Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 29.05.2008, Síða 28
28 29. maí 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Margir virðast líta svo á, að innganga Íslands í ESB þurfi að bíða þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn sjái sig um hönd. Þessi skoðun hvílir á þeirri hugsun, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi haft stjórnarforustu fyrir þjóðinni nær allan lýðveldistímann og hann einn geti leitt Ísland inn í ESB líkt og hann leiddi Ísland inn í Nató á sínum tíma. Ég er á öðru máli. Ég lít svo á, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með ábyrgðarlausu og vítaverðu háttalagi sínu undan- gengin ár fyrirgert forustuhlut- verki sínu og verðskuldi ekki þá biðlund, sem sumir telja rétt eða nauðsynlegt að sýna honum nú í Evrópumálinu. Hér eru rökin. Forsagan Það orð fór af Sjálfstæðisflokknum á fyrri tíð, að honum væri trey- standi fyrir stjórn efnahagsmála. Þessi skoðun hvíldi á tveim stoðum. Í fyrsta lagi áttu heilbrigð markaðs- búskaparsjónarmið eftir 1960 greiðari aðgang en áður að Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum, sem mynduðu viðreisn- arstjórnina og skáru upp herör gegn haftabúskap fyrri ára. Í annan stað var efnahagsmálatilbúnaður harðra andstæðinga sjálfstæðis- manna í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi veikur. Framsókn- armenn höfðu í ljósi hagsmuna Sambandsins lítinn hug á hagkvæm- um markaðsbúskap og börðust af hörku gegn flestum efnahagsum- bótum viðreisnaráranna. Í Alþýðu- bandalaginu var ástandið litlu skárra: þar var nánast stöðutákn að hafa ekkert vit á efnahagsmálum. Í fyrsta skiptið, sem Alþýðubandalag- ið stýrði fjármálaráðuneytinu 1980- 83, rauk verðbólgan upp í 83 prósent á ári. Sjálfstæðismenn gátu baðað sig í ljómanum, sem stafaði af getuleysi hinna á þessu sviði og sundurþykkju. Þetta er nú liðin tíð. Þegar Alþýðubandalagið stýrði fjármálaráðuneytinu öðru sinni 1988-91, var fjármálastjórnin í lagi, og þá komst aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu á dagskrá gegn ábyrgðarlausri og afhjúpandi andstöðu Sjálfstæðis- flokksins. Þá hafði ný kynslóð tekið við forustu Framsóknarflokksins og máð af honum megnustu andstöð- una við markaðsbúskap. Andstæð- ingarnir höfðu tekið framförum. Nýliðin tíð Vandi Sjálfstæðisflokksins reyndist sá, að ný forustukynslóð flokksins, eftirstríðskynslóðin, bar ekki nógu glöggt skynbragð á efnahagsmál og brást þeim vonum, sem við hana voru bundnar. Nýja kynslóðin var eins og léleg eftirlíking hinnar eldri. Hún gapti upp í brezka íhaldsmenn og bandaríska rep- úblikana – Bush og kompaní! – og gleypti allt hrátt og varð um leið viðskila við systurflokkana á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu. Eftir samfellda ríkisstjórn- arsetu Sjálfstæðisflokksins í sautján ár er verðbólgan enn hin mesta í allri Evrópu. Það mætti halda, að gömlu kommarnir séu komnir aftur í fjármálaráðuneytið. Það er ekki heil brú í skýringum sjálfstæðismanna í stjórnarráðinu og Seðlabankanum á þessum óförum: þeir kenna ýmist erlendum samsærismönnum um ástandið og heimta rannsókn eða skella skuldinni á tímabundið gengisfall án skilnings á því, að krónan var of hátt skráð fyrir, eða benda á erlendar verðhækkanir án sýnilegs skilnings á, að þá hefði verðbólgan í nálægum löndum aukizt jafnmikið og hér heima. Rétta skýringin er þó auðvitað hin sama og ævinlega: aðhalds- og ábyrgðarleysi í stjórn innlendra ríkisfjármála og peningamála. Ríkissjóður er nú ekki aflögufær nema hann taki erlent lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er brot af því, sem hann þyrfti að vera. Við þetta bætist annað, sem fengi fyrri foringja flokksins til að snúa sér við í gröfinni. Sjálfstæðisflokk- urinn notaði fyrst aflakvótakerfið og síðan einkavæðingu banka og annarra ríkisfyrirtækja til að mylja ásamt Framsóknarflokknum undir einkavini sína og vandamenn og lagði með því móti grunninn að þeirri hugsun, að stjórnmálastéttin geti með sjálftöku lyft kjörum sínum langt upp fyrir kjör venjulegs fólks. Þetta var hugsunin