Fréttablaðið - 24.05.2008, Side 30
30 24. maí 2008 LAUGARDAGUR
R
íkisstjórnin setti sér
metnaðarfull markmið í
stefnuyfirlýsingunni og
ég sé ekki betur en að um
áttatíu prósent mála sem þar eru
tiltekin séu annað hvort frá eða í
vinnslu,“ segir Geir H. Haarde, for-
sætisráðherra og formaður Sjálf-
stæðisflokksins, spurður um mat á
efndum stjórnarsáttmálans. „Og ég
held að það sé nú bærilegur árang-
ur,“ bætir hann við.
Geir telur að verulegur árangur
hafi náðst við að bæta kjör aldr-
aðra og öryrkja; samkomulagi frá
2006 hafi verið fylgt eftir með laga-
setningu í desember og önnur
frumvörp sem miði í sömu átt liggi
fyrir þinginu. Hann nefnir líka
frumvörp menntamálaráðherra um
breytingar á skólakerfinu, skipu-
lagsbreytingar á stjórnarráðinu og
breytingar á þingsköpum. „Sturla
Böðvarsson þingforseti beitti sér
sérstaklega fyrir þeim breytingum
og þær eru að skila prýðilegum
árangri að því er mér sýnist í bætt-
um vinnubrögðum Alþingis.“
Geir segir eitt ár ekki langan
tíma í stjórnmálum þegar lagt er
upp með fjögurra ára áætlun eins
og stjórnarsáttmáli er. „Það er ekki
hægt að ætlast til þess að allt nái
fram að ganga í einum hvelli.“
Ófyrirséður vandi
Geir segir stjórnmálin þess eðlis að
verkefnin séu ekki alltaf fyrirséð
og bregðast þurfi við ýmsu sem
beri óvænt að. Tvö slík veigamikil
mál hafi komið upp á þessu eina
ári.
„Annars vegar voru það tillögur
Hafrannsóknastofnunar um að
skerða þorskkvóta. Ég tel að
sjávarútvegsráðherrann með full-
tingi ríkisstjórnarinnar hafi tekið
þar ábyrga ákvörðun sem ekki var
auðveld.
Hins vegar voru það áhrifin að
utan sem enginn gat séð fyrir. Láns-
fjárkreppan í útlöndum segir til sín
hér og erlendar verðhækkanir eru
eins konar skattur á þjóðarbúið og
virka í þá átt að skerða kjör lands-
manna. Allt þetta höfum við verið
að glíma við og efnahagsmálin hafa
verið mjög fyrirferðarmikil frá
áramótum.“
Tími sértækra lausna liðinn
Margir hafa kallað eftir sterkari
viðbrögðum og aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar vegna efnahags-
vandans. Geir segir gagnrýnina
byggða á misskilningi. „Sá mis-
skilningur er uppi að ríkisstjórnin
sé með nefið ofan í hvers manns
koppi, ef svo má segja, eins og var
hér áður fyrr.
Ein aðalefnahagsráðstöfun ríkis-
stjórnarinnar sem sat 1988 til 1991
var að niðurgreiða brytjað lamba-
kjöt í sérstökum pakkningum og
ráðherrarnir í þeirri stjórn létu
mynda sig með slíkt kjöt. En þetta
er liðin tíð. Nú er landinu stjórnað
með almennari aðgerðum og við
höfum beitt okkur fyrir margs
kyns hlutum sem meðal annars eru
til meðferðar í þinginu.“
Aðkoma ríkisstjórnarinnar að
kjarasamningum í febrúar og ráð-
stafanir til að styrkja efnahagslegar
varnir og viðbúnað landsins út á við
séu dæmi um slíkar almennar
aðgerðir. „Þau mál munu skýrast
þegar þau eru frágengin,“ svarar
hann spurður um aðgerðir í efna-
hagsmálum.
