Fréttablaðið - 18.05.2008, Blaðsíða 10
10 18. maí 2008 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Snýst um traust
á heilbrigðisráðherra
Það liggur fyrir að íslenska heilbrigðiskerfið er eitt
það besta í heimi. Samkvæmt niðurstöðu OECD er
það öfundsvert. Það er vissulega viðunandi
einkunnagjöf fyrir Framsóknarflokkinn sem fór
með heilbrigðismál í landinu í tólf ár, eða þar til í
maí í fyrra. Nú eru hins vegar runnir upp óvissutím-
ar. Ástæðan er sú að í skammri tíð nýs heilbrigðis-
ráðherra, sem starfar m.a. á ábyrgð Samfylkingar-
innar, hafa virtir embættismenn hrakist úr starfi og
boðuð hefur verið grundvallarbreyting á stefnunni í
heilbrigðismálum.
Áhugi Sjálfstæðisflokksins á heilbrigðismálum
Það er langt síðan okkur framsóknarmönnum varð
ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mikinn áhuga á
að fara með heilbrigðismál í landinu. Formaður
Sjálfstæðisflokksins tjáði sig í viðræðuþætti í
aðdraganda kosninga með þeim hætti að ekki fór á
milli mála að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gera
kröfu um að fá heilbrigðisráðuneytið í þeirri
ríkisstjórn sem mynduð yrði að loknum kosningum.
Vitandi það að við framsóknarmenn myndum ekki
verða fús til að láta málaflokkinn af hendi af ótta við
einkavæðingaráform sjálfstæðismanna, sneri Geir
sér til Samfylkingarinnar sem seldi sig ódýrt.
Stefnan birtist síðan í stjórnarsáttmála nýrrar
ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að skapað verði
svigrúm til fjölbreytilegra rekstrarforma í heil-
brigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustu-
samningum.
Yfirgangur stjórnarflokkanna
Á haustþingi flutti ríkisstjórnin frumvarp þar sem
m.a. var kveðið á um nýja stofnun sem hafi það
hlutverk að styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda
heilbrigðisþjónustu og að kostnaðargreina heilbrigð-
isþjónustuna. Samkvæmt 18. grein frumvarpsins
fékk heilbrigðisráðherra heimild til að skipa
stofnuninni stjórn og ráða forstjóra, án þess að
Alþingi hefði fjallað um stofnunina sem slíka. Við
framsóknarmenn sátum hjá við afgreiðslu greinar-
innar þar sem vinnubrögðin voru alls óviðunandi.
Það næsta sem fréttist af þessari nýju stofnun var
að auglýst var eftir forstjóra. Þegar níu þingdagar
voru til þinghlés birtist svo loks frumvarp til laga
um sjúkratryggingar, upp á 73 greinar.
Málið var tekið á dagskrá í vikunni með afbrigð-
um sem samþykkt voru af stjórnarsinnum. Þá bar
enn til tíðinda. Formaður heilbrigðisnefndar greindi
frá því úr ræðustól að hún væri í eigin nafni búin að
senda málið út til umsagnar. Samkvæmt þingsköp-
um eru það hins vegar nefndir þingsins sem senda
mál út til umsagnar en ekki einstaka þingmenn. Allt
ber þetta með sér yfirgang stjórnarflokkanna og
lítilsvirðingu gagnvart Alþingi.
Við framsóknarmenn setjum okkur ekki fyrirfram
gegn tilvist Sjúkratryggingastofnunar. Áþekkar
hugmyndir höfðu komið fram í tíð framsóknarráð-
herra í heilbrigðisráðuneytinu. Það sem gerir málið
hins vegar snúið er að við treystum illa heilbrigðis-
ráðherranum Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sjálfstæð-
isflokknum til að fara með það vald sem lög um
sjúkratryggingar veita.
Það virðist hins vegar Samfylkingin gera með
bros á vör.
Mikilvægt
framfaraskref
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um
sjúkratryggingar sem felur í sér breytingu á
fyrirkomulagi greiðslna ríkisins fyrir heilbrigðis-
þjónustu. Höfuðáhersla verður lögð á að fjárveiting-
ar ríkisins til veitenda heilbrigðisþjónustu verði
tengdar þeirri þjónustu sem veitt er.
Fagleg umgjörð rekstrar
Nýja kerfið byggir á sænskri fyrirmynd. Markmið
kerfisins er viðhalda hinu norræna þjónustukerfi,
sem felst í að notendur heilbrigðisþjónustu eigi
aðgang að heilbrigðisþjónustu sem veitt sé án tillits
til efnahags. Í dag búa opinberar heilbrigðisstofnan-
ir við óskilvirka fjárveitingaumgjörð, þar sem ekki
er skýrt samhengi milli þeirra verka sem unnin eru
og þeirra fjárveitinga sem ríkið veitir til starfsem-
innar. Þannig býður núverandi kerfi heim þeirri
hættu að fjárlagaramminn stjórni þjónustustiginu,
með hörmulegum afleiðingum fyrir þá sem þjónust-
unnar eiga að njóta.
