Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 8

Fréttablaðið - 29.05.2008, Side 8
8 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Ríkisstjórnin hefur fjallað í tvígang um tilboð Vest- mannaeyjabæjar og Vinnslustöðv- arinnar í smíði og rekstur nýrrar farþegaferju án niðurstöðu, segir í bókun bæjarráðs Vestmannaeyja í gær. Kristján L. Möller sam- gönguráðherra segir að heimildir Eyjamanna séu ekki réttar og eng- inn ágreiningur sé innan ríkis- stjórnarinnar um málið. Bæjar- stjóri hefur engar upplýsingar fengið um framvindu málsins eftir að svarfrestur var veittur fyrir rúmri viku. Eyjamenn túlka þögn stjórnvalda sem svo að flest bendi til þess að tilboði þeirra verði hafnað og miklar tafir verði á verkinu. Bæjarráð fjallaði um tilboð heimamanna í rekstur og eignar- hald ferju sem ganga á í Landeyja- höfn í gær. Fyrir fundinum lágu upplýsingar um að ríkisstjórn hefði fjallað um málið á miðviku- dag, en frestað afgreiðslu þess í annað sinn. Í bókun fundarins harmar bæjarráð seinagang í mál- inu og telja flest benda til þess að tilboði heimamanna í reksturinn verði hafnað. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að ef til- boðinu verði ekki tekið liggi fyrir að á ný þurfi að leita heimilda Alþingis til að hægt verði að fara í smíði og hönnun á skipi. „Heimild samgönguráðuneytisins er að fara með verkið í einkaframkvæmd. Dragi ríkisstjórnin að taka ákvörð- un öllu lengur verður ekki hægt að sækja heimildir á þessu þingi til að ríkið annist verkið, enda er seinasti starfsdagur Alþingis á föstudag. Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum og það er þungt í mörgum Eyjamanninum. Það er vitað til þess að þetta hafi komið í tvígang til umræðu í ríkisstjórn og verið frestað í bæði skiptin án þess að nokkrar upplýsingar ber- ist til bjóðenda eða bæjarstjórn- ar.“ Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra segir það ekki rétt að ríkisstjórnin hafi fjallað um tilboð Eyjamanna í tvígang. Málið hafi einungis verið stuttlega rætt á rík- isstjórnarfundi fyrir viku. „Ég er að láta skoða ýmislegt í kostnaðar- áætluninni og tilboðinu. Málið er í ágætis vinnslu og þó að tíminn sé naumur þá þarf engu að síður að vinna þetta vel.“ Kristján hafnar því alfarið að ágreiningur sé á milli stjórnar- flokkanna um hvernig staðið verð- ur að smíði og rekstri ferjunnar. Spurður um hvort Eyjamenn geti vænst niðurstöðu á föstudag eins og áætlað var segir Kristján að það sé ekki ljóst. „Vonandi fæ ég gögn í hendur annað kvöld (fimmtudagskvöld) og þá get ég lagt það fyrir ríkisstjórn. Þegar ég hef fengið nauðsynleg gögn kem ég með mínar tillögur. svavar@frettabladid.is Eyjamenn gagnrýna ríkis- stjórnina vegna ferjusmíði Bæjarráð Vestmannaeyja bókar að ríkisstjórnin hafi fjallað í tvígang um tilboð í smíði nýrrar farþegaferju, án niðurstöðu. Samgönguráðherra segir þetta rangt og hafnar því að ágreiningur sé á milli stjórnarflokk- anna um málið. Eyjamenn óttast að tilboði þeirra verði hafnað og miklar tafir verði á samgöngubótum. NÝ FERJA Hönnun ferjunnar sem Eyjamenn vilja smíða er áþekk gamla Herjólfi. ■ Kostnaðaráætlun ríkisins var 10,2 milljarðar króna. ■ Aðaltilboð Eyjamanna var 16,4 milljarðar. Skilað var sex varatilboð- um. ■ Endurskoðað tilboð Eyjamanna var um 14,5 milljarðar. ■ Væntanleg ferja hefur siglingar í Landeyjahöfn 1. júlí 2010 samkvæmt áætlun. ■ Bæjarráð Vestmannaeyja gerir kröfu um að ferjan beri að lágmarki 400 farþega og 68 bíla, samkvæmt efri mörkum útboðsskilmála ■ Ferjan skuli vera 69 metra lengd og 16 metra breidd. ■ Navís, ráðgjafi ríkisins, er sagt hafa lokið forhönnun á ferju sem er 65 metrar á lengd og 13 metrar á breidd. ■ Vestmannaeyjabær og Vinnslu- stöðin hafa veitt stjórnvöldum viku- frest til að svara því hvort endurskoð- uðu tilboði þeirra í smíði og rekstur nýrrar farþegaferju verður tekið. ■ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur innt eftir skýringum á því af hverju beðið er um svarfrest í ljósi undangenginna skýringa- og samningaviðræðna við Ríkiskaup, Siglingastofnun og fulltrúa samgönguráðuneytisins. STAÐREYNDIR UM VESTMANNAEYJAFERJU 1. Hvað heitir forstjóri Saga Capital, sem ætlar að fljúga hringinn um landið á 24 tímum í sumar? 