Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 86
58 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. fangi, 6. ógrynni, 8. forsögn, 9. samstæða, 11. í röð, 12. óbundið mál, 14. hund, 16. ung, 17. fiskur, 18. tunna, 20. verkfæri, 21. horfðu. LÓÐRÉTT 1. stökk, 3. klaki, 4. brölta, 5. loka, 7. farþegarúm, 10. kyrra, 13. hallandi, 15. heila, 16. til sauma, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. gísl, 6. of, 8. spá, 9. par, 11. rs, 12. prósi, 14. rakka, 16. ný, 17. áll, 18. áma, 20. al, 21. litu. LÓÐRÉTT: 1. hopp, 3. ís, 4. sprikla, 5. lás, 7. farrými, 10. róa, 13. ská, 15. alla, 16. nál, 19. at. MORGUNMATURINN „Það er bara kaffi, það er eig- inlega kokkamorgunmaturinn. Þegar maður er erlendis fer maður í morgunverðarhlaðborð en að öðru leyti er morgunmat- urinn ekki merkilegri en þetta. Þeir kokkar sem eru grand á því fá sér mjólk út í kaffið en upp til hópa erum við svolítið sérstakir.“ Þráinn Júlíusson matreiðslumaður. Jónas Ragnar Halldórsson antík- sali gengst fyrir antíkuppboði við Thorsplan, fyrsta antíkuppboðinu undir berum himni og verður þar margt skrautlegra og sögulegra muna slegið. Uppboðið er liður í afmælisdagskrá Hafnarfjarðar- bæjar sem nú er 100 ára. „Sko, þarna verða til dæmis boðin upp tvö mjög fræg ljón. Ein- stök, tvö hundruð ára, austurlensk að uppruna og er mikill áhugi fyrir þeim,“ segir Jónas Ragnar Hall- dórsson antíksali. Hann gengst fyrir uppboðinu klukkan tvö á laugardag í hjarta Hafnarfjarðar, við Thorsplan, en þá er afmælis- hátíð Hafnarfjarðar í fullum gangi. Jónas rekur antíkbúð við Strand- götu. Hann segist aðfluttur and- skoti, eða skrabblari eins og Jónas segir það kallað, en sér ekki eftir því að hafa flutt til Hafnarfjarðar. Jónas hafði áður rekið antíkbúðir í Reykjavík, en venti sínu kvæði í kross og breytti jafnframt algjör- lega um lífsstíl. Svo mjög að fólk úr fortíðinni er hætt að þekkja hann á götu. Enda hefur hann losað sig við 73 kíló og skegg sem hann skartaði fauk líka. Hann var 165 kíló. „Já, fólk segir að menn tapi húmornum með kílóunum en það á ekki við um mig. Ég þakka það meðal annars Hafnarfirði,“ segir Jónas alsæll í Firðinum. Segir til dæmis að þar skipti engu þó hann gleymi að loka búðinni yfir nóttina. Í mesta lagi komi fyrir að menn líti inn, skoði sig um og loki svo á eftir sér. „Ég hef gleymt að loka og ekkert mál með það.“ Ljónin sem áður voru nefnd komust í fréttir fyrir margt löngu, en þá var þeim stolið frá Jónasi sem hafði keypt þau á upp- boði erlendis. Ljónin birt- ust svo á uppboði í útlönd- um eftir þjófnaðinn og Jónas gerði sér lítið fyrir og eignaðist þau aftur. Svo verður stóllinn sem Bubbi sat í þegar Bandið hans Bubba var sýnt boðinn upp. „Það er ekkert venju- legur maður sem hefur látið allt vaða í þessum stól.“ Jónas segir tímabært að hefja uppboð til vegs og virðingar á Íslandi. Uppboð séu veigamikill liður í menningu margra þjóða, en hér á Íslandi hafi ekki borið eins mikið á þeim og efni standi kannski til. En það er að breytast. jakob@frettabladid.is JÓNAS RAGNAR HALLDÓRSSON: 73 KÍLÓ OG ALSKEGG FENGU AÐ FJÚKA Óþekkjanlegur antíksali „Þetta er allt í vinnslu. Eina vanda- málið er að umboðsmaðurinn hans, sem er jafnframt bróðir Simons, býr í Ástralíu þannig að tölvupósts- skeytin eru ekki alveg að berast á svipuðum tíma dags,“ segir Grétar Örvarsson, guðfaðir og umboðs- maður Eurobandsins. Danski Eur- ovisionfarinn Simon Mathew er ákaflega áhugasamur um að koma til Íslands og syngja með Euro- bandinu á tónleikum hér á landi. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu þá snæddi Euro- bandið og Simon hádegisverð í Kaupmannahöfn rétt áður en her- singin lenti á Keflavíkurflugvelli. Norðurlandabúunum varð flestum vel til vina í Serbíu og nú virðist fyrsti ávöxturinn af þeirri frænd- semi vera að líta dagsins ljós. Íslenska þjóðin var ákaflega hrifin af danska laginu og gaf því tólf stig, rétt eins og Danir hrifust af þeim Friðriki og Regínu og splæstu á þau tólf stigum. Grétar segir að ef af verður þá er ljóst að þarna sé um mikinn hval- reka að ræða fyrir aðdáendur Eur- ovision og Eurobandsins sem fjölg- ar stöðugt dag frá degi eftir glæsilega frammistöðu í Belgrad. Grétar viðurkennir jafnframt að mikill tími hafi farið í undirbúning fyrir keppnina og æfingar og því hafi gefist lítill tími til að skipu- leggja framtíðina. „En við höfum nóg fyrir stafni og maður verður jú að hafa tíma fyrir eitthvað annað.