Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 26. maí, 148. dagur ársins. 3.38 13.25 23.14 2.55 13.09 23.27 Þeir sem segja að ekki sé hægt að kaupa allt fyrir peninga eru að vanmeta mátt peninganna gróflega. Það er lafhægt að kaupa dauða yfir bæði einstaklinga og þjóðir. Lífslíkur auðmanna og fátæklinga sýna svo að ekki verð- ur um villst að hægt er að kaupa fjöldamörg æviár. Og meira að segja var elsta kaupsýslufyrir- tæki á jörðinni á kafi í að selja fólki eilíft líf öldum saman. MANNSLÍF eru metin hjá trygg- ingafélögum. Slys eða óhöpp eins og að verða fyrir nauðgun eða líkamsárás eru metin til fjár af dómstólum. Prísinn á nauðgun- um er miðaður við að gera fleir- um en efnamönnum fjárhagslega kleift að nauðga lágt launuðu kvenfólki, enda væri prísinn tölu- vert hærri ef hæstaréttardómara væri nauðgað, að ég tali nú ekki um karlkyns hæstaréttardómara. Nekt og samfarir er líka hægt að kaupa samkvæmt verðlista, og pólitískur stuðningur eða skoðan- ir fólks hafa öldum saman fylgt markaðsverði. „Brauð og leikir“ var sú verðlagning kölluð í Róma- borg til forna. „Atvinna og stöð- ugleiki“ er það kallað í dag. NÚ vill Anders Fogh Rasmuss- en, forsætisráðherra Dana, verð- leggja náttúruna og rukka fyrir þau spjöll sem framkvæmdir valda á henni. Þetta er reyndar hafið fyrir löngu. Garðyrkju- stöðvar verðleggja einstakar plöntur og blómabúðir verðleggja skrautblóm. Vatnsföll sem hægt er að virkja til raforkufram- leiðslu hafa sinn prís, laxveiðiár og silungsvötn er líka að finna í verðlistum. MIKLU þægilegra er að átta sig í búðum þar sem vörurnar eru verðmerktar. Til að efla verð- skyn almennings fyrir einstakl- ingum og umhverfi þarf endilega að færa þessa verðmerkingu út úr búðunum og inn í borgarum- hverfi og loks náttúruna. Fyrst setjum við verðmiða á hvern ein- stakling og breytum dagsprísn- um eftir því hvernig einstakling- urinn þróast og eftirspurnin er í þjóðfélaginu. Sumir kosta 300 millur og aðrir eru falir fyrir þúsund kall á tímann. Síðan þarf að fara að verðleggja mannlega hegðun. Við vitum hvað forsetinn hefur í kaup en hvers virði er hvert augnatillit hans og handa- band, og svo þarf að kanna hvers virði er það ef ung stúlka brosir til ungs pilts á vordegi þegar sól fyrir margar milljónir skín yfir land og þjóð? Verðlagskönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.