Í hinu nýja kerfi er gert ráð fyrir að allar fjárveit-
ingar verði byggðar á samningum um tiltekna
þjónustu og að komið verði á skipulegu verklagi við
eftirlit með gæðum þeirrar þjónustu sem veitt er.
Nú þegar eru í lögum víðtækar valdheimildir fyrir
stjórnvöld til að semja um framkvæmd heilbrigðis-
þjónustu og er ekki gert ráð fyrir að þær verði aukn-
ar, en komið verði á faglegri umgjörð um beitingu
þeirra. Nýju stofnuninni verður þannig gert að gæta
að öryggishlutverki opinberra sjúkrahúsa og því að
viðhalda faglegri þekkingu þar. Jafnframt verður
hætt að semja við hagsmunasamtök veitenda
heilbrigðisþjónustu á borð við félög lækna, eins og
tíðkast hefur hingað til, og bannákvæði samkeppnis-
laga munu gilda um samstilltar aðgerðir veitenda
þjónustunnar gagnvart ríkinu.
Aukið jafnrétti
Ýmsir hafa haft hátt á undanförnum mánuðum um
að í breytingunum felist einkavæðing, markaðsvæð-
ing, sala sjúklinga eða eitthvað þaðan af verra. Í
frumvarpinu er þvert á móti að finna ákvæði sem
tryggja betur en gert er í núgildandi lögum að
aðgangur að heilbrigðisþjónustu eigi að vera án
tillits til efnahags. Þá er sett í lög ákvæði sem
beinlínis bannar veitendum þjónustu að krefja
sjúkratryggða einstaklinga um frekara gjald en felst
í almennri kostnaðarþátttöku skv. reglugerð. Þannig
er beinlínis bannað með lögum að veitendur
þjónustu bjóði notendum að borga sig fram fyrir í
biðröð. Þá er girt fyrir að hér geti skapast banda-
rískt kerfi sem felur í sér endurgreiðslu að hluta á
útlögðum kostnaði, sem myndi leiða til aukins
kostnaðar og brjóta niður hið norræna þjónustukerfi
sem við höfum byggt á.
Betri velferðarþjónusta
Markmið jafnaðarmanna er nú sem fyrr að tryggja
bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á fyrir alla, án
tillits til efnahags. Óskilvirkt fjárveitingakerfi
dregur úr gæðum þjónustu og kostnaðaraðhaldi. Við
verðum að tryggja hámarks gæði fyrir alla – ekki
bara suma. Einungis þannig þróum við hágæða
heilbrigðiskerfi fyrir alla til lengri tíma litið.
BITBEIN Árni Páll Árnason spyr:
Á að setja nýja Sjúkratrygginga-
stofnun á fót?
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
Meirihlutamambó
Eftir meirihlutabreytingar í bæjarstjórn
Akraness er þar sama staða komin
upp og í Reykjavík. Það er að fyrstu
varabæjar- eða varaborgarfulltrúar F-
lista styðja ekki sitjandi meirihluta sem
aðalmenn þeirra standa að. Á Akranesi
og í Reykjavík getur því meirihlutinn
fallið við það eitt að varamaður taki
sæti í stað aðalmanns. Í Fréttablaðinu
á fimmtudaginn sagðist Magnús Þór
Hafsteinsson, varabæjarfulltrúi
F-lista á Akranesi erfitt að
segja hvort hann myndi
fella meirihlutann kæmist
hann í aðstöðu til þess.
Það yrði bara að
ráðast. Framtíð meiri-
hlutanna veltur því
líklega á heilsu og
viðveru sitjandi aðal-
manna. Annars gætu íbúar Reykjavíkur
og Akraness þurft að búa við enn ein
meirihlutaskiptin á kjörtímabilinu.
Meirihluti Frjálslyndra
Með breytingum á meirihluta í bæjar-
stjórn Akraness er Frjálslyndi flokkurinn
hvergi í meirihluta í bæjar- eða sveit-
arstjórn á Íslandi þar eð Ólafur F., borg-
arstjóri F-lista, tilheyrir Íslandshreyfing-
unni. Hvort minnihlutaseta Frjálslyndra
er til komin vegna frambjóðenda- eða
stefnumála er sjálfsagt mismunandi.
Grímur Atlason, fyrrverandi bæjarstjóri
í Bolungarvík virðist þó hafa fund-
ið ástæðu fyrir litlu fylginu og
segir flokkinn vera þann stjórn-
málaflokk á Íslandi sem tekið
hafi málstað þeirra sem óttast
hið útlenda og gert að sínum.
Segir hann slíkt byggt á ótta
og þröngsýni og því sé Frjálsblyndir
réttnefni á flokknum.
