Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2008, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 24.05.2008, Qupperneq 44
● heimili&hönnun „Mér finnst ofsalega gaman að hafa fallega hluti í kringum mig en ég hleyp ekki út í búð til að kaupa þá. Heimilið er sambland af gömlum og nýjum munum og margt af því er eitthvað sem ég hef búið til sjálf,“ segir Margrét sem býr í fallegri raðhúsaíbúð í Vesturbænum ásamt eiginmanni og tvítugri dóttur. Það er notalegt að koma inn á heimili Margrétar og þar ræður enginn einn stíll ríkjum. „Ég er ekki ein af þeim sem fara og kaupa allt nýtt heldur eru þetta hlutir sem ég hef sankað að mér í gegnum árin,“ útskýrir Margrét og bætir við að margt hafi hún keypt erlendis, en hún bjó sex ár í Bandaríkjunum og eitt ár í Þýskalandi. Margrét rekur Kirsuberjatréð ásamt fleiri góðum konum og selur þar meðal annars spila- dósir sem hún útbýr sjálf. Nokkrar slíkar eru einnig uppi við á heimilinu ásamt körfum og lömpum sem Margrét hefur búið til. „Mér finnst gott að hafa þessa hluti hjá mér en svo á ég líka mikið af góðum hlutum eftir aðra listamenn sem mér hafa verið gefnir. Vinir í listageiranum skiptast gjarnan á hlutum og það hefur áhrif á ásýnd heimilisins. Ég á marga fallega hluti, málverk og keramik, eftir vini og kunningja,“ segir Margrét. Hún segist sjaldan henda hlut- um. „Margt af því sem ég á hefur tilfinningalegt gildi þótt það sé löngu farið úr tísku. Ég á það til að hafa svolítið mikið af hlutum í kringum mig bara af því að mér þykir vænt um þá,“ segir Margrét. Hún elti ekki tískuna þótt hún fylgist vel með hönnunarheiminum. „Ég fletti blöðum og tímaritum og er dugleg að fara á söfn og listasýningar,“ útskýrir hún. Margrét er útsjónarsöm og víða á heimili hennar má sjá sniðugar og skemmtilegar lausnir. Fjöldi innrammaðra póstkorta prýðir til að mynda veggi gestasnyrtingarinnar og á stigapalli milli hæða hefur Margrét komið fyrir tveimur litlum hillum þar sem hún geymir hvíta smá- hluti. „Ekkert á þessum hillum er keypt. Annaðhvort var þetta gamalt dót sem ég átti og geymdi ofan í kössum eða eitthvað sem ég bjó til sjálf. Ég vildi ekki vera að drita þessu út um allt hús svo ég bjó til þennan stað fyrir þessa hluti,“ segir Margrét. - þo Fagurkeri í Vesturbænum ● Það er notalegt að koma inn á heimili listakonunnar Margrétar Guðna- dóttur. Þar kennir ýmissa grasa og fallegir munir eftir listakonuna sjálfa leynast víða. Eldhúsið er heimsborgaralegt og notalegt. Körfurnar á myndinni eru eftir Margréti sjálfa, sem og lamparnir á efstu hillunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á vegg í eldhúsinu hefur Margrét hengt fjölda svarthvítra ljósmynda. Myndirnar eru af vinum og fjölskyldu og það var Margrét sjálf sem tók þær flestar og stækkaði upp á gamla mátann. Ávaxtabakkinn er eftir Margréti sjálfa. Borðstofustólana sem sjást í baksýn keypti Margrét í Bandaríkjun- um fyrir þrjátíu árum en þeir eru komnir á sjötugsaldur. Nýjustu spiladósirnar hennar Margrétar stilla sér hér upp eins og hljómsveit hússins. Þær eru gerðar úr ýmsum efnum og spila vísur Vatns- enda-Rósu og Krummavísur. Þessu smádóti fann Margrét stað á hillum á stigapall- inum. Hjartarhornin eru stolt húsbóndans enda skaut hann hjörtinn sjálfur á ferð sinni um Skotland. Þegar kom að því að flikka upp á baðherbergið ákvað Margrét að mála það rautt. Póstkort sem legið höfðu ofan í kössum fengu uppreisn æru og voru römmuð inn til að prýða veggina. Margrét á fjölda listaverka eftir aðra listamenn. Leirmunirnir fremst á myndinni eru eftir Emblu, dóttur Margrétar, sem hefur búið til keramik frá tíu ára aldri. 24. MAÍ 2008 LAUGARDAGUR6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.