Rofar til
Að sögn Geirs er helsta viðfangs-
efni ríkisstjórnarinnar fram undan
að komast á sléttan sjó í efnahags-
málunum. Þar á hann bæði við
vandann vegna lausafjár krepp-
unnar erlendis og aðlögun íslensks
efnahagslífs að breyttum aðstæð-
um. „Ég held að það sé að rofa til á
alþjóðlegum mörkuðum. Mér finnst
margt benda til þess að ástandið
gagnvart aðgangi að erlendu fjár-
magni sé að verða betra en það var
og þegar það vandamál er frá
getum við einbeitt okkur að því að
stuðla að jafnvægi í efnahagsmál-
unum hér, náð niður verðbólgunni
og komið á meiri stöðugleika.“ Geir
segir að þar hjálpi til sveigjanleiki
í hagkerfinu, það sé fljótt að aðlag-
ast breyttum aðstæðum.
Geir segir að minnkandi tekjur
muni vissulega segja til sín við
fjárlagagerð næsta árs en á móti
komi að ríkissjóður sé nettó skuld-
laus. Sú staða sé ný og spari miklar
vaxtagreiðslur. „Þess vegna erum
við miklu betur í stakk búin að tak-
ast á við breyttar horfur,“ segir
hann.
Þó að tekjusamdráttur ríkissjóðs
sé fyrirsjáanlegur vegna minni
umsvifa í samfélaginu telur Geir
að hann muni ekki segja til sín í vel-
ferðarmálum. Áfram verði unnið
að breytingum á skattkerfinu, til
hagsbóta fyrir almenning en síður
ríkissjóð. „Persónuafslátturinn
mun hækka og þar með skattleysis-
mörkin í takt við verðlagsbreyting-
ar og við erum farin af stað með að
lækka stimpilgjöld. En það getur
vel verið að við þurfum að gæta
betur að okkur og sætta okkur við
minni opinberar framkvæmdir.“
Sanngjörn samskipti
Ríkisstjórnin hefur mikinn þing-
styrk, einn hinn mesta í þing-
sögunni. Við slíkar aðstæður er
hætt við að meirihlutavaldið taki
lítið tillit til minnihluta. Aðspurður
segir Geir stjórnarflokkana
umgangast stjórnarandstöðuna af
nægilegri sanngirni. „Mér finnst
það. Við ráðgumst við hana þegar
mál eru þess eðlis að eðlilegt sé að
um þau náist breið samstaða. Það
er eðlilegt að menn deili um einstök
mál en í hinum stærri málum sem
varða hagsmuni Íslands út á við þá
reynum við að hafa breiða sam-
stöðu,“ segir hann.
Geir nefnir einnig að stjórnar-
flokkarnir hafi stuðlað að bættum
starfsháttum stjórnarandstöð-
unnar. „Í vetur tryggðum við for-
ystumönnum stjórnarandstöðunnar
sérstakan aðstoðarmann auk þess
sem allir landsbyggðarþingmenn
fá aðstoðarmann í hlutastarfi. Það
má heldur ekki gleyma því að á
sínum tíma var séð til þess að betur
væri gert við formenn stjórnarand-
stöðuflokkanna í launalegu tilliti en
áður var.“
Gott samstarf
Geir segir andrúmsloftið í pólitík-
inni nú um stundir ágætt og að
ýmsu leyti betra en áður. „Auðvit-
að verða einhverjir fyrir von-
brigðum eftir kosningar og menn
eru misjafnlega ánægðir með sína
útkomu og hvernig úr spilast en
menn verða að sætta sig við það.
En andrúmsloftið er að mörgu
leyti betra en það var og þar
kemur til bætt starfsaðstaða auk
þess sem við færri vandamál er að
glíma heldur en var hér áður.