Davíð í Skaptahlíðinni
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri var
gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2
á föstudaginn. Ræddi hann meðal
annars það að Seðlabanki Íslands
hafi tryggt sér aðgang að 1,5 milljarði
evra með samningum við seðlabanka
Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Það
þótti tíðindum sæta að Davíð kæmi í
viðtal í Skaftahlíðinni þar sem Stöð 2
er til húsa. Í það hús kom Davíð síðast
árið 1978 og þá til að
dansa á skemmtistaðn-
um Lídó sem þá var í
Skaftahlíðinni.
olav@frettabladid.isF
orsætisráðherra sendi mjög ákveðin skilaboð á ársfundi
Seðlabankans í vor um ráðstafanir á sviði peningamála
til þess að mæta lausafjárvanda bankakerfisins. Seðla-
bankinn kynnti fyrsta skref þeirra viðbragða í lok síð-
ustu viku. Þau hafa haft góð áhrif og eru líkleg til að auka
bjartsýni.
Í sumum erlendum umsögnum hefur þessum ráðstöfunum verið
lýst sem neyðaraðgerðum eða framlengingu í hengingaról. Veru-
leikinn er sennilega sá að á þessar aðgerðir má líta sem mikilvæga
viðspyrnu en ofmat væri að líkja þeim við lausnarorð. Ekkert
bendir til að einungis sé verið að lengja í hengingarólinni.
Vissulega er það svo að nauðir hafa rekið stjórnvöld til aðgerða
af þessu tagi. Viðbrögð markaðarins benda hins vegar til að á þeim
vettvangi sé trú á að Ísland geti unnið sig út úr örðugleikunum.
Annað verður því ekki sagt en að forsætisráðherra hafi tekið á
viðfangsefninu af mikilli yfirvegun og styrk. En stóra spurningin
er þessi: Hvað svo?
Ýmsir hafa lýst efasemdum um réttmæti þess að gera rástafan-
ir til þess að Seðlabankinn geti í reynd verið trúverðugur lánveit-
andi til þrautavara fyrir viðskiptabanka sem hafa vaxið honum
yfir höfuð. Af því hlýst alltaf nokkur kostnaður fyrir skattborg-
arana. Það er satt og rétt en er ekki gild mótbára eins og sakir
standa. Svo lengi sem Ísland kýs að reka sjálfstæða peningastefnu
með ósamkeppnishæfan gjaldmiðil verða skattgreiðendurnir að
bera þennan kostnað.
Þá má spyrja á móti: Er ávinningurinn af því að viðhalda sjálf-
stæðri mynt slíkur að það réttlæti þessar sérstöku fórnir skatt-
borgaranna til frambúðar? Helsta röksemdin sem færð hefur
verið fram í því efni er sú að sjálfstæð peningastefna sé nauð-
synleg til að jafna ólíkar sveiflur í þjóðarbúskap Íslands og við-
skiptalandanna. Veruleikinn er hins vegar sá að hún hefur í reynd
fremur ýkt þennan sveiflumun en hitt. Það mun ekki breytast við
þessar aðgerðir.
Niðurstaðan er þá þessi. Fórnarkostnaður skattborgaranna er
óhjákvæmilegur um tíma en ekki réttlætanlegur til frambúðar.
Fyrir þá sök þarf að fylgja tímabundnum ráðstöfunum langtíma
stefnumörkun um íslensk peningamál. Kostirnir eru tveir: Krónan
með þeim aukakostnaði sem henni fylgir og lélegri samkeppnis-
stöðu eða evra með þeim hagstjórnaraga sem hún kallar á.
Eru menn reiðubúnir til að beygja sig undir aukinn aga til að ná
betri stöðugleika í þjóðarbúskapinn og traustari samkeppnisstöðu?
Næsti prófsteinn í því efni eru fjárlög komandi árs og fjárhags-
áætlanir sveitarfélaga. Ljóst er að bæði ríkissjóður og sveitar-
sjóðir munu tapa tekjum fyrir áhrif af falli krónunnar. Tekjuöflun
ríkissjóðs hefur verið að hluta til fölsk vegna viðskiptahallans.
Framhald þeirra aðgerða sem nú hafa verið ákveðnar á peninga-
markaðnum hlýtur því að felast í mjög aðhaldssömum ráðstöfun-
um í ríkisfjármálum. Þetta á alveg sérstaklega við hafi menn í
huga að gera Ísland í stakk búið til að taka upp evru. Það getur
ekki gerst nema sæmilegu jafnvægi verði náð fyrst.
Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort þeir stjórnmálamenn
sem eru hlynntir evru gangi fram fyrir skjöldu með meiri aðhalds-
semi í ríkisfjármálum en aðrir. Við fjárlagagerðina reynir á hversu
fúsir menn eru að beygja sig undir aukinn aga og sýna í verki að
við getum tekið þær ákvarðanir sem óhjákvæmilegar eru vilji
menn stefna að betra jafnvægi til frambúðar.
Kostnaðurinn við sjálfstæða peningastefnu:
Hvað svo?
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR