Fréttablaðið - 24.05.2008, Síða 31

Fréttablaðið - 24.05.2008, Síða 31
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Akurnesingurinn Einar Gunnar Einarsson við- skiptafræðingur ekur um á glæsilegum Chevr- olet SSR af árgerð 2003 sem er eftirlíking af Chevrolet Pickup frá 1952. „Chevrolet-pallbíllinn er skemmtilegur og hefur vakið alveg gríðarlega athygli, miklu meiri en ég hafði reiknað með. Þessir bílar voru framleiddir frá 2003 til 2006. Það eru því ekki margir til í heiminum og þetta er sá eini hér á landi, eftir því sem ég kemst næst,“ segir Einar Gunnar þegar forvitnast er um rauðan pallbíl sem hann sést stundum á á götum borgarinnar. Hann tekur því vel að koma við á Frétta- blaðinu næst þegar hann eigi leið um og stendur við það. Bíllinn er gljáfægður og þó að árgerðin sé 2003 þá er allt í gömlum stíl. Framendinn er endursköpun á Chevrolet Pickup frá 1952 og leðurklædd sætin og hvalbakurinn eins og úr mynd með James Dean. Toppurinn er harður en hægt er að taka hann niður eins og blæju með einu handtaki. Einar Gunnar kveðst eiga eftir að notfæra sér það í sumar. „Ég flutti bílinn inn frá Bandaríkjunum í fyrrahaust þannig að ég er að keyra inn í fyrsta sumarið á honum. Tækifærin til að hafa toppinn niðri hafa ekki verið ýkja mörg til þessa,“ útskýrir hann. Chevrolettinn er með átta cilindra, 5,3 lítra vél, 300 hestöfl og „skrambi sprækur“ eins og eigandinn orðar það. Viðurkennir að þurfa að standa á brems- unni í Hvalfjarðargöngunum. „Ég hef verið með mikla bíladellu gegnum tíðina og flutt inn nokkra frá Bandaríkjunum. Á meðal annars Kádilják en lenti í árekstri á honum fyrir nokkrum dögum þannig að hann er úr leik í bili,“ segir hann. Þar sem bensínverð er orðið býsna hátt er Einar Gunnar spurður í lokin hvort Chevroettinn sé ekki dýr í rekstri. „Jú,“ svarar hann. „Ég hef ekki mælt hversu miklu hann eyðir og vil sem minnst um það vita!“ gun@frettabladid.is Á bremsunni í göngunum „Það eru ekki margir svona bílar til í heiminum og þetta er sá eini hér á landi,“ segir Einar Gunnar um Chevrolet-pallbílinn sem hann flutti inn frá Bandaríkjunum í fyrrahaust. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SUMARIÐ KOMIÐ Tískuvörurverslanirnar eru nú að fyllast af litrík- um og léttum flíkum fyrir sumar- og sóldýrkendur. TÍSKA 7 F A B R I K A N BYLTING Í HÖNNUN Hönnuðir Land Rover hafa tekið í notkun þrívíddar- helli sem hjálpar þeim og tæknimönnum að vinna með nýja tækni án þess að þurfa að framleiða dýr módel. BÍLAR 2 ... fyr ir börn 3-6 ára Íþrótta, enskukennslu og óvæn t uppák oma á hverjum degi. 577 2555 WWW.HR EYFILAND .IS Kiktu á he imasíðu okkar! NÁMSKEIÐIN VERÐA HALDIN 7.JÚLI-1.ÁGÚST Hópur fyrir hádegi er frá kl. 10-14 (hópur A) alla virka daga Hópur eftir hádegi er frá kl. 12-16 (hópur B) alla virka daga Við tökum aðeins á móti 15 börnum í hvern hóp. Hafið samband eins fljótt og unnt er þar sem fyrstir sem skráðir eru ganga fyrir. WWW.HREYFILAND.IS | 577 2555
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.