“ - fgg Simon vill syngja með Eurobandinu SAMEINUÐ Á ÍSLANDI? Eurobandið og Simon eru orðnir góðir vinir og eftir hádegis- verðarfund í Kaupmannahöfn er unnið að því að þau sameini krafta sína á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þjónustumiðstöð engla er á Íslandi og þaðan fá allir englar alheimsins sín verkefni. Eða þannig virka hlutirnir í sjónvarpsmyndinni Hringfararnir eftir Ólaf „Popp- ola“ Jóhannsson sem nú er verið að taka upp í Reykjavík. Frétta- blaðið hefur greint frá New York- hluta myndarinnar en þar fóru Sopranos-leikararnir Steve Schirripa og Sharon Angela með hlutverk engla sem voru frekar mislagðar hendur í verkum sínum. Hringfarar er heiti yfir engla sem neðstir eru í goggunarröð engla- hírakíunnar og fá lítið af „bita- stæðum“ englaverkum. Sagan af Hringförunum er nú komin til Íslands og að sögn Krist- ínu Andreu Þórðardóttur, fram- leiðanda hjá Poppola, þá er ekki alveg ljóst hvenær og hvar mynd- in verður frumsýnd. Hugsanlega verði það þó um jólin á RÚV. Hins vegar sé staðfest að fjöldinn allur af þjóðþekktum Íslendingum muni bregða sér í hlutverk engla og nægir þar að nefna Hilmi Snæ Guðnason, Hörpu Arnardóttur, Benedikt Erlingsson, Örn Árnason auk þess sem sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir birtist sem engill í mýflugumynd í myndinni. - fgg Þekktir Íslendingar verða englar JÓNAS ANTÍKSALI Gerbreyttur svo fólk úr fortíð þekkir hann ekki lengur. Hann verður með athyglisvert antíkuppboð í Hafnarfirði á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 73 KÍLÓ FOKIN Jónas flutti í Fjörðinn, breytti um lífsstíl og nú eru kílóin aðeins um 90 en ekki 165. Þessi mynd er tekin fyrir um tveimur árum. ENGLAR Þau Hilmir Snær, Benedikt Erlingsson, Jóhann G. Jóhannsson og hin unga Kolbrún María Másdóttir á tökustað Hringfara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bubbi Morthens hefur birt alla textana af plötu sinni „Fjórir naglar“ á heimasíðunni Bubbi.is. Alls verða þrettán lög á plötunni sem er væntanleg á afmælisdegi rokkarans, sjötta júní. Útgáfudag- urinn gæti þó tafist um einhverja daga, meðal annars vegna þess að til stendur að gefa út þrjú hundruð eintök af plötunni í vinyl-útgáfu. Þetta verður í fyrsta sinn sem Bubbi gefur plötu út á vinyl síðan „Ég er“ kom út fyrir sautján árum. Langt er síðan fullbókað var í píla- grímsför FTT til Liverpool sem farin verður á föstudag meðal annars til að sjá Paul McCartney og Hljóma í Cavern. Óvænt hafa losnað fimm miðar í ferðina miklu. Hrafn Gunnlaugsson er með bronkítis og þar losnuðu tveir miðar og Skarphéðinn Guðmundsson sjón- varpsstjóri, sem ætlaði ekki að láta þetta happ sér úr hendi sleppa, þurfti vegna anna að fórna sínum miðum. Félagar í FTT fengu um þetta póst í gær en íslenskir bítlag- eggjarar ættu að athuga málin. Jakob Frímann Magnússon er sem kunnugt er aðalskipuleggj- andi ferðarinnar miklu. Mikil gleði ríkir nú í Efstaleiti eftir að niðurstöður bárust úr áhorfs- könnun Capacent í síðustu viku. Eurovisionkeppnin naut mikilla vinsælda meðal sjónvarpsáhorf- enda og sátu landsmenn bókstaf- lega límdir við skjáinn þegar þau Friðrik Ómar og Regína Ósk stigu á svið í Serbíu á laugardagskvöldið. Uppsafnað áhorf á úrslita- kvöldið var hvorki meira né minna en 91,4 pró- sent. Slíkar tölur hafa bara sést í kringum áramótaskaupið áður. -fb/jbg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson 2. London 3. 43 Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454 Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.