á bak við eftirlaunalögin illræmdu 2003 og einnig á bak við síaukna misskiptingu, sem ríkisstjórnin hefur þó ekki enn fengizt til að viðurkenna. Hvernig gat Sjálfstæð- isflokkurinn sokkið svo djúpt? Mér verður hugsað til Suður-Ameríku, þar sem ófyrirleitnir, spilltir og illa innrættir lýðskrumarar þöndu efnahagslífið með erlendum lántökum til að kaupa sér fylgi, en það reyndist skammgóður vermir. Nú stendur Sjálfstæðisflokkurinn í sömu sporum, rúinn trúverðugleika og trausti. Flokksmenn mikluðust árum saman af góðri hagstjórn og börðu sér á brjóst án sýnilegs skilnings á því, að innlendar og erlendar skuldir fólksins og fyrirtækjanna í landinu ógna nú afkomu þeirra sem aldrei fyrr. Ballið er búið. Næsta skref Óbreytt hagstjórnarfar felur í sér skylduaðild almennings að vogunarsjóði Sjálfstæðisflokksins. Frjálshugaðir menn í flokknum þurfa að leysa sig úr viðjum gömlu flokksklíkunnar og bjóðast á eigin forsendum til samstarfs við aðra innan þings og utan um að undirbúa án frekari tafar umsókn um aðild Íslands að ESB. Þannig liggur beinast við að reyna að endurvekja traust umheimsins á íslenzku efnahagslífi eftir það, sem á undan er gengið. Þegar samningur um aðild liggur fyrir, verður hann borinn undir atkvæði þjóðarinnar. Hún ein ræður. Eftirlegukindur Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Sjálfstæðisflokkurinn UMRÆÐAN Lánasjóður íslenskra námsmanna Núverandi fyrirkomulag námslána og efna-hagsumhverfis gerir það að verkum að nemendur háskóla eiga erfiðara um vik að ná endum saman. Nemendur fá afgreidd sín námslán í samræmi við námsframvindu sem er eðlilega ekki fyrr en við lok hverrar skóla- annar. Þetta gerir það að verkum að allmargir nemendur lifa á yfirdrætti yfir skólaárið sem þeir greiða svo niður þegar námslán berast. Þetta gerir nemendum mjög erfitt fyrir og margir hverjir grípa til þess ráðs að vinna með skóla eða afla sér tekna á sumrin til þess að komast hjá því að þurfa á miklum yfirdrætti að halda. Það er erfitt að átta sig á því við hvað var miðað þegar nýtt samkomulag var gert á milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og stjórnar LÍN þegar ákveðið var að hækka grunnframfærslu um 7%. Samkvæmt lögum um LÍN ber að miða við „[...] að námslán samkvæmt lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af náms- og framfærslukostnaði meðan á námi stendur að teknu tilliti til fjölskyldustærðar námsmanns. Stjórn sjóðsins er heimilt að taka tillit til búsetu og annarra atriða er áhrif kunna að hafa á fjárhagsstöðu námsmanns.“ Það hlýtur að vera öllum ljóst að ekki var tekið tillit til núverandi efnahagsumhverfis þegar nýtt samkomulag var gert. Það eru tveir kostir í stöðunni til þess að bæta hag nemenda; að hækka grunnframfærslu námslána enn frekar og afnema skerðingarhlutfall tekna eða hefja greiðslu námslána á mánaðar- fresti og forða nemendum frá okurvaxtaumhverfi landsins. Hið síðarnefnda er þó gríðarlega erfitt og myndi þýða uppstokkun á núverandi námslánakerfi. Að lokum vil ég mótmæla því að nemendur Háskólans á Akureyri hafi engan fulltrúa í stjórn LÍN. Í ljósi þess að við höfum engan fulltrúa í stjórninni hefði ég talið það eðlilegt að fulltrúar nemenda við HA hefðu fengið að segja sitt varðandi nýtt samkomulag. Höfundur er formaður félags stúdenta við Háskólann á Akureyri. Nemar í vítahring okurvaxta Ó líkt því sem skyldað er í öðrum Evrópuríkjum þarf ekki að merkja hér á landi sérstaklega erfðabreytt matvæli. Um hættur þess að neyta erfðabreyttra matvæla er deilt. Framleiðendur segja að sjálfsögðu að erfðabreytt matvæli, eins og korn, maís og soja, séu í engu hættulegri en matvæli sem eru ekki erfðabreytt. And- stæðingar segja hins vegar að við erfðabreytinguna komi í ljós óvænt neikvæð áhrif, eins og ofnæmisviðbrögð, auk annarra hættna. Hvort sem hætturnar eru til staðar eða ekki ætti það að vera skýlaus réttur neytenda að hafa val um það hvort hann neytir erfðabreyttra matvæla. Kostnaður neytenda af slíku vali er mun hærri hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum þar sem merkingar eru