýmissa grasa. Auk hinna ýmsu framandi sósa, maríneringa og matvara sem þar er að finna geta viðskiptavinir einnig keypt lifandi filippeyska krabba þar af og til. „Við tökum inn vörur frá Fil- ipps eyjum, Taílandi, Malasíu og Indónesíu, svo eitthvað sé nefnt. Það er allt frá frosnum fiski yfir í asískan kókosís, sem er hvorki með mjólk né rjóma,“ útskýrir Jón Þór Karlsson, sem á búðina ásamt konu sinni, Imeldu Sta Ana. Versl- unin hefur verið starfrækt í um hálft ár, en var áður til húsa í Skip- holti. „Búðin er ekki stór, en það er ýmislegt til í henni. Við erum með vörur eins og kókosedik, sem fæst ekki hvar sem er, sérstakar marín- eringar fyrir kjöt og fisk og allt þar á milli,“ útskýrir Jón Þór, sem segir stóran hluta viðskiptavina sinna eiga ættir sínar að rekja til Asíu eða Suður-Ameríku, þó að íslenskir sælkerar leggi leið sína líka í verslunina. „Við erum með ýmiss konar öðruvísi snakk sem fólki finnst gaman að prófa, og kemur þá gjarnan aftur til að prófa eitthvað annað nýtt,“ segir hann. Einu sinni til tvisvar í mánuði fær Global Store svo sendingu af lif- andi kröbbum, sem fluttir eru með flugi frá Filippseyjum. „Það er dálítið púsluspil að flytja þá inn,“ segir Jón Þór. „Þeir eru fluttir í sjávarvatni, og það þarf að passa að þeir hafi alltaf nægilegt vatn, en þó ekki of mikið. Það má heldur alls ekki verða of heitt, þá deyja þeir,“ útskýrir hann. Verslunin fær um fjögur, fimm hundruð krabba í hverri sendingu, en þeir rjúka allir út á tveimur dögum, að sögn Jóns Þórs. „Það eru aðallega Asíubúar og Suður- Ameríkubúar sem kaupa krabbana. Ég held að Íslendingar kunni bara ekki mikið að fara með þá, þó að einn og einn hafi tínt krabba um ævina,“ segir Jón Þór. Hann lumar hins vegar á uppskriftum fyrir þá Íslendinga sem vilja prófa að elda sér krabba, en kjötið úr þeim þykir afar gómsætt. „Ég er til dæmis með eina þar sem maður notar sprite, hvítlauk, lauk og salt til að sjóða krabbann. Í fyrsta skipti sem ég sá hana hélt ég að manneskjan sem gerði hana væri klikkuð, en svo er þetta rosalega gott,“ segir hann og hlær við. Það getur þó verið dálítið fyrirtæki að elda krabba, þar sem lítið kjöt er að finna á hverjum og einum, og það er ekki fyrirhafnarlaust að komast að því. Jón Þór mælir samt sem áður með því að íslenskir sælkerar láti vaða, þó að þeir þurfi þá að fylgjast vel með sendingum. Global Store er til húsa að Braut- arholti 16. sunna@frettabladid.is JÓN ÞÓR KARLSSON: REKUR ASÍSKU VERSLUNINA GLOBAL STORE Selur lifandi krabba í soðið Hvað er að frétta? Allt gott. Ég er að vinna sem aðstoðarleikstjóri í Borgar- leikhúsinu á verki sem heitir Dauða- syndirnar - gleðilegur guðdómleikur og er byggt á Dante. Við frumsýndum einmitt í síðustu viku. Augnlitur: Blár. Starf: Leikkona og aðstoðarleikstjóri. Fjölskylduhagir: Í sambúð. Hvaðan ertu? Af Seltjarnarnesinu. Ertu hjátrúarfull? Nei, ég trúi að hver sé sinnar gæfu smiður. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Núna er það danski þátturinn Anna Phil. Uppáhaldsmatur: Heimatilbúið ind- verskt kjúklingakarrí. Fallegasti staðurinn: Útsýnið heima hjá mér yfir tjörnina og Fríkirkjuna í Reykjavík. Ég hef oft ætlað að selja íbúðina en tími því aldrei. iPod eða geislaspilari: Það er ennþá geislaspilari, ég er svo sein. Hvað er skemmtilegast? Að vinna með skemmtilegu fólki. Hvað er leiðinlegast? Að skræla kartöflur. Helsti veikleiki: Á erfitt með að segja nei. Helsti kostur: Mjög jákvæð. Helsta afrek: Að kaupa nýja dýnu í rúmið mitt í síðustu viku, eitthvað sem ég hef ætlað að gera í fjögur ár! Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki keypt dýnuna fyrr. Hver er draumurinn? Að halda áfram að læra og fara í gott frí á einhverja æðislega strönd. Hver er fyndnastur/fyndnust? Það eru trúðarnir fjórir í Dauðasyndun- um; Barbara, Úlfar, Gjóla og Za-ra. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óréttlæti í fólki út af engu og afskiptasemi. Hvað er mikilvægast? Ástin. ÁGÆTIS STARFSREYNSLA Ellert A. Ingimundarson segir það ekki slæmt að vera reyndur í hlutverki leigubílstjóra, nú þegar sverfur að í leiklistinni eins og í öðrum öngum samfélagsins. Sérhæfir sig í leigubílstjórum „Við erum að leggja drög að mat- reiðsluþáttum með þeim. Þættirn- ir yrðu á dagskrá Stöðvar 2 ein- hvern tímann með haustinu eða á næsta ári. Þangað til verða þeir með fasta innkomu hjá Íslandi í dag í allt sumar og kenna þar þjóð- inni að grilla, velja réttu vínin og bara almenna kurteisi,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, sem hefur tryggt sér þjónustu þeirra Begga og Pacas, sigurvegara Hæðarinnar. Óvissutímabilinu í kringum parið hefur því loksins verið eytt en dagblöð og vefmiðlar hafa und- anfarna daga keppst við að flytja fréttir af hugsanlegri endurkomu þeirra í sjónvarpið. Pálmi stað- festir að aðrir fjölmiðlar hafi sýnt þeim áhuga en þeir hafi hvergi annars staðar viljað vera. „Og við vildum hafa þá,“ lýsir Pálmi yfir. Beggi og Pacas unnu hug og hjörtu landsmanna í hönn- unarþættinum Hæðin. Leið þeirra var bæði grýtt og erfið því eins og Fréttablaðið greindi frá voru þeir reknir af veitingastaðnum Glóin skömmu áður en þættirnir fóru í loftið. Sambýlismennirnir standa hins vegar eftir með pálmann í höndunum því þeir fengu tvær milljónir íslenskra króna í sinn hlut fyrir sigurinn í þáttunum. Vangaveltur hafa verið á kreiki um hvort innkoma þessara vin- sælu kokka marki endalokin hjá sjónvarpskokki landsins, Jóa Fel. Pálmi segir það víðs fjarri, Jói Fel sé í fínum málum og lifi góðu lífi hjá Stöð 2. Aðspurður hvort þessir þrír heiðursmenn myndu þá ekki rugla saman reytum þegar fram líða stundir segist Pálmi ekki geta úti- lokað það. „Sú þrenn- ing yrði auðvitað ein- hver sú skemmtilegasta í manna minn- um.” -fgg Ævintýri Begga og Pacas halda áfram VINSÆLIR Beggi og Pacas eru sennilega vinsælustu kokkar landsins. Þeir eru ekki lengur atvinnulausir því félagarnir verða með innslög í Ísland í dag í allt sumar. „Hann hefur alltaf verið hreinn og beinn og reynir af fremsta megni að vera sanngjarn, heiðarlegur og kurteis við alla. Ef einhver maður er fyrir reglur þá er það hann. Ég bið honum alls hins besta í öllum hans málum.“ Bryndís Svavarsdóttir, móðir Svavars Lútherssonar sem starfrækir hina umdeildu Torrent-heimasíðu. HIN HLIÐIN SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR LEIKKONA Spreytir sig sem aðstoðarleikstjóri í Borgarleikhúsinu 19.05.1977 ÖRUGGUR Dagar Jóa Fel hjá Stöð 2 eru síður en svo liðnir og þessir frægu kokkar gætu jafnvel ruglað saman reytum þegar fram líða stundir. FJÖLBREYTT VÖRUFRAMBOÐ Þó að Global Store sé lítil er þar ýmislegt að finna, að sögn Jóns Þórs Karlssonar, sem á búðina ásamt konu sinni, Imeldu Sta Ana. Verslun- inni berast meðal annars mánaðarlega sendingar af lifandi kröbbum, sem sælkerar geta keypt sér í soðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VELJUM LÍFIÐ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 8 1 Matthew McConaughey. 2 Akranesi, Ísafirði og Hafnarfirði. 3 Hermann Hreiðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.