Ástandið er miklu betra þó að við
göngum núna í gegnum ákveðna
efnahagsörðugleika sem eru bara
viðfangsefni að takast á við.“
Samdráttur komi ekki
niður á velferðarmálum
M
ér finnst hafa tekist
alveg ótrúlega vel að
koma þeim málum
áfram sem um samdist
þegar ríkisstjórnin var mynduð og
þá ekki síst málum á sviði velferð-
ar. Mér sýnist að nálægt níutíu pró-
sent af þeim verkefnum sem er að
finna í stjórnarsáttmálanum séu
þegar komin til framkvæmda eða á
góðan rekspöl í ráðuneytunum,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
utanríkisráðherra og formaður
Samfylkingarinnar. Samfylkingin
hafi lagt upp í kosningarnar með
það að markmiði að reyna að bæta
hag barna og kjör – ekki síst aldr-
aðra og öryrkja – og um þau mál
hafi náðst gott samkomulag við
sjálfstæðismenn. „Samþykkt hefur
verið aðgerðaáætlun í málefnum
aldraðra og öryrkja sem felur í sér
gríðarlega mikilvægar réttar-
bætur,“ segir hún og nefnir sér-
staklega afnám tenginga á bótum
aldraðra og öryrkja við tekjur
maka, hundrað þúsund króna frí-
tekjumark 67-70 ára og 25 þúsund
króna greiðslur til fólks sem ekki
nýtur greiðslna úr lífeyrissjóðum.
Þá er aðgerðaáætlun í málefn-
um barna ekki síður hugleikin
Ingibjörgu. Samþykkt hennar var
eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar.
„Þar eru sett fram fjölmörg atriði
sem við ætlum að vinna að á kjör-
tímabilinu og nú þegar er margt
komið til framkvæmda. Í því sam-
bandi má sérstaklega nefna
úrbætur í málefnum langveikra
barna, hækkun barnabóta og aukið
jafnræði í fæðingarorlofi.“ Hún
segir þessi mál skipta Samfylk-
inguna miklu, velferðarmálin séu
kjarnamál jafnaðarmannaflokka.
Unnið gegn verðbólgunni
Fjölmörg önnur viðamikil mál úr
ranni ríkisstjórnarinnar eru til
meðferðar Alþingis. Ingibjörg Sól-
rún segir ráðherrana mjög vinnu-
sama og sama sé hvert hún líti,
alls staðar sé margt að gerast. Þó
beri að hafa í huga að kjörtímabilið
telji fjögur ár. „Við framkvæmum
auðvitað ekki allt á fyrsta ári,“
segir hún og kveðst skynja óþreyju
bæði í þingflokki Samfylkingar-
innar og meðal almennra flokks-
manna. „Fólk vill sjá hlutina ger-
ast mjög hratt og sem allra fyrst
en það má ekki gleyma því að kjör-
tímabilið er fjögur ár. Að þeim
tíma loknum verður hægt að meta
hvernig til hefur tekist.“
Eitt af því sem fólk vill sjá ger-
ast hratt – og vildi raunar að væri
þegar frágengið – eru aðgerðir
vegna efnahagsvandræðanna sem
nú eru uppi. Ingibjörg segir að á
vettvangi stjórnvalda sé reynt að
styrkja varnir íslenska hagkerfis-
ins, auka trúverðugleika þess og
opna þannig fyrir aðgang bank-
anna að lánsfé. Þá sé forgangsmál
að koma í veg fyrir að verðbólgan
festist í sessi og í undirbúningi
séu aðgerðir til að mæta fólki sem
lendir í erfiðleikum sökum
ástandsins.
Mikilvægt að fólk
missi ekki húsnæðið
Ánægð með verkin og samstarfið
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lýsa í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson
ánægju með störf sín og samstarfið í ríkisstjórninni þetta ár sem hún hefur starfað. Mörgum mikilvægum málum hafi verið
hrint í framkvæmd, þar á meðal mörgu sem kveðið sé á um í stjórnarsáttmálanum. Efnahagsmálin séu stóra málið fram undan.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR UTANRÍKISRÁÐHERRA Ingibjörg segir að í skoðun
sé hjá viðskiptaráðuneytinu hvernig og hvort hægt sé að taka á greiðsluerfiðleikum
fólks í gegnum Íbúðalánasjóð. Aldrei sé þó hægt að bjarga öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA Geir segir mikilvægt að fyrirsjáanlegur tekju-
missir ríkissjóðs muni segja til sín í velferðarmálum. Helsta viðfangsefni ríkisstjórnar-
innar sé að komast á lygnan sjó í efnahagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Sá misskilningur er uppi að
ríkisstjórnin sé með nefið ofan í
hvers manns koppi.