skyldugar. Það eru eflaust fáir sem gera sér grein fyrir að fjölmargir Íslendingar neyta erfðabreyttra matvæla á hverjum degi, en slíkt er meðal annars að finna í algengu morgunkorni, vinsælum tómatsósum, gosdrykkjum, tilbúnu kökudeigi, kexi og svo mætti lengi telja. Í fjölmörg ár hafa talsmenn neytenda hvatt til þess að Evrópu- reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum taki gildi hér á landi en þær segja til um að merkja þurfi sérstaklega umbúðir ef vara inniheldur í það minnsta eitt prósent af erfðabreyttum hráefnum. Tilgangurinn með þessari löggjöf er ekki að koma slíkum matvælum af markaði hér á landi, heldur til að neytendur geti haft upplýst val um það hvað þeir kaupa. Sérstaklega hefur verið kallað eftir slíkum reglum um merkingar hér á landi þar sem hlutfallslega er meira flutt inn af matvælum frá Bandaríkj- unum en í öðrum Evrópuríkjum, en hlutfall erfðabreytts korns, soja, kanóla og bómullar er mun hærra í bandarískri framleiðslu en evrópskri. Því eru mun meiri líkur á að neyta erfðabreyttra matvæla séu þau framleidd í Bandaríkjunum en í Evrópu. Fyrir rúmu ári boðaði þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem átti að vera „fyrsta skrefið í að laga íslenska löggjöf að Evrópu- sambandsreglum“. Tveimur árum fyrr boðaði Sigríður Anna Þórðardóttir, þáverandi umhverfisráðherra, að búast mætti við að „innan skamms gildi hér sömu reglur [um erfðabreytt mat- væli og fóður] og í öðrum Evrópuríkjum“. Rétt má vera að það sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast að evrópskar merkingareglur séu ekki hluti af EES-samningn- um, en eins og kom fram í máli núverandi umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, í Fréttablaðinu á sunnudag hafa merkingar á erfðabreyttum matvælum ekki verið ræddar í núverandi ríkisstjórn, auk þess sem forræði málsins hefur verið fært frá umhverfisráðherra til landbúnaðarráðherra með til- færslu matvælamála frá og með síðustu áramótum. Einar K. Guðfinnsson getur því haldið starfi Jónínu Bjartmarz áfram, með reglugerð um erfðabreytt matvæli, sem gerir þá kröfu að slík matvæli sem eru til sölu hér á landi séu sérstaklega merkt. Einungis þá er hægt að segja að íslenskir neytendur hafi upplýst val í þessum efnum. Merkingar á erfðabreyttum matvælum: Réttur neytenda til að vera upplýstir SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR RAGNAR SIGURÐSSON Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK Fjársjóður undir X-inu Umræður alþingismanna á eld- húsdegi eru oftar en ekki nokkuð fyrirsjáanlegar. Þeir sem eru í stjórn það árið lýsa því fjálglega hve tíðin sé góð, sprettan að batna og uppskeran sem í vændum er sé ríkuleg. Svo koma stjórnarandstæðingar hver á fætur öðrum og lýsa því yfir að váleg veður séu í vændum, sprettan engin og upp- skeran enn minni. Og stjórnmálamenn vorir brugðust ekki frekar en fyrri daginn. Einhver hefði haldið að í krepputali undangeng- inna mánaða minnkaði bjartsýnistal ráðamanna, en óekki. Össur Skarphéðinsson tók jákvæðnihlutverk sitt mjög alvarlega og talaði um hina glæstu tíma sem í vændum væru. Okkar biðu mikil auðævi í jörðu og því lítil ástæða til að væla yfir verðbólgunni. Á stundum minnti Össur helst á ákafan sjóræningjaforingja að reyna að fá menn til fylgilags við sig til að grafa fjársjóð úr jörðu. Og ekki skemmdi skeggið fyrir. Nú er bara að finna X-ið og byrja að grafa. Sami ræðuhöfundur? Og enn af eldhúsdeginum. Því hefur verið haldið fram að áhorf á ríkissjónvarpið sé aldrei mælt á þeim degi svo ekki sjáist hve fáir hlusta og horfa í raun. Hvað sem til er í því hlýtur að vera sjálfsögð krafa að alþingismenn hlusti hver á annan. Ekki var að heyra að Þuríður Backman hefði hlustað á Guðna Ágústsson þegar hún gekk í pontu. Hún hóf mál sitt á nákvæmlega sama erindi eftir Einar Benediktsson og Guðni. Einhverjir hefðu skipt upphafinu út við að heyra Guðna básúna það, því vissulega orti Einar meira en þetta. En kannski heyrði Þuríður aldrei í Guðna? kolbeinn@frettabla- did.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.