Fréttablaðið - 24.05.2008, Síða 59
LAUGARDAGUR 24. maí 2008 31
„Í vinnslu er frumvarp í við-
skiptaráðuneytinu um greiðslu-
aðlögun fyrir fólk sem lendir í
greiðsluerfiðleikum og til skoðun-
ar er hvort og þá hvernig hægt
verði að taka á þeim málum í gegn-
um Íbúðalánasjóð. Það sem skiptir
meginmáli er að fólk hafi þak yfir
höfuðið og missi ekki húsnæðið.
Þar munum við reyna að hjálpa.
En við getum ekki bjargað öllu. Ef
fólk hefur farið offari í öðrum
fjárfestingum og neyslulánum á
slík aðstoð ekki við með sama
hætti. Stjórnvöld redda aldrei bíla-
lánunum svo dæmi sé tekið.“
Ingibjörg segir söguna sýna að
það skiptist á skin og skúrir í efna-
hagsmálum eins og í lífinu sjálfu
og það viti allir. „Þá er bara að
setja undir sig hausinn og reyna að
vinna sig í gegnum erfiðleikatíma-
bilið. Við Íslendingar erum ekki
óvön því og við munum gera það
nú sem endranær.“
ESB er langtímamarkmiðið
Ingibjörg segir að líkt og vanalega
séu efnahagsmálin stærsta við-
fangsefni stjórnmálanna fram
undan enda grunnurinn sem allt
hvíli á. Sökum efnahagsástands-
ins hér og annars staðar í heimin-
um séu málin flóknari en áður.
„Það er ljóst að við þurfum að tak-
ast á við samdrátt í tekjum ríkis-
sjóðs þannig að það verður flókn-
ara og erfiðara að koma saman
fjárlögum en á undanförnum
árum þegar tekjuafgangurinn var
umtalsverður vegna mikilla
umsvifa í samfélaginu.“ Við þær
aðstæður verði vandasamara en
ella að búa til svigrúm til áfram-
haldandi uppbyggingar velferðar-
þjónustunnar.
Ingibjörg hefur ekki farið leynt
með þá skoðun sína að aðild að
Evrópusambandinu og upptaka
evru geti styrkt efnahagskerfið til
langframa. „Það er langtímamark-
mið. Það er ekki lausn á vandanum
sem við glímum við núna. En til
lengri tíma litið held ég að það eigi
að vera stefnumiðið. Vandinn sem
við eigum þar við að etja er hins
vegar sá að ekki er um það pólitísk
sátt í samfélaginu. Ég held hins
vegar að það ætti ekki að vera um
það ágreiningur að mikilvægt sé
að við stefnum að því að uppfylla
þær kröfur sem aðild að mynt-
bandalaginu gerir til Evrópuþjóð-
anna. Það eru bara hyggindi sem í
hag koma.“
Samráðsstjórnmálin eru best
Stefna stjórnarflokkanna í Evr-
ópumálum er ólík. Ingibjörg segir
það í lagi enda vitað að munur
væri á skoðunum. Hún bendir þó á
að afstaða flokkanna sé byggð á
hagsmunamati og þó að Sjálfstæðis-
flokkurinn telji ekki tímabært að
hefja aðildarviðræður við Evrópu-
sambandið líti hún svo á að það sé
ekki ógerlegt út frá pólitískri hug-
myndafræði flokksins.
Annað dæmi um ágreining milli
flokkanna skaut upp kollinum í
vikunni. Samfylkingin er andvíg
ákvörðun sjávarútvegsráðherra
um hrefnuveiðar. „Þegar svona
skoðanamunur kemur fram skiptir
máli að hann sé uppi á borðum.
Það er ekki verið að fela neitt, það
er ekki verið að skrúfa menn niður
eða kúga þá til hlýðni,“ segir hún
og telur það merki um styrkleika
að flokkar geti unnið vel saman þó
að uppi sé ágreiningur um einstök
mál. „Aðalatriðið er að samstarfið
er sterkt þrátt fyrir skoðanamun í
tilteknum málum. Það er ekki
ágreiningslaust en það er árekstra-
laust. Hin frjálsu skoðanaskipti
við ríkisstjórnarborðið eru ein-
faldlega góð vinnubrögð, einstök
stjórnarfrumvörp hafa tekið
miklum breytingum og útkoman
verður betri fyrir vikið. Ég hef
alltaf sagt að samráðsstjórnmál
séu best og skili bestri stjórnar-
framkvæmd.“
Enn eitt ágreiningsmálið er stór-
iðjuframkvæmdir. Ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins hafa marg-
sinnis lýst sig hlynnta álveri í
Helguvík en Ingibjörg Sólrún og
fleiri framámenn Samfylkingar-
innar eru því andvígir. Ingibjörg
segir orkuöflun til álvers í Helgu-
vík í óvissu eftir úrskurð Skipu-
lagsstofnunar um Bitruvirkjun.
Helguvíkurálver hafi þó verið
komið úr höndum stjórnvalda. „Ég
dreg ekki dul á að ef stjórnvöld
hefðu haft tæki til að stýra þessu
þá hefði ég heldur viljað að byggt
væri upp á Bakka við Húsavík en í
Helguvík. Til lengri tíma litið eru
svo mörg önnur tækifæri til
atvinnuuppbyggingar á Reykja-
nesi og á höfuðborgarsvæðinu.“
Ætlum að skila sterkara samfélagi
Í aprílkönnun Capacent á stjórn-
málaviðhorfinu mældist fylgi
Samfylkingarinnar 26 prósent,
eins og í könnun Fréttablaðsins
sem gerð var um miðjan apríl. Það
er nokkuð lægra en í mars en svip-
að og í kosningunum fyrir ári. Mat
Ingibjargar er að Samfylkingin
hafi í fyrri könnuninni notið góðs
af réttarbótum ríkisstjórnarinnar
í velferðarmálum. „Ég held að við
höfum notið góðs af því, kannski
umfram Sjálfstæðisflokkinn, hvort
sem það er sanngjarnt eða ekki.
Svo þegar harðnar á dalnum og
menn sjá fram á þrengingar og
óvissu bitnar það meira á okkur.
Við erum nýr flokkur í ríkisstjórn
og væntingarnar miklar. Þar af
leiðandi eru vonbrigðin kannski
meiri þegar á móti blæs.
En við erum fólk til að taka tíma-
bundnu andstreymi og söknum
þess ekki að vera í stjórnarand-
stöðu og græða á efnahagsþreng-
ingum í skoðanakönnunum. Við
ætlum að skila þjóðinni sterkara
samfélagi og vinna kosningar á
góðum verkum,“ segir hún. Sam-
starfið við Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra er gott, að sögn Ingi-
bjargar. „Við eigum mjög gott
samstarf, erum hreinskiptin og
meðvituð um að við þurfum að
semja okkur að niðurstöðu. Við
þurfum að láta hlutina ganga
þannig upp að engum finnist að
gengið sé á hans hlut, hvorki ein-
stökum ráðherrum né flokkum,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
„Geir er mjög reyndur stjórnmála-
maður og hefur þá rósemi hugans
sem mikilvæg er á erfiðum augna-
blikum. Hann veit að sá kann
margt sem bíða kann, sem er mikil-
vægur eiginleiki góðs stjórnmála-
manns.“
Það er ljóst að við þurfum að takast á við samdrátt í
tekjum ríkissjóðs þannig að það verður flóknara og erfið-
ara að koma saman fjárlögum en á undanförnum árum
þegar tekjuafgangurinn var umtalsverður vegna mikilla
umsvifa í samfélaginu.
Gildir til 29. maí eða á meðan birgðir endast.
Hægindastóll
Sófasett 3+1+1 8183 Hornsófi 2+h+2 6689
BORÐSTOFUSTÓLAR Á SPRENGITILBOÐI
Allir borðstofustólar á
9.990.-
3ja sæta sófi
Fáanlegt í Smáralind, Holtagörðum
Gæða húsgögn
á frábæru verði
159.000kr
Verð áður 239.000.-
155.000kr
Verð áður 239.000.-
135.200kr
Fullt verð 169.000.-
DUPEN RÚMIN
komin aftur
Ný sending af
120x200cm, 150x200cm
og 180x200cm
80.
000
krÞÚ
SP
AR
AR
63.200kr
Fullt verð 79.000.-
84.
000
krÞÚ
SP
AR
AR