2. Í hvaða borg mótmæltu 300 vörubílstjórar háu bensínsverði í fyrradag? 3. Hvað komust margir inn í Lögregluskóla ríkisins fyrir stuttu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 Gæðingamót Fáks - úrtaka fyrir Landsmót 29. maí – 1. júní 2008. Allir velkomnir. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 42 55 4 05 /0 8 Hestatrygging TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is Fimmtudagur, 29. maí B-flokkur gæðinga Hlé í 20 mínútur eftir 20. hest Föstudagur, 30. maí A-flokkur gæðinga Hlé í 20 mínútur eftir 20. hest Laugardagur, 31. maí Tölt, opinn flokkur, forkeppni Tölt, meistaraflokkur, forkeppni Börn Hlé Ungmenni Unglingar Hlé Tölt, opinn flokkur, B-úrslit Grill í Félagsheimili Fáks: kl. 17:00 kl. 17:00 kl. 09:00 kl 10:15 kl. 11:15 kl. 13:15 kl. 14:30 kl. 17:30 kl. 18:00 250 m skeið, 2 spr. 150 m skeið, 2 spr. Tölt, opinn flokkur, A-úrslit Tölt, meistaraflokkur, úrslit 100 m skeið Sunnudagur, 1. júní Úrslit: Skreyttir, teymdir pollar Pollagæðingakeppni B-flokkur (sæti 1-8) B-flokkur áhugamenn (sæti 1-5) Börn (sæti 1-8) Kaffihlé Unglingar (sæti 1-8) Ungmenni (sæti 1-8) A-flokkur áhugamenn (sæti 1-5) A-flokkur (sæti 1-8) kl. 18:30 kl. 20:00 kl. 20:30 kl. 21.15 kl. 12:00 kl. 12:15 kl. 13:00 kl. 13:45 kl. 14:15 kl. 15:15 kl. 16:00 kl. 16:45 kl. 17:15 Starfsfólk TM verður á gæðingamótinu og býður ráðgjöf um einfaldari og víðtækari hestatryggingar TM. VIÐSKIPTI „Ég vil einfaldlega að jafnræðis verði gætt,“ segir Vilhjálmur Bjarna- son, hluthafi í Glitni. Þingfest verður í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur mál hans á hendur stjórn Glitnis, sem samdi um starfslokakjör Bjarna Ármannsson- ar, fyrrverandi forstjóra. Til vara stefnir Vilhjálmur bankanum sjálfum. Málsóknin byggir á að brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu, auk þess sem bankinn hafi ekki verið skyldur til að kaupa bréf Bjarna. Þorsteinn M. Jónsson, fyrrum stjórnarformaður, vildi ekki tjá sig um málið, þar sem það væri komið fyrir dómstóla. - ikh Héraðsdómur Reykjavíkur: Mál gegn Glitni þingfest í dag VILHJÁLMUR BJARNASON BANDARÍKIN, AP Scott McClellan, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í nýrri bók að George W. Bush forseti hafi farið í pólitíska áróðursherferð til þess að sannfæra fólk um nauðsyn þess að heyja stríð á hendur Írak, frekar en að segja bara sannleik- ann. Bush og fylgdarfólk hans tók „ákvörðun um að hverfa af braut hreinskilni og heiðarleika þegar mest þörf var fyrir þessa eiginleika,“ segir McClellan í ævisögu sinni, sem nú er að koma út. Starfsfólk Hvíta hússins virtist í gær undrandi á því hve harka- lega þessi fyrrverandi blaðafull- trúi forsetans gagnrýnir nú þennan sama forseta, sem hann talaði máli fyrir áður. - gb Fyrrverandi blaðafulltrúi Bush: Áróðursstríðið var óheiðarlegt SCOTT MCLELLAN Leysir frá skjóðunni í ævisögu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Endurkoman hjólaði lengst Annað af tveimur liðum endurkomu- deildar Landspítalans stóð sig best allra 23 liða spítalans í keppninni „Hjólað í vinnunna“ sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð fyrir. Alls hjóluðu eða gengu þátttakendur Landspítalans 8.770 kílómetra þá sautján daga sem átakið stóð yfir. Þar af hjólaði sigurliðið heila 1.255 kílómetra. HEILSUVERND VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.