Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 90
30 18. maí 2008 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Leikur Portsmouth og Cardiff í gær fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Hermanni Hreiðarssyni gæti ekki verið meira sama um það. Hann náði hápunkti ferils síns í gær þegar hann kyssti silfraða bikarinn, verð- launagrip fyrir sigur í elstu bikarkeppni heims. Sigurinn tryggði einnig sæti Portsmouth í UEFA-bikarkeppninni á næsta tímabili sem verður fyrsta Evrópuævintýri félagsins. Í þrettán ár höfðu fjögur stórliðin á Eng- landi, Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchest- er United, unnið bikarinn. En með marki frá Kanu í fyrri hálfleik, þar sem hann skóflaði boltanum inn eftir að Peter Enkelman sló fyrir- gjöf frá, batt enda á það. Portsmouth varð bik- armeistari árið 1939 og er þetta fyrsti titill félagsins síðan. Hermann varð atvinnumaður á Englandi árið 1997 þegar hann gekk í raðir Crystal Palace. Það hefur því tekið hann ellefu ár að ná í bikar og honum var svo sannarlega létt. „Þetta er búið að taka sinn tíma,“ sagði Hermann. Hann hefur leikið í öllum atvinnumannadeildum Englands og raunar oftar tekið þátt í botnbar- áttu í stað þess að berjast um titla. „Þetta er gríðarlegur léttir, við höfum beðið lengi eftir þessu,“ sagði Hermann sem lítur á sigurinn í bikarkeppninni sem hápunkt ferils síns. „Þetta er langbesti árangur sem ég hef náð. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Hermann. Leikurinn sjálfur var eins og áður sagði bragðdaufur. Cardiff byrjaði betur og átti raunar nokkkrar álitlegar sóknir. David James var vel á verði allan tímann og stóð vaktina í markinu vel. Kanu skoraði svo og staðan í hálf- leik var 1-0. Cardiff náði reyndar að skora í síðari hálf- leiknum en markið var dæmt af vegna hendi. Réttur dómur þar á ferð. Leikurinn fjaraði svo í raun út og leikmenn Portsmouth böðuðu sig í kampavíni, trölluðu og fögnuðu með þúsund- um stuðningsmanna sinna langt eftir leik. Þjóðhátíðardagur þeirra bláklæddu. Á meðan sat 1. deildarliðið eftir með sárt ennið en það getur svo sannarlega borið höfuðið hátt eftir frábæran árangur. „Þetta er frábært,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, um sinn fyrsta titil sem leik- maður og stjóri. „Draumur minn er að rætast og þetta hefur verið frábær dagur fyrir alla, leikmenn og stuðn- ingsmenn. Cardiff setti mikla pressu á okkur og við þurftum að verjast erfiðum sóknarlot- um þeirra. Vörnin var frábær,“ sagði Redknapp en Hermann fær fína dóma fyrir leik sinn í gær. „Þetta er besta augnablik lífs míns,“ sagði Kanu, sem skoraði sigurmarkið. „Mér líður vel, ég er ánægður. Ég klúðraði góðu færi en ég er einn af reyndari leikmönnum liðsins og maður verður bara að halda áfram. Þegar stuðningsmenn okkar standa svona vel við bakið á okkur er ekki annað hægt en að berjast fyrir þá,“ sagði Kanu. - hþh Hápunktur Hermanns á ferlinum Hermann Hreiðarsson varð í gær enskur bikarmeistari með Portsmouth. Hermann segir þetta vera hápunktinn á sínum ferli. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur þessa elstu bikarkeppni heims. ÁNÆGÐIR Glen Johnson, Hermann og Sulley Muntari hlaupa um með bikarinn á Wembley í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Það er heldur betur farið að hitna í kolunum í NBA-körfuboltanum þar sem úrslitin nálgast: Kobe Bryant leiddi Lakers í úrslitin NBA Los Angeles Lakers mætir New Orleans Hornets eða San Antonio Spurs í úrslitum Vesturstrandar í NBA körfu- boltanum eftir sigur á Utah Jazz í fyrrinótt, 108-105. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers kemst í úrslit sinnar deildar en Lakers vann einvígið við Utah 4-2. Úrslitin réðust á lokasekúndunum en bæði Paul Millsap og Deron Williams skutu þá þriggja stiga skotum fyrir Jazz sem geiguðu. Lakers fór því með sanngjarnan sigur af hólmi en Kobe Bryant fór fyrir sínum mönnum, eins og svo oft áður, hann skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoð- sendingar. „Þetta er stórt skref hjá okkur. Við sýndum mikinn kar- akter með því að koma hingað og vinna. Þetta hefur verið frábær för og við viljum halda sigurgöngunni gangandi. Það er mikið afrek að komast í úrslit deildarinnar en við trúum því að við getum afrekað stærri og meiri hluti,“ sagði vígreif- ur Bryant eftir leikinn. Pau Gasol skoraði sautján stig fyrir Lakers og Derek Fis- her sextán en Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig. Leikmenn Jazz gerðu vel í að gera leikinn spennandi en þeir voru nítján stigum undir í hálfleik. Oddaleikur í Austrinu Dramatíkin heldur áfram hjá Cleveland Cavaliers og Boston Celtics sem þurfa oddaleik til að skera úr um hvort liðið mætir Detroit Pistons í úrslitum Austur- strandarinnar. Cleveland vann leik liðanna í fyrrinótt 74-69. Varnarleikur Cleveland var framúrskarandi og með því að fara með gott forskot inn í hálfleikinn lagði liðið grunninn að góðum sigri. Samt sem áður var Boston aldrei langt undan en LeBron James átti frábæran leik fyrir Cleveland og skoraði tæplega helming stiga síns liðs, 32 talsins. Þetta var sjötti tapleikur Boston á útivelli í röð í úrslitakeppninni en heimavöllur liðsins er afar sterk- ur. Þar hafa þeir unnið sjö leiki í röð og alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíð- ina. Oddaleikurinn fer einmitt fram í Boston á mánu- dag. „Ég er ekki tilbúinn til að fara í sumarfrí,“ sagði James. „Við getum unnið þá, við vitum það vel. Við þurfum bara að sýna það.“ - hþh KOBE Matt Harpring gerir hér örvæntingafulla en árang- urslausa tilraun til að stöðva kappann. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY STUÐNINGSMAÐUR NÚMER EITT John Anthony er líklega harðasti stuðningsmaður Portsmouth. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SÁTTUR Eyjamaðurinn gat skiljanlega ekki leynt gleði sinni með sigurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Úrslit síðustu umferðar í gær: Nordhorn - Lemgo 41-39 Logi Geirsson lék ekki með Lemgo. Lübbecke - Füsche Berlin 30-26 Hvorki Þórir Ólafsson né Birkir Ívar Guðmunds- son léku með Lübbecke. Flensburg - Minden 28-29 Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg en Einar Hólmgeirsson ekkert. Einar Örn Jónsson skoraði sex mörk fyrir Minden. Wilhelmshavener Rhein-Neckar-Löwen 30-37 Gylfi Gylfason skoraði sex mörk fyrir Wilhelmsh. Gummersbach - Magdeburg 33-35 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson sjö. Hamburg - Göppingen 29-24 Jaliesky Garcia skoraði eitt mark fyrir Göppingen. HBW Balingen - Großwallstadt 35-30 Essen - Melsungen 35-35 Kiel - Wetzlar 35-26 Lokastaða efstu og neðstu liða: 1. Kiel 61 stig 2. Flensburg 54 stig 3. Hamburg 54 stig 4. Rhein-Neckar-Löwen 52 stig 5. Nordhorn 50 stig 6. Gummersbach 41 stig 7. Lemgo 39 stig 8. Magdeburg 37 stig ------------------------------------- 15. Minden 18 stig 16. Essen (fer í umspil um laust sæti) 18 stig 17. Lübbecke 18 stig 18. Wilhelmshavener 14 stig ÞÝSKI HANDBOLTINN HANDBOLTI Sigur hjá Einari Erni Jónssyni og félögum hans í Minden þýddi að félagið bjargaði sér frá falli úr þýsku úrvalsdeild- inni en sendi um leið Lübbecke niður í 2. deild. Með því liði leika Birkir Ívar Guðmundsson og Þórir Ólafsson. Minden vann stórlið Flensborg- ar 29-28 á útivelli og skoraði Einar sex mörk. Lübbecke vann reyndar sinn leik en þar sem önnur úrslit voru því ekki í hag fellur það niður um deild. Birkir og Þórir fylgja því Gylfa Gylfa- syni sem fellur með liði sínu Wilhelmshavener. - hþh Þýski handboltinn: Einar Örn felldi Birki og Þóri BIRKIR Féll með Lübbecke í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Breiðablik setti met í fyrra með því að gera jafntefli í níu af átján leikjum sínum og það lítur út fyrir að Blikar ætli að reyna að bæta metið í ár. Breiðablik hefur gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum og um leið eru jafnteflin orðin fjögur í röð því Blikar gerðu jafntefli í tveimur síðustu umferðum sínum í fyrra. Blikar geta jafnað met geri þeir jafntefli við KR í næsta leik því aðeins eitt lið hefur gert fimm jafntefli í röð síðan þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Víkingar gerðu fimm jafntefli í röð sumarið 1990. - óój Landsbankadeild karla: Fjögur jafntefli Blika í röð EKKERT NEMA JAFNTEFLI Arnór Sveinn Aðalsteinsson á fleygiferð gegn Þrótti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.