Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 79
FIMMTUDAGUR 29. maí 2008 51 Stórsöngvarinn Björgvin Halldórs- son fagnar afmæli Hafnarfjarðar- bæjar um helgina. „Ég er alveg óþolandi Hafnfirðingur. Alltaf talandi um hvað Hafnarfjörður sé æðisleg- ur,“ segir Björgvin Halldórsson, gaflari með meiru. Hundrað ára afmælishátíð Hafnarfjarðar gengur í garð í dag og stendur yfir um helgina. Dagskrá hátíðar- innar er íburðarmikil og kemur Björgvin þar fram á tvennum tónleikum. Fyrst á á djasstónleikum í Hafnarborg ásamt Birni Thoroddsen á föstudagskvöldið. „Síðan verð ég með stórsveit á tónleikunum á Víðistaðatúni á laugardagskvöldið og loka því kvöldi,“ segir Björgvin. Afmælishátíðin hefur verið mikið auglýst að undanförnu með myndum af þekktum Hafnfirðingum. Meðal þeirra eru Keflvíkingurinn Magnús Kjartansson og Þorgerður Katrín sem er fædd í Reykja- vík. „Maggi er nú búinn að vera hérna svo lengi að hann er kominn með ríkisborgara- rétt. Þorgerður er gift Hafnfirðingi og svo spilaði hún minnir mig handbolta með FH,“ segir Björgvin og bendir á að til séu þrenns konar Hafnfirðingar. „Það eru þeir sem eru aðfluttir, ekki fæddir hérna en hafa búið hér lengi. Svo eru það þeir sem eru fæddir á sjúkrahúsi í Hafnarfirði. Síðan er það þriðja gerðin; þeir sem eru bara fæddir heima hjá sér með aðstoð ljósmóður og bala af heitu vatni,“ segir Björgvin en hann fellur einmitt undir síðustu skilgreininguna og því alveg hreinræktaður gaflari. Björgvin hefur búið um allt höfuð- borgarsvæðið en segist hvergi líða betur en í Hafnarfirði. Hann segir mik- ilvægt, nú þegar höfuðborgarsvæðið er nánast allt farið að tengjast, að bæjar- félögin haldi sérkennum sínum. „Við höfum reynt að gera það. Í miðbænum er mikil uppbygging þar sem gamli og nýi tíminn mætast. Litlir þröngir stígar í gamla stílnum sem setja svip á mið- bæinn,“ segir Björgvin. Meðal tónlistarmanna hefur Hafnar- fjörður hlotið áhugavert gælunafn. „Keflavík er Liverpool en Hafnarfjörð- ur er Memphis, þaðan er Elvis,“ segir Björgvin en bendir á að hann sé ekki að líkja sjálfum sér við Elvis. „Þetta er svona grín í tónlistarheiminum. Reykjavík er þá London og Akureyri Bournemouth.“ Björgvin segir að öllum landsmönn- um sé boðið í afmælið en dagskrána má finna á www.hafnarfjordur.is. soli@frettabladid.is Söngkonan Kylie Minogue hélt upp á fertugsafmælið sitt í gær. Hún er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu og hélt hún upp á þetta stórafmæli í Þýskalandi. Á meðal þeirra sem fögnuðu með henni voru systir hennar Dannii og foreldrar þeirra sem flugu þangað frá Ástralíu. Kylie þjófstartaði afmælisveislu sinni í Grikklandi í síðustu viku. Þar tók hún þriggja hæða hótel á leigu fyrir gesti sína sem voru um eitt hundrað talsins. Skemmtu þau sér vel langt fram á nótt. Kylie fertug KYLIE MINOGUE Ástralska söngkonan hélt upp á fertugsafmælið sitt í gær. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Fagnar 100 ára afmæli Hafnarfjarðar ásamt einvala liði listamanna. Hafnarfjörður er Memphis Brautarholt 20 105 Reykjavík s. 561 5100 mottaka@badhusid.is www.badhusid.is BAÐHÚSIÐ býður öllum konum sem eiga Sumarkort eða kort í klúbbinn ISF97 á sérstaka frumsýningu á Sex and the City fi mmtudaginn 29. mai kl. 20.00 Miðar afhentir í móttöku Baðhússins. Sumarkort gildir til 24. ágúst nk. Frjáls mæting í alla opna tíma og glænýjan tækjasal. Einnig fylgir aðgangur að heitri laug, vatnsgufu og hvíldarhreiðri þar sem gott er að koma og slaka á frá amstri dagsins við notalegt gjálfur gosbrunnsins. Því fyrr sem þú kemur því lengur gildir kortið. Komdu og fjárfestu í heilsunni og gerðu góð kaup í leiðinni. Sumarkort tilboðsverð kr. 14.990Sumarkort einnig til sölu í Þrekhúsinu. Sumarkort gildir í báðar stöðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.